Ljósið í myrkrinu? 17. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt sína fyrstu þjóðhátíðardagsræðu á Austurvelli í gær, í sömu viku og stjórnarandstaðan hefur haldið uppi miklu málþófi vegna sölu ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankans. Forsætisráðherra kom hvergi beint inn á þetta mál í ræðu sinni, en talaði í upphafi hennar um úrtölumennn og þá sem eru bjartsýnir: "Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjartsýni og vilja til að sækja fram? Þeir sem sjá myrkrið í deginum, eða þeir sem sjá ljósið í myrkrinu? Hvorn hópinn viljum við hafa félagsskap af? Ég held að við vitum öll svarið," sagði forsætisráðherra. Hann fjallaði um gróða og umsvif í þjóðfélaginu, ekki síst á fjármálamarkaði, og sagði þorra landsmanna hafa notið góðs af þeim breytingum sem orðið hafa, en ekki þó alla. Í framhaldi af því sagði hann: "Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins. Ríkisstjórnin vill samstarf um það og skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem við eigum ekki í dag. " Þarna kemur forsætisráðherra inn á mál sem margir hafa velt fyrir sér, en það er hvernig stórfyrirtækin, sem mörg eru í mikilli útrás, skila einhverju hingað heim, einhverju áþreifanlegu fyrir samfélagið, en ekki aðeins fyrir stjórnendur og hluthafa. Mörgum hefur fundist að samfélagið hér á landi njóti ekki mikils ávinnings af útrás og stórgróða margra fyrirtækja. Þau skapa að vísu mörg störf fyrir Íslendinga innanlands sem utan, vekja mikla athygli á Íslandi og íslensku þjóðlífi, en menn hafa viljað sjá þetta enn skýrar í krónum og aurum, tölum sem hægt er að heimfæra sem ávinning fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er alþekkt fyrirbæri víða um lönd að stórfyrirtæki leggja ómælda fjármuni til menningar og lista, svo eftir er tekið. Heilu menningarstofnanirnar eru reistar fyrir framlög frá stórfyrirtækjum. Hér hafa fyrirtæki á síðari árum stutt margvíslega starfsemi og veitt mikilvæga aðstoð við ýmis verkefni svo sem á sviði landgræðslu, heilbrigðismála og ýmiss konar menningarmála, sem ber að þakka. Hins vegar verður mönnum hugsað til ýmissa þjóðþrifaverkefna þegar talað er um milljarða gróða bankanna á nokkrum mánuðum. Fer mest af þeim fjármunum aftur inn í bankana, svo kaupauki stjórnendanna verði enn meiri og stærstu hluthafarnir græði enn meira, eða fer eitthvað af þessum fjárhæðum til þjóðþrifamála? Það er kannski eitthvað af þessum fjármunum sem forsætisráðherra er að tala um að fari í öfluga sjóði til eflingar nýsköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt sína fyrstu þjóðhátíðardagsræðu á Austurvelli í gær, í sömu viku og stjórnarandstaðan hefur haldið uppi miklu málþófi vegna sölu ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankans. Forsætisráðherra kom hvergi beint inn á þetta mál í ræðu sinni, en talaði í upphafi hennar um úrtölumennn og þá sem eru bjartsýnir: "Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjartsýni og vilja til að sækja fram? Þeir sem sjá myrkrið í deginum, eða þeir sem sjá ljósið í myrkrinu? Hvorn hópinn viljum við hafa félagsskap af? Ég held að við vitum öll svarið," sagði forsætisráðherra. Hann fjallaði um gróða og umsvif í þjóðfélaginu, ekki síst á fjármálamarkaði, og sagði þorra landsmanna hafa notið góðs af þeim breytingum sem orðið hafa, en ekki þó alla. Í framhaldi af því sagði hann: "Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins. Ríkisstjórnin vill samstarf um það og skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem við eigum ekki í dag. " Þarna kemur forsætisráðherra inn á mál sem margir hafa velt fyrir sér, en það er hvernig stórfyrirtækin, sem mörg eru í mikilli útrás, skila einhverju hingað heim, einhverju áþreifanlegu fyrir samfélagið, en ekki aðeins fyrir stjórnendur og hluthafa. Mörgum hefur fundist að samfélagið hér á landi njóti ekki mikils ávinnings af útrás og stórgróða margra fyrirtækja. Þau skapa að vísu mörg störf fyrir Íslendinga innanlands sem utan, vekja mikla athygli á Íslandi og íslensku þjóðlífi, en menn hafa viljað sjá þetta enn skýrar í krónum og aurum, tölum sem hægt er að heimfæra sem ávinning fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er alþekkt fyrirbæri víða um lönd að stórfyrirtæki leggja ómælda fjármuni til menningar og lista, svo eftir er tekið. Heilu menningarstofnanirnar eru reistar fyrir framlög frá stórfyrirtækjum. Hér hafa fyrirtæki á síðari árum stutt margvíslega starfsemi og veitt mikilvæga aðstoð við ýmis verkefni svo sem á sviði landgræðslu, heilbrigðismála og ýmiss konar menningarmála, sem ber að þakka. Hins vegar verður mönnum hugsað til ýmissa þjóðþrifaverkefna þegar talað er um milljarða gróða bankanna á nokkrum mánuðum. Fer mest af þeim fjármunum aftur inn í bankana, svo kaupauki stjórnendanna verði enn meiri og stærstu hluthafarnir græði enn meira, eða fer eitthvað af þessum fjárhæðum til þjóðþrifamála? Það er kannski eitthvað af þessum fjármunum sem forsætisráðherra er að tala um að fari í öfluga sjóði til eflingar nýsköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu.