Duran Duran lofa góðri skemmtun 29. júní 2005 00:01 Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“ Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“
Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira