Angela og Schröder takast á 2. september 2005 00:01 Báðir stóru þýsku flokkarnir hafa nú lokið kosningaþingum sínum, þar sem þeir hafa lagt línurnar fyrir sambandsþingskosningarnar 18. september. Á þessum þingum hafa foringjar flokkanna þau Gerhard Schröder og Angela Merkel stappað stálinu í flokksmenn sína og hvatt þá til dáða. Jafnframt því sem þau hafa gert nána grein fyrir stefnu flokka sinna, hafa þau rifið niður stefnuskrá andstæðinganna eins og gengur og gerist í pólitík á Vesturlöndum. Þótt enn sé rúmur hálfur mánuður í kosningarnar, þá verður þeirra eflaust minnst vegna þess hvernig þær bar að, en Schröder samþykkti sjálfur vantraust á stjórn sína svo að forsetinn gæti boðað til kosninga. Þetta hljómar sem öfugmæli í mörgum löndum, og reyndar var þetta gagnrýnt mjög í Þýskalandi og málinu vísað til æðstu dómstóla þar. Úrskurður þeirra var sá að boðun kosninganna væri lögleg, en þetta var eina leiðin fyrir Schröder til að flýta sambandsþingskosningum um eitt ár. Ástæðan fyrir því að kanslarinn vildi flýta kosningunum er einkum sú hvernig komið er fyrir efnahag landsins. Það eiga margir erfitt með að trúa því að stórveldið Þýskaland, þar sem talað var um efnahagsundur eftir stríðshörmungarnar, skuli vera komið í þá stöðu efnahagslega sem það er í nú. Margir halda því fram að sameining þýsku ríkjanna hafi verið dýrkeypt fyrir sameinað Þýskaland, en aðrir segja að ósveigjanlegar reglur á vinnumarkaði eigi mikinn þátt í því hvernig komið sé. Þjóðverjar hafi ekki staðist samkeppni í mörgum greinum atvinnulífsins frá öðrum löndum. Staðreyndin er sú að um fimm milljónir manna eru skráðar atvinnulausar um þessar mundir í Þýskalandi og hefur hvor flokksforingi um sig sína lausn á þeim vanda. Reyndar hratt Schröder kanslari af stað ýmsum breytingum í efnahagslífinu um þær mundir sem hann var að undirbúa að flýta kosningunum, og svo virðist sem þær aðgerðir séu farnar að segja til sín. Fyrir utan karp milli stóru flokkanna um það hvort þau Angela Merkel og Gerhard Schröder eigi að koma fram í einu eða fleiri sjónvarpseinvígjum, gengur umræðan í Þýskalandi mikið út á það hvers konar stjórn taki við að loknum kosningum. Sumir spá því jafnvel að stóru flokkarnir - Jafnaðarmenn og Íhaldsmenn - fari saman i stjórn, þar sem Angela verði kanslari. Jafnaðarmenn og Græningjar muni ekki ná meirihluta, enda séu Jafnaðarmenn búnir að fá sig fullsadda af samstarfinu við Græningja. Það hafi haft í för með sér eilíf vandræði og sé eitt af því sem hafi orðið til þess að Schröder og stjórn hans misstu tiltrú kjósenda. Margt getur gerst á síðustu tveimur vikum kosningabaráttunnar en hæpið er að Jafnaðarmenn nái fyrri styrk sínum á þinginu. Persónutöfrar Schröders og framkoma hans í fjölmiðlum vega þungt í baráttunni framundan, en á móti kemur að Angela Merkel og hennar lið halda uppi harðri gagnrýni á Schröder og verk hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Báðir stóru þýsku flokkarnir hafa nú lokið kosningaþingum sínum, þar sem þeir hafa lagt línurnar fyrir sambandsþingskosningarnar 18. september. Á þessum þingum hafa foringjar flokkanna þau Gerhard Schröder og Angela Merkel stappað stálinu í flokksmenn sína og hvatt þá til dáða. Jafnframt því sem þau hafa gert nána grein fyrir stefnu flokka sinna, hafa þau rifið niður stefnuskrá andstæðinganna eins og gengur og gerist í pólitík á Vesturlöndum. Þótt enn sé rúmur hálfur mánuður í kosningarnar, þá verður þeirra eflaust minnst vegna þess hvernig þær bar að, en Schröder samþykkti sjálfur vantraust á stjórn sína svo að forsetinn gæti boðað til kosninga. Þetta hljómar sem öfugmæli í mörgum löndum, og reyndar var þetta gagnrýnt mjög í Þýskalandi og málinu vísað til æðstu dómstóla þar. Úrskurður þeirra var sá að boðun kosninganna væri lögleg, en þetta var eina leiðin fyrir Schröder til að flýta sambandsþingskosningum um eitt ár. Ástæðan fyrir því að kanslarinn vildi flýta kosningunum er einkum sú hvernig komið er fyrir efnahag landsins. Það eiga margir erfitt með að trúa því að stórveldið Þýskaland, þar sem talað var um efnahagsundur eftir stríðshörmungarnar, skuli vera komið í þá stöðu efnahagslega sem það er í nú. Margir halda því fram að sameining þýsku ríkjanna hafi verið dýrkeypt fyrir sameinað Þýskaland, en aðrir segja að ósveigjanlegar reglur á vinnumarkaði eigi mikinn þátt í því hvernig komið sé. Þjóðverjar hafi ekki staðist samkeppni í mörgum greinum atvinnulífsins frá öðrum löndum. Staðreyndin er sú að um fimm milljónir manna eru skráðar atvinnulausar um þessar mundir í Þýskalandi og hefur hvor flokksforingi um sig sína lausn á þeim vanda. Reyndar hratt Schröder kanslari af stað ýmsum breytingum í efnahagslífinu um þær mundir sem hann var að undirbúa að flýta kosningunum, og svo virðist sem þær aðgerðir séu farnar að segja til sín. Fyrir utan karp milli stóru flokkanna um það hvort þau Angela Merkel og Gerhard Schröder eigi að koma fram í einu eða fleiri sjónvarpseinvígjum, gengur umræðan í Þýskalandi mikið út á það hvers konar stjórn taki við að loknum kosningum. Sumir spá því jafnvel að stóru flokkarnir - Jafnaðarmenn og Íhaldsmenn - fari saman i stjórn, þar sem Angela verði kanslari. Jafnaðarmenn og Græningjar muni ekki ná meirihluta, enda séu Jafnaðarmenn búnir að fá sig fullsadda af samstarfinu við Græningja. Það hafi haft í för með sér eilíf vandræði og sé eitt af því sem hafi orðið til þess að Schröder og stjórn hans misstu tiltrú kjósenda. Margt getur gerst á síðustu tveimur vikum kosningabaráttunnar en hæpið er að Jafnaðarmenn nái fyrri styrk sínum á þinginu. Persónutöfrar Schröders og framkoma hans í fjölmiðlum vega þungt í baráttunni framundan, en á móti kemur að Angela Merkel og hennar lið halda uppi harðri gagnrýni á Schröder og verk hans.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun