Stórþingskosningar í Noregi 6. september 2005 00:01 Spennan fyrir kosningarnar til Stórþingsins í Noregi á mánudag er nú að ná hámarki. Í norskum fjölmiðlum birtast nú skoðanakannanir á hverjum degi, bæði almennt um stöðu stjórnmálaflokkanna í landinu öllu og svo staðbundnar kannanir og kannanir um einstök mál kosningabaráttunnar. Samkvæmt þeim könnunum sem birtar voru í gær er alls ekki fullljóst hverning ríkisstjórn verður mynduð að loknum kosningum. Rauðgrænu flokkarnir svokölluðu með Jens Stoltenberg, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem forsætisráðherraefni hafa fram undir þetta virst nokkuð öruggir um sigur í kosningunum, en nú þegar nær dregur kjördegi hefur heldur dregið úr fylgi við Miðflokkinn, sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir flokkana þrjá á vinstri vængnum. Jafnframt hefur Kristilegi þjóðarflokurinn, flokkur Bondeviks forsætisráðherra, sótt í sig veðrið og það sama er að segja um tvo aðra flokka sem tilheyra borgaraflokkunum, Hægriflokkinn og Framfaraflokkinn. Það er eins með flokkana í Noregi og hér á landi, að sumir þeirra koma betur út í skoðanakönnunum en í kosningunum sjálfum, og aðrir sýna betri árangur í kosningunum en í könnunum fyrir þær. Þeir leiðtogar sem mest hefur borið á í kosningabaráttunni í Noregi eru Bondevik forsætisráðherra og Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, sem líka hefur gegnt starfi forsætisráðherra, þótt stutt væri. Meðal þess sem þessir tveir leiðtogar hafa tekist á um í kosningabaráttunni er einkavæðing ríkisfyrirtækja. Jafnaðarmenn hafa mjög varað við frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja í Noregi en Bondevik hefur á móti bent á að Verkamannaflokurinn hafi selt hlut í mörgum ríkisfyrirtækjum á stuttri valdatíð sinni fyrir nokkrum árum. Þeir benda á að á valdatíma þeirra hafi bæði ríkisolíufyrirtækið Statoil verið sett á markað auk norska símans og hlutur ríkisins í einum öflugasta banka landsins verið seldur og hann sé nú í sænskum höndum. Þrátt fyrir að norska ríkið hafi selt stóran hluta fyrirtækja sem það átti í, er enn af nógu að taka hvað varðar sölu ríkisfyrirtækja í Noregi. Þannig á ríkið enn stóran hlut í Statoil og Norsk Hydro, auk áburðar- og gasframleiðslufyrirtækja, og er stærsti einstaki hluthafinn í stærsta banka Noregs. Umræða um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu er ekki áberandi í norskum fjölmiðlum nú þegar vika er til kosninga. Verkamannaflokkurinn er hlynntur því að Norðmenn gangi í Evrópusambandið og tala um að undirbúa aðildarviðræður á næsta kjörtímabili nái þeir völdum. Væntanlegur samstarfsflokkur þeirra, Sósíalíski vinstri flokkurinn, er hins vegar ekki sömu skoðunar og gæti þetta atriði því orðið ásteytingarsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Kristilegi þjóðarflokkurinn er á móti aðild og Framfaraflokurinn vill bera málið undir þjóðina áður en nokkuð verður aðhafst. Hægri flokkurinn er hlynntur aðild. Afstaða Norðmanna til Evrópusambandsins getur haft mikil áhrif hér á landi og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í þessum málum að loknum Stórþingskosningunum í Noregi á mánudag, þar sem 3,4 milljónir manna hafa kosningarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Spennan fyrir kosningarnar til Stórþingsins í Noregi á mánudag er nú að ná hámarki. Í norskum fjölmiðlum birtast nú skoðanakannanir á hverjum degi, bæði almennt um stöðu stjórnmálaflokkanna í landinu öllu og svo staðbundnar kannanir og kannanir um einstök mál kosningabaráttunnar. Samkvæmt þeim könnunum sem birtar voru í gær er alls ekki fullljóst hverning ríkisstjórn verður mynduð að loknum kosningum. Rauðgrænu flokkarnir svokölluðu með Jens Stoltenberg, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem forsætisráðherraefni hafa fram undir þetta virst nokkuð öruggir um sigur í kosningunum, en nú þegar nær dregur kjördegi hefur heldur dregið úr fylgi við Miðflokkinn, sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir flokkana þrjá á vinstri vængnum. Jafnframt hefur Kristilegi þjóðarflokurinn, flokkur Bondeviks forsætisráðherra, sótt í sig veðrið og það sama er að segja um tvo aðra flokka sem tilheyra borgaraflokkunum, Hægriflokkinn og Framfaraflokkinn. Það er eins með flokkana í Noregi og hér á landi, að sumir þeirra koma betur út í skoðanakönnunum en í kosningunum sjálfum, og aðrir sýna betri árangur í kosningunum en í könnunum fyrir þær. Þeir leiðtogar sem mest hefur borið á í kosningabaráttunni í Noregi eru Bondevik forsætisráðherra og Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, sem líka hefur gegnt starfi forsætisráðherra, þótt stutt væri. Meðal þess sem þessir tveir leiðtogar hafa tekist á um í kosningabaráttunni er einkavæðing ríkisfyrirtækja. Jafnaðarmenn hafa mjög varað við frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja í Noregi en Bondevik hefur á móti bent á að Verkamannaflokurinn hafi selt hlut í mörgum ríkisfyrirtækjum á stuttri valdatíð sinni fyrir nokkrum árum. Þeir benda á að á valdatíma þeirra hafi bæði ríkisolíufyrirtækið Statoil verið sett á markað auk norska símans og hlutur ríkisins í einum öflugasta banka landsins verið seldur og hann sé nú í sænskum höndum. Þrátt fyrir að norska ríkið hafi selt stóran hluta fyrirtækja sem það átti í, er enn af nógu að taka hvað varðar sölu ríkisfyrirtækja í Noregi. Þannig á ríkið enn stóran hlut í Statoil og Norsk Hydro, auk áburðar- og gasframleiðslufyrirtækja, og er stærsti einstaki hluthafinn í stærsta banka Noregs. Umræða um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu er ekki áberandi í norskum fjölmiðlum nú þegar vika er til kosninga. Verkamannaflokkurinn er hlynntur því að Norðmenn gangi í Evrópusambandið og tala um að undirbúa aðildarviðræður á næsta kjörtímabili nái þeir völdum. Væntanlegur samstarfsflokkur þeirra, Sósíalíski vinstri flokkurinn, er hins vegar ekki sömu skoðunar og gæti þetta atriði því orðið ásteytingarsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Kristilegi þjóðarflokkurinn er á móti aðild og Framfaraflokurinn vill bera málið undir þjóðina áður en nokkuð verður aðhafst. Hægri flokkurinn er hlynntur aðild. Afstaða Norðmanna til Evrópusambandsins getur haft mikil áhrif hér á landi og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í þessum málum að loknum Stórþingskosningunum í Noregi á mánudag, þar sem 3,4 milljónir manna hafa kosningarétt.