Ríkisumsvif fækka tækifærum kvenna 7. september 2005 00:01 „Þróunin frá ríkisrekstri yfir í aukinn einkarekstur er of hæg hér á landi að mínu mati. Til dæmis má í auknum mæli fela einkaaðilum ákveðin verkefni á sviði í heilbrigðis- og menntamála þrátt fyrir að ríkið greiði ennþá fyrir þjónustuna. Þá er ég ekki að tala um einkavæðingu heldur samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila á þessum sviðum,“ segir Ásta Möller, nýr framkvæmdastjóri Liðsinnis, sem veitir heilbrigðisþjónustu og -ráðgjöf. Hún bendir á að gengið sé lengra í þessum efnum á Norðurlöndunum þar sem öflugir félagshyggjuflokkar séu starfandi og þekkist vel í Bretlandi undir stjórn Tonys Blair, forsætisráðherrans úr Verkamannaflokknum. Íslendingar séu ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir, nema bara komnir styttra á veg í þessum efnum en aðrir. Þetta muni þokast í rétta átt hér eins og annars staðar. VILJA FARA Í REKSTUR Eins og greint var frá í Markaðinum síðasta miðvikudag þá sameinaðist Liðsinni Sögu heilsu ehf. sem Guðmundur Björnsson læknir átti og stofnaði. Sameinað fyrirtæki tók formlega til starfa 1. september síðastliðinn. Guðmundur mun gegna trúnaðarlækningum hjá fyrirtækinu og er læknisfræðilegur ráðgjafi þess. Ásta segir þetta vera eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Um 35 manns starfi hjá því. Liðsinni skiptist í þrjú svið. Heilbrigðissvið hefur 25 hjúkrunarfræðinga á sínum snærum sem annast hjúkrun, ummönnun, bólusetningar og fleira inni á stofnunum, í fyrirtækjum og á heimilum. Ráðgjafarsvið býður upp á fjölbreytta fræðslu og stuðning um heilbrigði og lífsstíl og heldur utan um þjónustusamninga um heilsu- og vinnuvernd í fyrirtækjum. Þróunarsvið þróar frekar þjónustu Liðsinnis í einkarekstri á heilbrigðissviði. „Við höfum alltaf sagt að við erum tilbúin að fara í beinan rekstur. Þegar rekstur heilsugæslunnar í Salahverfi var boðinn út tókum við þátt ásamt fjórum öðrum. Að baki okkar tilboði voru hjúkrunarfræðingar og læknar í samstarfi. Framtíðarsýn okkar byggir á því að meira verði gert af þessu þótt lítið sé í kortunum í dag sem bendi til þess. Bæði aðilar innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafa talað í þessa átt,“ segir Ásta. Hún segir það slæma þróun að opinberar stofnanir í heilbrigðisþjónustunni þrengi að fyrirtækjum með því að fara inn á ný svið. „Það gerist ekki vegna þess að fólk þar innanhúss sé svo illa innrætt heldur vegna þess að þar er hæft fólk sem þekkir möguleikana og vill takast á við nýja hluti. Það áttar sig hins vegar ekki á að með því að færa út kvíarnar er verið að þrengja að einkaaðilum og koma í veg fyrir að þeir láti til sín taka.“ MINNA SVIGRÚM FYRIR KONUR Ásta veltir oft upp spurningunni af hverju konur séu ekki meira áberandi í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja. Hún er í varastjórn Viðskiptaráðs Íslands og hefur rætt um það á þeim vettvangi og fleirum. „Ein skýringin gæti verið sú að margar konur mennta sig og starfa á þeim sviðum þar sem ríkið er umsvifamikið, eins og innan heilbrigðis- og menntageirans. Með því að halda uppi miklum ríkisrekstri í þessum greinum er um leið verið að takmarka möguleika kvenna til að nýta þekkingu sína og hæfileika til að reka fyrirtæki á þessum sviðum. Það þarf að opna þetta meira. Almennt séð má segja að konur eru varkárar í rekstri fyrirtækja og þeim er vel treystandi til að halda utan um svona rekstur því hann getur verið viðkvæmur.“ Ásta var formaður félags hjúkrunarfræðinga í tíu ár og eitt af hennar verkefnum var að semja um launakjör. Eftir að hafa stöðugt verið að semja við ríkið, sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir áttaði hún sig á því hvað hjúkrunarfræðingar höfðu í rauninni lítið val um vinnuveitendur. Ríkið hefði nánast haft einkarétt á starfskröftum þeirra. Hún hefði meðal annars varið mjög samning um sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga við Tryggingastofnun. „Þegar ég hætti sem formaður árið 1999 var ég og tvær vinkonur mínar farnar að ræða um þessa hugmynd að stofna fyrirtæki sem myndi útvega stofnunum hjúkrunarfræðinga til starfa þegar á þyrfti að halda. Árið 2001 fórum við af stað og vorum í nánu samstarfi við sænska aðila. Ein okkar, Anna Sigrún Baldursdóttir, hafði kynnst samskonar fyrirtæki þegar hún var að störfum í Stokkhólmi,“ segir Ásta. Fyrir marga stjórnendur stofnana hafi þetta verið guðsgjöf. Þarna höfðu þeir tækifæri til að fá utanaðkomandi og reynslumikla hjúkrunarfræðinga til starfa þegar mikið álag var á þeirra eigin fólki. Kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag hafi jafnvel verið minni en við að kalla fólk í yfirvinnu á milli vakta. SLASAÐIST Í AMAZING RACE Eftir tveggja ára starf þróaðist fyrirtækið áfram í kjölfar þess að fyrirspurnir um annars konar verkefnu fóru að berast. Ásta nefnir sem dæmi að í eitt skipti var óskað eftir því að hjúkrunarfræðingur fylgdi veikum farþega á skemmtiferðaskipi til útlanda. Þegar heilahimnubólgutilfelli kom upp í álverinu í Straumsvík var hringt í Liðsinni klukkan átta um kvöldið og hópur hjúkrunarfræðinga var mættur morguninn eftir til að bólusetja alla starfsmenn. Við upptökur á sjónvarpsþættinum Amazing Race slasaðist þátttakandi lítillega og liðsmenn Ástu voru kallaðir á staðinn til að meta ástandið og aðstoða fólkið. „Það var alltaf töluverð hætta fólgin í því að vera háður opinberum stofnunum um verkefni þó það gengi vel. Síðasta haust fórum við að horfa meira í kringum okkur eftir frekari tækifærum. Þá gerðist það að Lovísa Ólafsdóttir iðjuþjálfi kom til liðs við okkur með sína starfsemi. Hún hefur verið með heilsuvernd í fyrirtækjum, tekið út vinnuumhverfi, samskipti á vinnustað og nú erum við byrjuð með námskeið til að hætta að reykja.“ Ásta segir fyrirtækin tilbúin til að borga fyrir þjónustuna og margir geri þjónustusamninga um heilsuverndina. Þeir séu ólíkir en kosti kannski í kringum hálfan sígarettupakka á mánuði fyrir hvern starfsmann. Ávinningurinn sé mikill bæði fyrir starfsmenn og fyrirtæki. „Í kringum reykingarnar hefur til dæmis verið fundið út að starfsmaður sem reykir kostar fyrirtækið 250 þúsund krónur á ári í auknum veikindaforföllum, vegna reykingarhléa og fleira. Það er því til mikils að vinna,“ segir Ásta. ÁFRAM Í PÓLITÍK Samhliða öðrum störfum hefur Ásta stundað meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og á einungis eftir ritgerð sem hún vinnur nú að. „Þetta er búið að vera ofboðslega gaman og ég er bara stolt af mér,“ segir hún og er ánægð með að hafa tekið þessa ákvörðun eftir að ljóst var að hún yrði ekki áfram þingmaður. Þrátt fyrir það hefur hún verið mikið inni á Alþingi enda fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Aðspurð segir hún engu breyta varðandi metnað sinn í pólitík að hún sé nú orðinn framkvæmdastjóri Liðsinnis. „Ég hef áhuga á að beita mér áfram í pólitík. Ég vil halda þar áfram ef ég fæ stuðning til þess. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á reynslumiklum konum að halda. Ég hef reynslu af þingstörfum og störfum í heilbrigðisþjónustunni, hef verið verkalýðsforingi og er nú atvinnurekandi,“ segir Ásta Möller. Hádegisverðurinn Héðan og þaðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Þróunin frá ríkisrekstri yfir í aukinn einkarekstur er of hæg hér á landi að mínu mati. Til dæmis má í auknum mæli fela einkaaðilum ákveðin verkefni á sviði í heilbrigðis- og menntamála þrátt fyrir að ríkið greiði ennþá fyrir þjónustuna. Þá er ég ekki að tala um einkavæðingu heldur samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila á þessum sviðum,“ segir Ásta Möller, nýr framkvæmdastjóri Liðsinnis, sem veitir heilbrigðisþjónustu og -ráðgjöf. Hún bendir á að gengið sé lengra í þessum efnum á Norðurlöndunum þar sem öflugir félagshyggjuflokkar séu starfandi og þekkist vel í Bretlandi undir stjórn Tonys Blair, forsætisráðherrans úr Verkamannaflokknum. Íslendingar séu ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir, nema bara komnir styttra á veg í þessum efnum en aðrir. Þetta muni þokast í rétta átt hér eins og annars staðar. VILJA FARA Í REKSTUR Eins og greint var frá í Markaðinum síðasta miðvikudag þá sameinaðist Liðsinni Sögu heilsu ehf. sem Guðmundur Björnsson læknir átti og stofnaði. Sameinað fyrirtæki tók formlega til starfa 1. september síðastliðinn. Guðmundur mun gegna trúnaðarlækningum hjá fyrirtækinu og er læknisfræðilegur ráðgjafi þess. Ásta segir þetta vera eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Um 35 manns starfi hjá því. Liðsinni skiptist í þrjú svið. Heilbrigðissvið hefur 25 hjúkrunarfræðinga á sínum snærum sem annast hjúkrun, ummönnun, bólusetningar og fleira inni á stofnunum, í fyrirtækjum og á heimilum. Ráðgjafarsvið býður upp á fjölbreytta fræðslu og stuðning um heilbrigði og lífsstíl og heldur utan um þjónustusamninga um heilsu- og vinnuvernd í fyrirtækjum. Þróunarsvið þróar frekar þjónustu Liðsinnis í einkarekstri á heilbrigðissviði. „Við höfum alltaf sagt að við erum tilbúin að fara í beinan rekstur. Þegar rekstur heilsugæslunnar í Salahverfi var boðinn út tókum við þátt ásamt fjórum öðrum. Að baki okkar tilboði voru hjúkrunarfræðingar og læknar í samstarfi. Framtíðarsýn okkar byggir á því að meira verði gert af þessu þótt lítið sé í kortunum í dag sem bendi til þess. Bæði aðilar innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafa talað í þessa átt,“ segir Ásta. Hún segir það slæma þróun að opinberar stofnanir í heilbrigðisþjónustunni þrengi að fyrirtækjum með því að fara inn á ný svið. „Það gerist ekki vegna þess að fólk þar innanhúss sé svo illa innrætt heldur vegna þess að þar er hæft fólk sem þekkir möguleikana og vill takast á við nýja hluti. Það áttar sig hins vegar ekki á að með því að færa út kvíarnar er verið að þrengja að einkaaðilum og koma í veg fyrir að þeir láti til sín taka.“ MINNA SVIGRÚM FYRIR KONUR Ásta veltir oft upp spurningunni af hverju konur séu ekki meira áberandi í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja. Hún er í varastjórn Viðskiptaráðs Íslands og hefur rætt um það á þeim vettvangi og fleirum. „Ein skýringin gæti verið sú að margar konur mennta sig og starfa á þeim sviðum þar sem ríkið er umsvifamikið, eins og innan heilbrigðis- og menntageirans. Með því að halda uppi miklum ríkisrekstri í þessum greinum er um leið verið að takmarka möguleika kvenna til að nýta þekkingu sína og hæfileika til að reka fyrirtæki á þessum sviðum. Það þarf að opna þetta meira. Almennt séð má segja að konur eru varkárar í rekstri fyrirtækja og þeim er vel treystandi til að halda utan um svona rekstur því hann getur verið viðkvæmur.“ Ásta var formaður félags hjúkrunarfræðinga í tíu ár og eitt af hennar verkefnum var að semja um launakjör. Eftir að hafa stöðugt verið að semja við ríkið, sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir áttaði hún sig á því hvað hjúkrunarfræðingar höfðu í rauninni lítið val um vinnuveitendur. Ríkið hefði nánast haft einkarétt á starfskröftum þeirra. Hún hefði meðal annars varið mjög samning um sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga við Tryggingastofnun. „Þegar ég hætti sem formaður árið 1999 var ég og tvær vinkonur mínar farnar að ræða um þessa hugmynd að stofna fyrirtæki sem myndi útvega stofnunum hjúkrunarfræðinga til starfa þegar á þyrfti að halda. Árið 2001 fórum við af stað og vorum í nánu samstarfi við sænska aðila. Ein okkar, Anna Sigrún Baldursdóttir, hafði kynnst samskonar fyrirtæki þegar hún var að störfum í Stokkhólmi,“ segir Ásta. Fyrir marga stjórnendur stofnana hafi þetta verið guðsgjöf. Þarna höfðu þeir tækifæri til að fá utanaðkomandi og reynslumikla hjúkrunarfræðinga til starfa þegar mikið álag var á þeirra eigin fólki. Kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag hafi jafnvel verið minni en við að kalla fólk í yfirvinnu á milli vakta. SLASAÐIST Í AMAZING RACE Eftir tveggja ára starf þróaðist fyrirtækið áfram í kjölfar þess að fyrirspurnir um annars konar verkefnu fóru að berast. Ásta nefnir sem dæmi að í eitt skipti var óskað eftir því að hjúkrunarfræðingur fylgdi veikum farþega á skemmtiferðaskipi til útlanda. Þegar heilahimnubólgutilfelli kom upp í álverinu í Straumsvík var hringt í Liðsinni klukkan átta um kvöldið og hópur hjúkrunarfræðinga var mættur morguninn eftir til að bólusetja alla starfsmenn. Við upptökur á sjónvarpsþættinum Amazing Race slasaðist þátttakandi lítillega og liðsmenn Ástu voru kallaðir á staðinn til að meta ástandið og aðstoða fólkið. „Það var alltaf töluverð hætta fólgin í því að vera háður opinberum stofnunum um verkefni þó það gengi vel. Síðasta haust fórum við að horfa meira í kringum okkur eftir frekari tækifærum. Þá gerðist það að Lovísa Ólafsdóttir iðjuþjálfi kom til liðs við okkur með sína starfsemi. Hún hefur verið með heilsuvernd í fyrirtækjum, tekið út vinnuumhverfi, samskipti á vinnustað og nú erum við byrjuð með námskeið til að hætta að reykja.“ Ásta segir fyrirtækin tilbúin til að borga fyrir þjónustuna og margir geri þjónustusamninga um heilsuverndina. Þeir séu ólíkir en kosti kannski í kringum hálfan sígarettupakka á mánuði fyrir hvern starfsmann. Ávinningurinn sé mikill bæði fyrir starfsmenn og fyrirtæki. „Í kringum reykingarnar hefur til dæmis verið fundið út að starfsmaður sem reykir kostar fyrirtækið 250 þúsund krónur á ári í auknum veikindaforföllum, vegna reykingarhléa og fleira. Það er því til mikils að vinna,“ segir Ásta. ÁFRAM Í PÓLITÍK Samhliða öðrum störfum hefur Ásta stundað meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og á einungis eftir ritgerð sem hún vinnur nú að. „Þetta er búið að vera ofboðslega gaman og ég er bara stolt af mér,“ segir hún og er ánægð með að hafa tekið þessa ákvörðun eftir að ljóst var að hún yrði ekki áfram þingmaður. Þrátt fyrir það hefur hún verið mikið inni á Alþingi enda fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Aðspurð segir hún engu breyta varðandi metnað sinn í pólitík að hún sé nú orðinn framkvæmdastjóri Liðsinnis. „Ég hef áhuga á að beita mér áfram í pólitík. Ég vil halda þar áfram ef ég fæ stuðning til þess. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á reynslumiklum konum að halda. Ég hef reynslu af þingstörfum og störfum í heilbrigðisþjónustunni, hef verið verkalýðsforingi og er nú atvinnurekandi,“ segir Ásta Möller.
Hádegisverðurinn Héðan og þaðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent