Breytingar mestar fyrir flokkinn 7. september 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrirhreyfingarinnar - græns framboðs, segir að pólitíkin á Íslandi muni breytast í kjölfar þess að Davíð Oddsson hverfur af vettvangi þeirra, en hann tilkynnti sem kunnugt er að hann hygðist standa upp úr stól utanríkisráðherra 27. september næstkomandi. Steingrímur segir að breytingarnar séu mestar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það eigi eftir að koma í ljós hvernig sjálfstæðismönnum takist að vinna úr þeim. Steingrímur segir Davíð hafa verið sterkan foringja sem stjórnað hafi með sínum stíl og harðri hendi. Hann hafi viðurkennt það sjálfur að hann hafi ekki verið sérstaklega umburðarlyndur gagnvart uppsteyt eða óþægð, en hann hafi tekið fyrsta kjörtímabil sitt sem formaður Sjálfstæðisflokksins til þess að sýna mönnum hvað biði þeirra sem væru óþægir. Sagan segi að flokkar eigi oft í talsverðum erfiðleikum með að fóta sig eftir að tímar svona sterka leiðtoga líða undir lok. Steingrímur óskar þeim mönnum sem nú taka við nýjum störfum í flokknum og ríkisstjórn velfarnaðar en segir kapalinn mjög fyrirsjáanlegan hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem goggunarröðin gildi, en fyrst og síðast vilji hann óska Davíð Oddssyni alls góðs á nýjum vettvangi og sérstaklega góðrar heilsu og langra lífdaga. Steingrímur segir flestallt hafa gerst eftir bókinni nema það eitt að Davíð skuli fara inn í Seðlabankann. Hann hafi frekar átt von á því að Davíð vildi njóta lífsins og hægja á sér. Spurður hvort hann telji að Davíð verði pólitískur seðlabankastjóri segir Steingrímur að hann hafi engar áhyggjur af því að hann verði það umfram aðra sem verið hafi í sömu sporum, en hann fylgi í fótspor Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Steingríms Hermannssonar. Hann hafi lengi sýslað við efnahagsmál þannig að hann sé enginn viðvaningur á því sviði. Steingrímur segir þó að það megi spyrja að því að maður sem komi úr ríkisstjórn sem hafi keyrt ákveðna efnahags- og atvinnustefnu sem Seðlabankinn hafi að hluta til verið að glíma við komi inn í Seðlabankann. Hann hafi þó enga ástæðu til annars en að ætla að Davíð reyni að sýna fagmennsku og yfirvegun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrirhreyfingarinnar - græns framboðs, segir að pólitíkin á Íslandi muni breytast í kjölfar þess að Davíð Oddsson hverfur af vettvangi þeirra, en hann tilkynnti sem kunnugt er að hann hygðist standa upp úr stól utanríkisráðherra 27. september næstkomandi. Steingrímur segir að breytingarnar séu mestar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það eigi eftir að koma í ljós hvernig sjálfstæðismönnum takist að vinna úr þeim. Steingrímur segir Davíð hafa verið sterkan foringja sem stjórnað hafi með sínum stíl og harðri hendi. Hann hafi viðurkennt það sjálfur að hann hafi ekki verið sérstaklega umburðarlyndur gagnvart uppsteyt eða óþægð, en hann hafi tekið fyrsta kjörtímabil sitt sem formaður Sjálfstæðisflokksins til þess að sýna mönnum hvað biði þeirra sem væru óþægir. Sagan segi að flokkar eigi oft í talsverðum erfiðleikum með að fóta sig eftir að tímar svona sterka leiðtoga líða undir lok. Steingrímur óskar þeim mönnum sem nú taka við nýjum störfum í flokknum og ríkisstjórn velfarnaðar en segir kapalinn mjög fyrirsjáanlegan hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem goggunarröðin gildi, en fyrst og síðast vilji hann óska Davíð Oddssyni alls góðs á nýjum vettvangi og sérstaklega góðrar heilsu og langra lífdaga. Steingrímur segir flestallt hafa gerst eftir bókinni nema það eitt að Davíð skuli fara inn í Seðlabankann. Hann hafi frekar átt von á því að Davíð vildi njóta lífsins og hægja á sér. Spurður hvort hann telji að Davíð verði pólitískur seðlabankastjóri segir Steingrímur að hann hafi engar áhyggjur af því að hann verði það umfram aðra sem verið hafi í sömu sporum, en hann fylgi í fótspor Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Steingríms Hermannssonar. Hann hafi lengi sýslað við efnahagsmál þannig að hann sé enginn viðvaningur á því sviði. Steingrímur segir þó að það megi spyrja að því að maður sem komi úr ríkisstjórn sem hafi keyrt ákveðna efnahags- og atvinnustefnu sem Seðlabankinn hafi að hluta til verið að glíma við komi inn í Seðlabankann. Hann hafi þó enga ástæðu til annars en að ætla að Davíð reyni að sýna fagmennsku og yfirvegun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira