Klukka gengur á fleiri en skákmenn 7. september 2005 00:01 Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi. Davíð segir að heilsufarsástæður ráði ekki ákvörðun sinni, en hann átti við veikindi að stríða og gekkst undir uppskurði á síðasta ári. "Maður fékk svona ákveðna áminningu um að klukkan tifar og hún gengur á fleiri en skákmenn. Allir þurfa að huga að því. Auðvitað var það svo að síðastliðið ár var ég ekki alveg á fleygiferð. Það fór tími í endurhæfingu og meðferðir. Þótt þær hafi ekki verið erfiðar né kvalafullar í sjálfu sér þá drógu þær úr afli og krafti meðan á því stóð. Ég tel mig vera kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi. Það fer ekki hjá því þegar þú færð gult spjald að þá horfir þú á það og hagar þér aðeins betur til að fá ekki rautt." Forsætisráðherra skipaði í gær Davíð í embætti seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann verður formaður bankastjórnarinnar og tekur við starfinu 20. október af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samráðherrar Davíðs segja fulla sátt um tillögur hans um breytta skipan ráðherra í ríkisstjórninni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á ríkisráðsfundinum í lok mánaðarins tekur Geir H. Haarde við embætti utanríkisráðherra, Árni Mathiesen tekur við embætti fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinnsson verður sjávarútvegsráðherra. "Það er mikil eftirsjá af Davíð þegar hann hverfur út úr stjórnmálunum. Við taka nýir tímar og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum," segir Geir. Aðspurður á blaðamannafundi í gær kvað Davíð Oddsson sjónir manna beinast að Geir H. Haarde sem eftirmanni á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. "Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð og vísaði þar til landsfundarins í næsta mánuði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi. Davíð segir að heilsufarsástæður ráði ekki ákvörðun sinni, en hann átti við veikindi að stríða og gekkst undir uppskurði á síðasta ári. "Maður fékk svona ákveðna áminningu um að klukkan tifar og hún gengur á fleiri en skákmenn. Allir þurfa að huga að því. Auðvitað var það svo að síðastliðið ár var ég ekki alveg á fleygiferð. Það fór tími í endurhæfingu og meðferðir. Þótt þær hafi ekki verið erfiðar né kvalafullar í sjálfu sér þá drógu þær úr afli og krafti meðan á því stóð. Ég tel mig vera kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi. Það fer ekki hjá því þegar þú færð gult spjald að þá horfir þú á það og hagar þér aðeins betur til að fá ekki rautt." Forsætisráðherra skipaði í gær Davíð í embætti seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann verður formaður bankastjórnarinnar og tekur við starfinu 20. október af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samráðherrar Davíðs segja fulla sátt um tillögur hans um breytta skipan ráðherra í ríkisstjórninni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á ríkisráðsfundinum í lok mánaðarins tekur Geir H. Haarde við embætti utanríkisráðherra, Árni Mathiesen tekur við embætti fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinnsson verður sjávarútvegsráðherra. "Það er mikil eftirsjá af Davíð þegar hann hverfur út úr stjórnmálunum. Við taka nýir tímar og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum," segir Geir. Aðspurður á blaðamannafundi í gær kvað Davíð Oddsson sjónir manna beinast að Geir H. Haarde sem eftirmanni á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. "Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð og vísaði þar til landsfundarins í næsta mánuði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira