Fjárlög eiga að standast 22. júní 2005 00:01 Um þessar mundir er unnið hörðum höndum í fjármálaráðuneytinu og ríkisstofnunum að undirbúningi fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sem lagt verður fram í byrjun þings í október. Fjármálayfirvöld hafa að undanförnu fengið athugasemdir frá alþjóðastofnunum og samtökum atvinnuveitenda og launþega hér innanlands vegna þenslumerkja í íslensku efnahagslifi. Hefur ítrekað verið bent á að gæta verði aðhalds í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi og mikillar þenslu í húsbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar athugasemdir ættu að vera leiðarljós þeirra sem stjórna nú undirbúningi fjárlaga. Það getur á stundum verið erfitt að spá fyrir um framvindu ríkisfjármála, því þar geta utanaðkomandi þættir eins og þróun mála á alþjóðamarkaði haft mikil áhrif eins og dæmin sanna, en gera verður þá kröfu til ríkisins að fjárlagafrumvarpið og fjárlögin sjálf séu raunhæf. Ráðuneyti og stofnanir ríkisins verða þá líka að leggja fram raunhæfar fjárlagatillögur, sem fjármálaráðuneytið getur farið eftir. Fjárlagafrumvarpið tekur oft miklum breytingum á haustþinginu og þá í átt til hækkunar. Þetta fer nokkuð eftir árum og því hvernig stendur á með kosningar. Í nútíma tölvuvæddu þjóðfélagi ætti að vera hægt um vik að fylgjast með helstu efnahagsstærðum ráðuneyta og stofnana, rétt eins og á almennum markaði. Fyrirtæki sem eru í Kauphöllinni verða að gefa upp markmið og áætlanir í rekstri sínum, svo hluthafar og aðrir fjárfestar geti gert sér grein fyrir rekstrinum. Fjármálaráðuneytið er þannig eins konar kauphöll, þangað sem allar upplýsingar varðandi rekstur ríkisins eru sendar og síðan á ráðuneytið að fylgjast með því að reksturinn sé samkvæmt fjárlögum. Á undanförnum dögum hefur Fréttablaðið birt sláandi upplýsingar um rekstur ráðuneyta og stofnana á síðasta ári. Það geta verið skýringar á einstökum liðum þar sem farið hefur verið langt fram úr áætlun og um sumt var jafnvel vitað fyrirfram, en mikil framkvæmdagleði og óstjórn geta líka verið skýringar á mikilli umframkeyrslu. Stóru og umsvifamiklu ráðuneytin, eins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið, fara yfirleitt mest fram úr fjárlögum hvað upphæðir snertir, en umsvifalítil ráðuneyti eru kannski með hæstu prósentutöluna í umframkeyrslu. Það eru áraskipti að þessu leyti, en krafan hlýtur að vera sú að ráðuneyti og stofnanir ríkisins haldi sig innan fjárlagarammans. Það á sérstaklega við á þenslutímum eins og nú. Það eru peningar skattborgaranna sem stjórnmálamenn og embættismenn ríksins eru að höndla með og þeim ber að fara vel með þá. Á hinn bóginn eru það líka skattborgararnir sem kalla á aukna þjónustu sem hefur útgjöld í för með sér, og oft eru allir sammála um einhverjar framkvæmdir eða fjárútlát á vegum hins opinbera, en svo kippast menn við þegar reikningurinn kemur. Þá er stjórnarandstaðan ekki sein á sér að gagnrýna, hvort sem um er að ræða rekstur ríkisins eða sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Um þessar mundir er unnið hörðum höndum í fjármálaráðuneytinu og ríkisstofnunum að undirbúningi fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sem lagt verður fram í byrjun þings í október. Fjármálayfirvöld hafa að undanförnu fengið athugasemdir frá alþjóðastofnunum og samtökum atvinnuveitenda og launþega hér innanlands vegna þenslumerkja í íslensku efnahagslifi. Hefur ítrekað verið bent á að gæta verði aðhalds í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi og mikillar þenslu í húsbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar athugasemdir ættu að vera leiðarljós þeirra sem stjórna nú undirbúningi fjárlaga. Það getur á stundum verið erfitt að spá fyrir um framvindu ríkisfjármála, því þar geta utanaðkomandi þættir eins og þróun mála á alþjóðamarkaði haft mikil áhrif eins og dæmin sanna, en gera verður þá kröfu til ríkisins að fjárlagafrumvarpið og fjárlögin sjálf séu raunhæf. Ráðuneyti og stofnanir ríkisins verða þá líka að leggja fram raunhæfar fjárlagatillögur, sem fjármálaráðuneytið getur farið eftir. Fjárlagafrumvarpið tekur oft miklum breytingum á haustþinginu og þá í átt til hækkunar. Þetta fer nokkuð eftir árum og því hvernig stendur á með kosningar. Í nútíma tölvuvæddu þjóðfélagi ætti að vera hægt um vik að fylgjast með helstu efnahagsstærðum ráðuneyta og stofnana, rétt eins og á almennum markaði. Fyrirtæki sem eru í Kauphöllinni verða að gefa upp markmið og áætlanir í rekstri sínum, svo hluthafar og aðrir fjárfestar geti gert sér grein fyrir rekstrinum. Fjármálaráðuneytið er þannig eins konar kauphöll, þangað sem allar upplýsingar varðandi rekstur ríkisins eru sendar og síðan á ráðuneytið að fylgjast með því að reksturinn sé samkvæmt fjárlögum. Á undanförnum dögum hefur Fréttablaðið birt sláandi upplýsingar um rekstur ráðuneyta og stofnana á síðasta ári. Það geta verið skýringar á einstökum liðum þar sem farið hefur verið langt fram úr áætlun og um sumt var jafnvel vitað fyrirfram, en mikil framkvæmdagleði og óstjórn geta líka verið skýringar á mikilli umframkeyrslu. Stóru og umsvifamiklu ráðuneytin, eins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið, fara yfirleitt mest fram úr fjárlögum hvað upphæðir snertir, en umsvifalítil ráðuneyti eru kannski með hæstu prósentutöluna í umframkeyrslu. Það eru áraskipti að þessu leyti, en krafan hlýtur að vera sú að ráðuneyti og stofnanir ríkisins haldi sig innan fjárlagarammans. Það á sérstaklega við á þenslutímum eins og nú. Það eru peningar skattborgaranna sem stjórnmálamenn og embættismenn ríksins eru að höndla með og þeim ber að fara vel með þá. Á hinn bóginn eru það líka skattborgararnir sem kalla á aukna þjónustu sem hefur útgjöld í för með sér, og oft eru allir sammála um einhverjar framkvæmdir eða fjárútlát á vegum hins opinbera, en svo kippast menn við þegar reikningurinn kemur. Þá er stjórnarandstaðan ekki sein á sér að gagnrýna, hvort sem um er að ræða rekstur ríkisins eða sveitarfélaga.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun