Olían dýrari en bensínið 29. júní 2005 00:01 Tímamót eru í dag í sölu eldsneytis á Íslandi, þegar loks verður farið að selja litaða olíu og hætt verður að innheimta sérstakan þungaskatt af litlum dísilbílum. Það er með ólíkindum að þetta skuli ekki hafa gerst fyrr, líkt og í flestum ef ekki öllum nágrannalöndum okkar. Þeir sem hafa átt mikilla hagsmuna að gæta varðandi þessa breytingu eins og fyrirtæki og einstaklingar sem stunda þungaflutninga hafa gert athugsemdir við þessa breytingu, og þeir munu eftir sem áður greiða kílómetragjald og nota þá litaða olíu. Víðast hvar í nágrannalöndunum er dísiloíian ódýrari en bensín, en hér verður þessu öfugt farið . Upphaflega var við það miðað að olían yrði ódýrari en bensínið og það var ein af röksemdunum fyrir því að þessi breyting var samþykkt. Af einhverjum orsökum stefnir allt í að bensínið verði ódýrara, hvaða rök sem kunna að liggja þar að baki. Þróunin hefur verið sú í nágrannalöndunum að fleiri og fleiri fólksbílar nota dísilolíu, og er nú svo komið að um helmingur nýrra fólksbíla í Evrópu er með dísilvél og í sumum löndum er hlutfallið jafnvel enn hærra.Stjórnvöld hafa víða með ákveðnum hætti stuðlað að því að fólk kaupi sér frekar fólksbíla með dísilvél, en bensínvél. Haldið hefur verið uppi áróðri um að slíkir bílar séu sparneytnari og betri fyrir umhverfið, því mun minni útblástursmegin er frá dísilbílunum. Í samræmi við þetta hafa stjórnvöld stuðlað að því að dísilolían sé ódýrari en bensínið. Það er því nær óskiljanlegt hversvegna stjórnvöld hér hafa ekki farið sömu leið og skuldar fjármálaráðuneytið bíleigendum skýringar á því. Stóru og þungu langflutningabílarnir munu eftir sem áður aka eftir kílómetramæli og greiða þungaskatt samkvæmt eknum kílómetrum, en ekki olíueyðslu. Það verða því litlu fólksbílarnir sem áfram munu aðallega standa undir vegaframkvæmdum í landinu , svo öfugsnúið sem það nú er. Jafnframt því sem nær allir þungaflutningar fara nú fram á landi og umferð langflutningabíla hefur þar af leiðandi stóraukist , hefur verið sýnt fram á að þessi stóru og þungu bílar slíta vegunum þúsundfalt á við fólksbíla. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn langflutningabíll slíti vegunum á við meira en 30 þúsund venjulega fólksbíla. Það nær því ekki nokkurri átt að slíkir bílar greiði hlutfallslega mun minni þungaskatt en léttari bílar. Með vaxandi landflutningum er ljóst að vegakerfið þarf mun meira viðhald og endurbætur, ef vel á vera, og þessvegna eiga þeir sem slíta vegunum mest að greiða það sem þeim ber. Það er svo spurning hvort stjórnvöld gæti gert eitthvað til að stuðla að auknum sjóflutningum milli landshluta. Víða um land hafa á undanförnum árum verið lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og nú er svo komið að margar hafnir eru sáralítið eða ekkert notaðar til sjóflutninga. Þær koma að vísu að góðu gagni fyrir smábáta og bryggjuhátíðir, en það er ekki nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Tímamót eru í dag í sölu eldsneytis á Íslandi, þegar loks verður farið að selja litaða olíu og hætt verður að innheimta sérstakan þungaskatt af litlum dísilbílum. Það er með ólíkindum að þetta skuli ekki hafa gerst fyrr, líkt og í flestum ef ekki öllum nágrannalöndum okkar. Þeir sem hafa átt mikilla hagsmuna að gæta varðandi þessa breytingu eins og fyrirtæki og einstaklingar sem stunda þungaflutninga hafa gert athugsemdir við þessa breytingu, og þeir munu eftir sem áður greiða kílómetragjald og nota þá litaða olíu. Víðast hvar í nágrannalöndunum er dísiloíian ódýrari en bensín, en hér verður þessu öfugt farið . Upphaflega var við það miðað að olían yrði ódýrari en bensínið og það var ein af röksemdunum fyrir því að þessi breyting var samþykkt. Af einhverjum orsökum stefnir allt í að bensínið verði ódýrara, hvaða rök sem kunna að liggja þar að baki. Þróunin hefur verið sú í nágrannalöndunum að fleiri og fleiri fólksbílar nota dísilolíu, og er nú svo komið að um helmingur nýrra fólksbíla í Evrópu er með dísilvél og í sumum löndum er hlutfallið jafnvel enn hærra.Stjórnvöld hafa víða með ákveðnum hætti stuðlað að því að fólk kaupi sér frekar fólksbíla með dísilvél, en bensínvél. Haldið hefur verið uppi áróðri um að slíkir bílar séu sparneytnari og betri fyrir umhverfið, því mun minni útblástursmegin er frá dísilbílunum. Í samræmi við þetta hafa stjórnvöld stuðlað að því að dísilolían sé ódýrari en bensínið. Það er því nær óskiljanlegt hversvegna stjórnvöld hér hafa ekki farið sömu leið og skuldar fjármálaráðuneytið bíleigendum skýringar á því. Stóru og þungu langflutningabílarnir munu eftir sem áður aka eftir kílómetramæli og greiða þungaskatt samkvæmt eknum kílómetrum, en ekki olíueyðslu. Það verða því litlu fólksbílarnir sem áfram munu aðallega standa undir vegaframkvæmdum í landinu , svo öfugsnúið sem það nú er. Jafnframt því sem nær allir þungaflutningar fara nú fram á landi og umferð langflutningabíla hefur þar af leiðandi stóraukist , hefur verið sýnt fram á að þessi stóru og þungu bílar slíta vegunum þúsundfalt á við fólksbíla. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn langflutningabíll slíti vegunum á við meira en 30 þúsund venjulega fólksbíla. Það nær því ekki nokkurri átt að slíkir bílar greiði hlutfallslega mun minni þungaskatt en léttari bílar. Með vaxandi landflutningum er ljóst að vegakerfið þarf mun meira viðhald og endurbætur, ef vel á vera, og þessvegna eiga þeir sem slíta vegunum mest að greiða það sem þeim ber. Það er svo spurning hvort stjórnvöld gæti gert eitthvað til að stuðla að auknum sjóflutningum milli landshluta. Víða um land hafa á undanförnum árum verið lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og nú er svo komið að margar hafnir eru sáralítið eða ekkert notaðar til sjóflutninga. Þær koma að vísu að góðu gagni fyrir smábáta og bryggjuhátíðir, en það er ekki nóg.