Ófróður endurskoðandi 29. júní 2005 00:01 Af endurskoðanda að vera virðist Halldór Ásgrímsson furðu illa að sér um fjármál sín. Hann hélt sérstakan blaðamannafund til þess að kynna plagg sem Ríkisendurskoðun hafði tekið saman um að hann hefði í fyrsta lagi verið hæfur til að stýra sölu bankanna og að hann hefði í öðru lagi ekki komið nálægt þessari sölu. Þótt Halldór hefði að vísu verið í ráðherranefnd sem átti að stýra sölu bankanna þá hafi það verið viðskiptaráðherra sem bæði annaðist þessa sölu og bar ábyrgð á henni. Maður hlýtur þá að spyrja sig til hvers ráðherranefndin hafi verið - og hvers vegna Halldór hélt hinn fræga símafund með S-hópnum og Kaldbak (sem er félag KEA forkólfa) til að sameina þessi gömlu Framsóknarveldi við kaupin á Búnaðarbankanum. Á blaðamannafundinum gerði Halldór grein fyrir eignarhlut sínum og fjölskyldu sinnar í fyrirtækinu Skinney-Þinganes - sem aftur á eftir krókaleiðum aðild að S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann með umdeildum hætti - en ekki leið á löngu áður en upp úr dúrnum kom að hluturinn var meiri en forsætisráðherrann sagði hann vera. Og komst upp vegna þess að Helga Hjörvar hugkvæmdist á fundi fjárlaganefndar að spyrja út í eitthvert dularfullt félag sem enginn vissi hvað var á bak við. Áður höfðu þær upplýsingar að Skinney- Þinganes væri aðili að Hesteyri sem var aðili að S-hópnum fallið niður, að sögn vegna mistaka hjá Deloitte & Touche. Þótt ekki verði fullyrt að þessum upplýsingum hafi verið haldið leyndum þá verður því seint haldið fram að þær hafi legið á lausu. Nú er Skinney-Þinganes kannski ekkert Fininvest og Halldór til allrar hamingju enginn Berlusconi. Að því er manni skilst er hér um að ræða arf í fjölskyldufyrirtæki og ráðherrann lætur á sér skilja að hann komi ekkert nálægt umsýslu þessa fjár, fylgist ekkert með því; hefur afneitað því - en ekki losað sig við það. Svo lítið vill hann raunar af því vita að hann bregst ókvæða við þegar bent er á að þessi eignarhlutur hans hefur orðið til þess að hann er flæktur í kaup á Búnaðarbankanum sjálfur, að því er virðist gegnum rammflókið net ýmissa fyrirtækja sem mynda hinn dularfulla S-hóp - talar þá um að hann vilji að fjölskylda sín sé látin í friði, eins og hér sé verið að hnýsast í viðkvæm einkamál viðkomandi með óviðurkvæmilegum hætti. Eignatengsl forsætisráðherra við fyrirtæki sem kaupir banka af ríkisstjórn eru ekki viðkvæm einkamál. Ekki bætir stöðu ráðherrans það orð sem S-hópurinn hefur á sér. Þetta er í vitund fólks S-ið sem eftir stendur af SÍS þegar hafa fallið brott stafirnir fyrir "íslenskra" og "samvinnufélaga". S-ið fyrir "Samband" stendur eitt eftir - samband gamalla SíS- og Framsóknarforkólfa um að tryggja áfram persónuleg völd sín og áhrif og greiðan aðgang að auðsuppsprettum gegnum pólitísk ítök eftir hrun sjálfs Sambandsins. Þetta er S-hópurinn sem safnar saman molunum sem urðu eftir við hrunið. Og hefur gengið bærilega: Einkum var það mikill happafengur að komast í þá stöðu að verða nokkurs konar leppur fyrir Kaupþing þegar Búnaðarbankinn var seldur. Vera má að Halldór Ásgrímsson hafi í einhverjum ríkisendurskoðunarskilningi verið "hæfur" til að bera - eða bera ekki - ábyrgð á þessari sölu en hitt er hvað sem því líður staðreynd að hann á hlut í fyrirtæki sem kom að því að kaupa bankann. Hann er báðum megin borðsins - reyndar að eigin sögn jafn mikið úti á þekju báðum megin. Halldór hefur löngum þótt trúverðugur og traustvekjandi maður - að minnsta kosti fram að því að hann tók þátt í að breiða út réttlætingarnar fyrir innrásinni í Írak - en samt sem áður hljótum við að spyrja hvort það nægi að hann segist ekki hafa komið nálægt sölunni og fylgist ekkert með því hvað komi út úr kaupunum fyrir sig og sína. En biður fólk að láta fjölskyldu sína í friði. Eiginlega er það ráðgáta hvers vegna Halldór Ásgrímsson hefur ekki fyrir löngu síðan losað sig við eign sína í þessum fyrirtækjum, því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gengur í gegnum pólitískar hremmingar vegna hennar. En það voru ekki fjölmiðlar sem flæktu fjölskyldu hans inn í þessi kaup - ekki einu sinni stjórnarandstaðan. Þetta er ekki skáldskapur vondra manna. Þetta snýst um grundvallaratriði í pólitísku og efnahagslegu siðferði. Þetta snýst um hagsmuni - persónulega hagsmuni manns sem á að gæta almannahagsmuna. Nú getur vel verið að ráðherrann líti svo á að þessir hagsmunir fari vel saman - slíkt hendir löngum valdamenn - en það á ekki að vera komið undir ráðherrum sjálfum að meta slíkt heldur eiga að gilda um þetta almennar og altækar reglur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Af endurskoðanda að vera virðist Halldór Ásgrímsson furðu illa að sér um fjármál sín. Hann hélt sérstakan blaðamannafund til þess að kynna plagg sem Ríkisendurskoðun hafði tekið saman um að hann hefði í fyrsta lagi verið hæfur til að stýra sölu bankanna og að hann hefði í öðru lagi ekki komið nálægt þessari sölu. Þótt Halldór hefði að vísu verið í ráðherranefnd sem átti að stýra sölu bankanna þá hafi það verið viðskiptaráðherra sem bæði annaðist þessa sölu og bar ábyrgð á henni. Maður hlýtur þá að spyrja sig til hvers ráðherranefndin hafi verið - og hvers vegna Halldór hélt hinn fræga símafund með S-hópnum og Kaldbak (sem er félag KEA forkólfa) til að sameina þessi gömlu Framsóknarveldi við kaupin á Búnaðarbankanum. Á blaðamannafundinum gerði Halldór grein fyrir eignarhlut sínum og fjölskyldu sinnar í fyrirtækinu Skinney-Þinganes - sem aftur á eftir krókaleiðum aðild að S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann með umdeildum hætti - en ekki leið á löngu áður en upp úr dúrnum kom að hluturinn var meiri en forsætisráðherrann sagði hann vera. Og komst upp vegna þess að Helga Hjörvar hugkvæmdist á fundi fjárlaganefndar að spyrja út í eitthvert dularfullt félag sem enginn vissi hvað var á bak við. Áður höfðu þær upplýsingar að Skinney- Þinganes væri aðili að Hesteyri sem var aðili að S-hópnum fallið niður, að sögn vegna mistaka hjá Deloitte & Touche. Þótt ekki verði fullyrt að þessum upplýsingum hafi verið haldið leyndum þá verður því seint haldið fram að þær hafi legið á lausu. Nú er Skinney-Þinganes kannski ekkert Fininvest og Halldór til allrar hamingju enginn Berlusconi. Að því er manni skilst er hér um að ræða arf í fjölskyldufyrirtæki og ráðherrann lætur á sér skilja að hann komi ekkert nálægt umsýslu þessa fjár, fylgist ekkert með því; hefur afneitað því - en ekki losað sig við það. Svo lítið vill hann raunar af því vita að hann bregst ókvæða við þegar bent er á að þessi eignarhlutur hans hefur orðið til þess að hann er flæktur í kaup á Búnaðarbankanum sjálfur, að því er virðist gegnum rammflókið net ýmissa fyrirtækja sem mynda hinn dularfulla S-hóp - talar þá um að hann vilji að fjölskylda sín sé látin í friði, eins og hér sé verið að hnýsast í viðkvæm einkamál viðkomandi með óviðurkvæmilegum hætti. Eignatengsl forsætisráðherra við fyrirtæki sem kaupir banka af ríkisstjórn eru ekki viðkvæm einkamál. Ekki bætir stöðu ráðherrans það orð sem S-hópurinn hefur á sér. Þetta er í vitund fólks S-ið sem eftir stendur af SÍS þegar hafa fallið brott stafirnir fyrir "íslenskra" og "samvinnufélaga". S-ið fyrir "Samband" stendur eitt eftir - samband gamalla SíS- og Framsóknarforkólfa um að tryggja áfram persónuleg völd sín og áhrif og greiðan aðgang að auðsuppsprettum gegnum pólitísk ítök eftir hrun sjálfs Sambandsins. Þetta er S-hópurinn sem safnar saman molunum sem urðu eftir við hrunið. Og hefur gengið bærilega: Einkum var það mikill happafengur að komast í þá stöðu að verða nokkurs konar leppur fyrir Kaupþing þegar Búnaðarbankinn var seldur. Vera má að Halldór Ásgrímsson hafi í einhverjum ríkisendurskoðunarskilningi verið "hæfur" til að bera - eða bera ekki - ábyrgð á þessari sölu en hitt er hvað sem því líður staðreynd að hann á hlut í fyrirtæki sem kom að því að kaupa bankann. Hann er báðum megin borðsins - reyndar að eigin sögn jafn mikið úti á þekju báðum megin. Halldór hefur löngum þótt trúverðugur og traustvekjandi maður - að minnsta kosti fram að því að hann tók þátt í að breiða út réttlætingarnar fyrir innrásinni í Írak - en samt sem áður hljótum við að spyrja hvort það nægi að hann segist ekki hafa komið nálægt sölunni og fylgist ekkert með því hvað komi út úr kaupunum fyrir sig og sína. En biður fólk að láta fjölskyldu sína í friði. Eiginlega er það ráðgáta hvers vegna Halldór Ásgrímsson hefur ekki fyrir löngu síðan losað sig við eign sína í þessum fyrirtækjum, því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gengur í gegnum pólitískar hremmingar vegna hennar. En það voru ekki fjölmiðlar sem flæktu fjölskyldu hans inn í þessi kaup - ekki einu sinni stjórnarandstaðan. Þetta er ekki skáldskapur vondra manna. Þetta snýst um grundvallaratriði í pólitísku og efnahagslegu siðferði. Þetta snýst um hagsmuni - persónulega hagsmuni manns sem á að gæta almannahagsmuna. Nú getur vel verið að ráðherrann líti svo á að þessir hagsmunir fari vel saman - slíkt hendir löngum valdamenn - en það á ekki að vera komið undir ráðherrum sjálfum að meta slíkt heldur eiga að gilda um þetta almennar og altækar reglur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun