Kaaberhúsið er skemmtilegt hús 24. maí 2005 00:01 "Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu." Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
"Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu."
Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira