Um helmingur bankastjóra ráðherrar 9. september 2005 00:01 Davíð Oddsson verður sautjándi bankastjóri Seðlabankans þegar hann tekur við því embætti 20. október næstkomandi. Seðlabanki Íslands var stofnaður 1961 en áður hafði Landsbanki Íslands gegnt hlutverki seðlabanka allt frá árinu 1927. Af sautján seðlabankastjórum hafa tólf verið pólitískt ráðnir. Þeir hafa ýmist gegnt þingstörfum og ráðherrastörfum eða starfað í innsta hring stjórnmálaflokks. Fimm bankastjórar hafa bakgrunn úr efnahagsgeiranum og hafa unnið sig upp í stöðu bankastjóra Seðlabankans. Þar á meðal er Jóhannes Nordal, sem hefur lengst verið starfandi bankastjóri, frá stofnun bankans 1961 allt til 1993, eða í 28 ár. Einn hinna fimm gegndi stöðunni einungis tímabundið. Það var Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, sem var settur í stöðuna eftir að Finni Ingólfssyni var veitt lausn frá embætti. Átta ráðherrar bankastjórar Nær helmingur seðlabankastjóra hefur áður gegnt ráðherraembættum ef einn ráðherra sem ekki var þingmaður er meðtalinn, framsóknarmaðurinn Vilhjálmur Þór, eða átta af sautján. Fjórir eru úr Framsóknarflokki, þrír úr Sjálfstæðisflokki og einn úr Alþýðuflokki. Alls hafa sex framsóknarmenn gegnt stöðu bankastjóra og hafa þrír þeirra gegnt ráðherraembætti á vegum flokksins. Það eru þeir Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfsson. Hinir framsóknarmennirnir þrír, Vilhjálmur Þór, sem reyndar var utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra í utanþingsstjórn 1942-1944, Sigtryggur Klemensson og Jón Sigurðsson, voru meðal helstu trúnaðarmanna forystu Framsóknarflokksins um áratugabil. Sjálfstæðismenn hafa átt fjóra bankastjóra að Davíð Oddssyni meðtöldum. Auk Davíðs hafa ráðherrarnir Birgir Ísleifur Gunnarsson og Geir Hallgrímsson horfið úr stjórnmálum í Seðlabankann en fjórði Sjálfstæðismaðurinn var Davíð Ólafsson, þingmaður flokksins. Vinstriflokkarnir hafa átt tvo Seðlabankastjóra. Sá fyrri var úr Sósíalistaflokknum og fyrsti Seðlabankastjóri úr þeim armi stjórnmálanna, Guðmundur Hjartarson. Hinn síðari er Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins. Gagnrýni á ráðningar Pólitískar ráðningar í stöðu Seðlabankastjóra hafa löngum hlotið gagnrýni. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem fundið hafa að ráðningunum. Hún var ein þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands 2003 þess eðlis að auglýsa skyldi stöðu bankastjóra lausa. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar hefðu reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. Í umræðum um frumvarpið sagði Jóhanna: "Það er eins og staða Seðlabankastjóra sé eins konar pólitískt hæli fyrir stjórnmálamenn þegar þeir hætta störfum og það er auðvitað erfitt að þurfa að búa við slíka tímaskekkju í stjórnkerfinu." Þorvaldur Gylfason hagfræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið í október 1994 og gagnrýndi þar ráðningu Steingríms Hermannssonar í stól Seðlabankastjóra. Þar sagði Þorvaldur: "Og nú er svo komið, að sá stjórnmálaleiðtogi landsins, sem jafnan hefur verið hægt að treysta best til að fjalla óskynsamlega um efnahags- og fjármál þjóðarinnar á undanförnum árum, er orðinn bankastjóri í Seðlabanka Íslands. Yfirgripsmikil vanþekking hans á efnahagsmálum er rómuð langt út fyrir landsteinana. Hann hefur lýst því yfir, að vestrænar hagstjórnaraðferðir eigi ekki við á Íslandi og öðru eftir því, og er nú orðinn einn helsti efnahagsráðunautur ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar. Einn fyrirferðarmesti holdgervingur fortíðarvandans er orðinn yfirmaður bankaeftirlitsins!" Stöðunni á ekki að úthluta pólitískt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðlabankanum, segir að stöðu Seðlabankastjóra eigi ekki að úthluta pólitískt. Hún var einn þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarpið sem nefnt var hér að ofan. "Þeir sem veljast til starfs Seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði. Þó að menn geti verið mætir og gegnir og allra góðra gjalda verðir er ekki þar með sagt að þeir passi endilega í starf Seðalbankastjóra," segir Ingibjörg Sólrún. "Ég lít svo á að í slíkt starf, sem skiptir jafn miklu máli fyrir efnahagsstjórnina, þufi meira til. Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efnahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála," segir hún. Sigurður Snævarr, fulltrúi hagfræðinga í Félagi viðskipta- og hagfræðinga, er annarrar skoðunar. Hann segir að stjórn Seðlabankans sé ekki hagfræðilegt úrlausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum muni nýtast honum og bankanum mjög vel. "Það skiptir öllu máli að bankinn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Það skiptir líka verulegu máli að Seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list. Ég hef mikla trú á hagfræði og hagfræðingum en mér finnst fráleitt að það sé skilyrði til að gegn þessu starfi að menn hafi einhvern sérstakan bakgrunn," segir Sigurður. Ekki einu sinni í Afríku Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að löggjöf um seðlabanka hafi breyst til batnaðar undangengin ár í flestum nálægum löndum og einnig hér heima með nýju Seðlabankalögunum frá 2001. "Höfuðmarkmið breytinganna var að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins til að draga úr hættunni á því, að skammsýnir stjórnmálamenn valdi skaða, til dæmis með því að beita völdum sínum til þess að fá seðlabankastjóra til að prenta peninga til að fjármagna atkvæðakaup fyrir kosningar," segir Þorvaldur. "Af þessum sökum þykir það nú brýnt, að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönkum. Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Sums staðar, til dæmis í Ísrael, hafa menn jafnvel sótt seðlabankastjóra til útlanda einmitt til að draga sem allra mest úr hættunni á hagsmunatengslum bankastjóra við stjórnmálamenn og flokka innan lands," segir Þorvaldur. "Við þetta bætist það, að seðlabankastjórn hefur undangengin ár kallað í auknum mæli á yfirgripsmikla sérþekkingu á efnahagsmálum, sérþekkingu af því tagi sem menn hafa yfirleitt ekki tök á að afla sér nema þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir hagfræðingar eða þaulreyndir bankamenn," segir hann. "Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðssonar í stöðu seðlabankastjóra fyrir fáeinum misserum var sama marki brennd, og hið sama er að segja um ráðningu til dæmis Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Steingríms Hermannssonar á sínum tíma, enda voru þeir ráðnir á allt öðrum forsendum, yfirleitt til að greiða götu þeirra út úr stjórnmálum," segir Þorvaldur. "Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðlabankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gildir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynst í ólgusjó stjórnmálanna," segir hann. Bankastjórn Seðlabanka Íslands frá stofnun bankans 1961:Jóhannes Nordal 1961-1993 Menntun: Doktorspróf í hagfræði frá University of London Fyrri störf: Hagfræðingur Landsbanka Íslands 1954-1958. Settur bankastjóri Landsbankans 1958. Bankastjóri Seðlabankans 1961. Jón G. Maríasson 1961-1967 Menntun: Verslunarnám í Kaupmannahöfn. Fyrri störf: Starfaði hjá Landsbankanum frá 1919-1957, bankastjóri Landsbankans 1945-1957. Bankastjóri Seðlabanka Íslands 1957-1967. Vilhjálmur Þór 1961-1964 Menntun: skyldunám Fyrri störf: Ýmis störf hjá KEA frá unga aldri. Framkvæmdastjóri KEA 1923-1940 og einn af helstu trúnaðarmönnum forystu Framsóknarflokksins um áratugabil. Aðalræðismaður Íslands fyrir Bandaríkin 1940-1942. Utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra í utanþingsstjórn 1942-1944. Bankastjóri Landsbankans 1940-1941, 1944-1946 og 1954-1957. Forstjóri SÍS 1946-1954. Aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands 1957-1961, þá skipaður bankastjóri Seðlabankans eftir nýju Seðlabankalögunum. Sigtryggur Klemensson 1966-1971 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í tolla- og skattalöggjöf í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Fyrri störf: Hafði eftirlit með tollgæslu utan Reykjavíkur 1938-1948. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1939. Forstöðumaður Skömmtunarskrifstofu ríkisins 1939-1947. Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 1952-1966. Í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil. Davíð Ólafsson 1967-1986 Menntun: Hagfræðipróf frá Kiel. Fyrri störf: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1963-1967. Varaþingmaður 1959-1963. Fiskimálastjóri 1940—1967. Svanbjörn Frímannsson 1971-1973 Menntun: Nám í bankafræðum og tungumálum í Danmörku og Þýskalandi veturinn 1928-1929 og í London 1935-1936. Fyrri störf: Starfaði hjá Íslandsbanka og síðar Útvegsbanka Íslands á Akureyri 1920-1935. Starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1936, sem aðalféhirðir 1937-1942, aðalbókari og aðstoðarbankastjóri 1945-1957, og bankastjóri frá 1957 til 1970. Guðmundur Hjartarson 1974-1984 Menntun: Skyldunám. Fyrri störf: Starfsmaður Sósíalistaflokksins 1946-56 og forstjóri Innflutningsskrifstofunnar 1956-60. Vann ýmis störf fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1960. Tómas Árnason 1985-1993 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í alþjóðaverslunarrétti við Harvard Law School, Bandaríkjunum. Fyrri störf: Þingmaður Framsóknarflokksins 1974-1985. Varaþingmaður á árunum 1954-1959 og 1967-1974. Fjármálaráðherra 1987-1979. Viðskiptaráðherra 1980-1983. Geir Hallgrímsson 1986-1990 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í lögfræði og hagfræði eitt ár við Harvard Law School, Bandaríkjunum. Fyrri störf: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1970-1983. Varaþingmaður á árunum 1960-1970. Forsætisráðherra 1974-1978. Utanríkisráðherra 1983-1986. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1971-1973, formaður flokksins 1973-1983 Steingrímur Hermannsson 1994-1998 Menntun: Verkfræðipróf frá California Institute of Technology í Pasadena. Fyrri störf: Þingmaður Framsóknarflokksins 1971-1984. Dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra 1978-1979. Sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-1983. Forsætisráðherra 1983-1987 og 1988-1991. Utanríkisráðherra 1987-1988. Jón Sigurðsson 1993-1994 Menntun: Próf í þjóðhagfræði frá London School of Economics. Fyrri störf: Efnahagsstofnun 1964-1971. Forstöðumaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-1974. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar 1974-1986 Þingmaður Alþýðuflokksins 1987-1993. Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987-1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988-1993. Finnur Ingólfsson 2000-2002 Menntun: Viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands Fyrri störf: Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1983-1987. Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1987-1991. Þingmaður Framsóknarflokksins 1991-1999. Formaður þingflokks framsóknarmanna 1994-1995. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995-1999. Ingimundur Friðriksson 2002-2003 Menntun: Hagfræðipróf frá University of West Virginia. Fyrri störf: Hagfræðingur hjá Seðlabankanum 1975-1982 og 1984-1986. Forstöðumaður alþjóðadeildar 1986-1991. Aðstoðarmaður fastafulltrúa Norðurlandanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1982-1984. Fastafulltrúi 1991-1993. Ráðunautur bankastjórnar Seðlabankans 1993-1994. Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans frá 1994. Settur tímabundið í starf bankastjóra eftir að Finni Ingólfssyni var veitt lausn frá embætti. Núverandi bankastjórn: Birgir Ísleifur Gunnarsson 1991-2005 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands Fyrri störf: Lögmaður 1963—l972. Borgarstjóri í Reykjavík frá desember 1972-1978. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1979-1991. Menntamálaráðherra 1987-1988. Eiríkur Guðnason 1994- Menntun: Hagfræðipróf frá Háskóla Íslands Fyrri störf: Hefur starfað í bankanum frá árinu 1969, fyrst sem fulltrúi, þá deildarstjóri og svo hagfræðingur bankans frá 1984-1986. Aðstoðarbankastjóri 1987-1994. Jón Sigurðsson 2003- Menntun: Doktorspróf í menntunarfræði og fræðslustjórnun frá Bandaríkjunum. MBA í rekstrarhagfræði. Fyrri störf: Ritstjóri Tímans 1978-1981. Skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst 1981-1988. Rektor Samvinnuháskólans á Bifröst 1988-1991. Framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins (sameinað í Samtök atvinnulífsins) 1997-1999. Ýmis trúnaðarstörf á vegum Framsóknarflokksins, sat í miðstjórn flokksins 1978-1981. Tekur við af Birgi Ísleifi í október næstkomandi: Davíð Oddsson 2005- Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Fyrri störf: Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. Forsætisráðhera 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Davíð Oddsson verður sautjándi bankastjóri Seðlabankans þegar hann tekur við því embætti 20. október næstkomandi. Seðlabanki Íslands var stofnaður 1961 en áður hafði Landsbanki Íslands gegnt hlutverki seðlabanka allt frá árinu 1927. Af sautján seðlabankastjórum hafa tólf verið pólitískt ráðnir. Þeir hafa ýmist gegnt þingstörfum og ráðherrastörfum eða starfað í innsta hring stjórnmálaflokks. Fimm bankastjórar hafa bakgrunn úr efnahagsgeiranum og hafa unnið sig upp í stöðu bankastjóra Seðlabankans. Þar á meðal er Jóhannes Nordal, sem hefur lengst verið starfandi bankastjóri, frá stofnun bankans 1961 allt til 1993, eða í 28 ár. Einn hinna fimm gegndi stöðunni einungis tímabundið. Það var Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, sem var settur í stöðuna eftir að Finni Ingólfssyni var veitt lausn frá embætti. Átta ráðherrar bankastjórar Nær helmingur seðlabankastjóra hefur áður gegnt ráðherraembættum ef einn ráðherra sem ekki var þingmaður er meðtalinn, framsóknarmaðurinn Vilhjálmur Þór, eða átta af sautján. Fjórir eru úr Framsóknarflokki, þrír úr Sjálfstæðisflokki og einn úr Alþýðuflokki. Alls hafa sex framsóknarmenn gegnt stöðu bankastjóra og hafa þrír þeirra gegnt ráðherraembætti á vegum flokksins. Það eru þeir Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfsson. Hinir framsóknarmennirnir þrír, Vilhjálmur Þór, sem reyndar var utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra í utanþingsstjórn 1942-1944, Sigtryggur Klemensson og Jón Sigurðsson, voru meðal helstu trúnaðarmanna forystu Framsóknarflokksins um áratugabil. Sjálfstæðismenn hafa átt fjóra bankastjóra að Davíð Oddssyni meðtöldum. Auk Davíðs hafa ráðherrarnir Birgir Ísleifur Gunnarsson og Geir Hallgrímsson horfið úr stjórnmálum í Seðlabankann en fjórði Sjálfstæðismaðurinn var Davíð Ólafsson, þingmaður flokksins. Vinstriflokkarnir hafa átt tvo Seðlabankastjóra. Sá fyrri var úr Sósíalistaflokknum og fyrsti Seðlabankastjóri úr þeim armi stjórnmálanna, Guðmundur Hjartarson. Hinn síðari er Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins. Gagnrýni á ráðningar Pólitískar ráðningar í stöðu Seðlabankastjóra hafa löngum hlotið gagnrýni. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem fundið hafa að ráðningunum. Hún var ein þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands 2003 þess eðlis að auglýsa skyldi stöðu bankastjóra lausa. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar hefðu reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. Í umræðum um frumvarpið sagði Jóhanna: "Það er eins og staða Seðlabankastjóra sé eins konar pólitískt hæli fyrir stjórnmálamenn þegar þeir hætta störfum og það er auðvitað erfitt að þurfa að búa við slíka tímaskekkju í stjórnkerfinu." Þorvaldur Gylfason hagfræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið í október 1994 og gagnrýndi þar ráðningu Steingríms Hermannssonar í stól Seðlabankastjóra. Þar sagði Þorvaldur: "Og nú er svo komið, að sá stjórnmálaleiðtogi landsins, sem jafnan hefur verið hægt að treysta best til að fjalla óskynsamlega um efnahags- og fjármál þjóðarinnar á undanförnum árum, er orðinn bankastjóri í Seðlabanka Íslands. Yfirgripsmikil vanþekking hans á efnahagsmálum er rómuð langt út fyrir landsteinana. Hann hefur lýst því yfir, að vestrænar hagstjórnaraðferðir eigi ekki við á Íslandi og öðru eftir því, og er nú orðinn einn helsti efnahagsráðunautur ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar. Einn fyrirferðarmesti holdgervingur fortíðarvandans er orðinn yfirmaður bankaeftirlitsins!" Stöðunni á ekki að úthluta pólitískt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðlabankanum, segir að stöðu Seðlabankastjóra eigi ekki að úthluta pólitískt. Hún var einn þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarpið sem nefnt var hér að ofan. "Þeir sem veljast til starfs Seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði. Þó að menn geti verið mætir og gegnir og allra góðra gjalda verðir er ekki þar með sagt að þeir passi endilega í starf Seðalbankastjóra," segir Ingibjörg Sólrún. "Ég lít svo á að í slíkt starf, sem skiptir jafn miklu máli fyrir efnahagsstjórnina, þufi meira til. Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efnahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála," segir hún. Sigurður Snævarr, fulltrúi hagfræðinga í Félagi viðskipta- og hagfræðinga, er annarrar skoðunar. Hann segir að stjórn Seðlabankans sé ekki hagfræðilegt úrlausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum muni nýtast honum og bankanum mjög vel. "Það skiptir öllu máli að bankinn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Það skiptir líka verulegu máli að Seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list. Ég hef mikla trú á hagfræði og hagfræðingum en mér finnst fráleitt að það sé skilyrði til að gegn þessu starfi að menn hafi einhvern sérstakan bakgrunn," segir Sigurður. Ekki einu sinni í Afríku Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að löggjöf um seðlabanka hafi breyst til batnaðar undangengin ár í flestum nálægum löndum og einnig hér heima með nýju Seðlabankalögunum frá 2001. "Höfuðmarkmið breytinganna var að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins til að draga úr hættunni á því, að skammsýnir stjórnmálamenn valdi skaða, til dæmis með því að beita völdum sínum til þess að fá seðlabankastjóra til að prenta peninga til að fjármagna atkvæðakaup fyrir kosningar," segir Þorvaldur. "Af þessum sökum þykir það nú brýnt, að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönkum. Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Sums staðar, til dæmis í Ísrael, hafa menn jafnvel sótt seðlabankastjóra til útlanda einmitt til að draga sem allra mest úr hættunni á hagsmunatengslum bankastjóra við stjórnmálamenn og flokka innan lands," segir Þorvaldur. "Við þetta bætist það, að seðlabankastjórn hefur undangengin ár kallað í auknum mæli á yfirgripsmikla sérþekkingu á efnahagsmálum, sérþekkingu af því tagi sem menn hafa yfirleitt ekki tök á að afla sér nema þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir hagfræðingar eða þaulreyndir bankamenn," segir hann. "Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðssonar í stöðu seðlabankastjóra fyrir fáeinum misserum var sama marki brennd, og hið sama er að segja um ráðningu til dæmis Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Steingríms Hermannssonar á sínum tíma, enda voru þeir ráðnir á allt öðrum forsendum, yfirleitt til að greiða götu þeirra út úr stjórnmálum," segir Þorvaldur. "Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðlabankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gildir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynst í ólgusjó stjórnmálanna," segir hann. Bankastjórn Seðlabanka Íslands frá stofnun bankans 1961:Jóhannes Nordal 1961-1993 Menntun: Doktorspróf í hagfræði frá University of London Fyrri störf: Hagfræðingur Landsbanka Íslands 1954-1958. Settur bankastjóri Landsbankans 1958. Bankastjóri Seðlabankans 1961. Jón G. Maríasson 1961-1967 Menntun: Verslunarnám í Kaupmannahöfn. Fyrri störf: Starfaði hjá Landsbankanum frá 1919-1957, bankastjóri Landsbankans 1945-1957. Bankastjóri Seðlabanka Íslands 1957-1967. Vilhjálmur Þór 1961-1964 Menntun: skyldunám Fyrri störf: Ýmis störf hjá KEA frá unga aldri. Framkvæmdastjóri KEA 1923-1940 og einn af helstu trúnaðarmönnum forystu Framsóknarflokksins um áratugabil. Aðalræðismaður Íslands fyrir Bandaríkin 1940-1942. Utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra í utanþingsstjórn 1942-1944. Bankastjóri Landsbankans 1940-1941, 1944-1946 og 1954-1957. Forstjóri SÍS 1946-1954. Aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands 1957-1961, þá skipaður bankastjóri Seðlabankans eftir nýju Seðlabankalögunum. Sigtryggur Klemensson 1966-1971 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í tolla- og skattalöggjöf í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Fyrri störf: Hafði eftirlit með tollgæslu utan Reykjavíkur 1938-1948. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1939. Forstöðumaður Skömmtunarskrifstofu ríkisins 1939-1947. Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 1952-1966. Í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil. Davíð Ólafsson 1967-1986 Menntun: Hagfræðipróf frá Kiel. Fyrri störf: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1963-1967. Varaþingmaður 1959-1963. Fiskimálastjóri 1940—1967. Svanbjörn Frímannsson 1971-1973 Menntun: Nám í bankafræðum og tungumálum í Danmörku og Þýskalandi veturinn 1928-1929 og í London 1935-1936. Fyrri störf: Starfaði hjá Íslandsbanka og síðar Útvegsbanka Íslands á Akureyri 1920-1935. Starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1936, sem aðalféhirðir 1937-1942, aðalbókari og aðstoðarbankastjóri 1945-1957, og bankastjóri frá 1957 til 1970. Guðmundur Hjartarson 1974-1984 Menntun: Skyldunám. Fyrri störf: Starfsmaður Sósíalistaflokksins 1946-56 og forstjóri Innflutningsskrifstofunnar 1956-60. Vann ýmis störf fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1960. Tómas Árnason 1985-1993 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í alþjóðaverslunarrétti við Harvard Law School, Bandaríkjunum. Fyrri störf: Þingmaður Framsóknarflokksins 1974-1985. Varaþingmaður á árunum 1954-1959 og 1967-1974. Fjármálaráðherra 1987-1979. Viðskiptaráðherra 1980-1983. Geir Hallgrímsson 1986-1990 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í lögfræði og hagfræði eitt ár við Harvard Law School, Bandaríkjunum. Fyrri störf: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1970-1983. Varaþingmaður á árunum 1960-1970. Forsætisráðherra 1974-1978. Utanríkisráðherra 1983-1986. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1971-1973, formaður flokksins 1973-1983 Steingrímur Hermannsson 1994-1998 Menntun: Verkfræðipróf frá California Institute of Technology í Pasadena. Fyrri störf: Þingmaður Framsóknarflokksins 1971-1984. Dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráðherra 1978-1979. Sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-1983. Forsætisráðherra 1983-1987 og 1988-1991. Utanríkisráðherra 1987-1988. Jón Sigurðsson 1993-1994 Menntun: Próf í þjóðhagfræði frá London School of Economics. Fyrri störf: Efnahagsstofnun 1964-1971. Forstöðumaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-1974. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar 1974-1986 Þingmaður Alþýðuflokksins 1987-1993. Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987-1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988-1993. Finnur Ingólfsson 2000-2002 Menntun: Viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands Fyrri störf: Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1983-1987. Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1987-1991. Þingmaður Framsóknarflokksins 1991-1999. Formaður þingflokks framsóknarmanna 1994-1995. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995-1999. Ingimundur Friðriksson 2002-2003 Menntun: Hagfræðipróf frá University of West Virginia. Fyrri störf: Hagfræðingur hjá Seðlabankanum 1975-1982 og 1984-1986. Forstöðumaður alþjóðadeildar 1986-1991. Aðstoðarmaður fastafulltrúa Norðurlandanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1982-1984. Fastafulltrúi 1991-1993. Ráðunautur bankastjórnar Seðlabankans 1993-1994. Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans frá 1994. Settur tímabundið í starf bankastjóra eftir að Finni Ingólfssyni var veitt lausn frá embætti. Núverandi bankastjórn: Birgir Ísleifur Gunnarsson 1991-2005 Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands Fyrri störf: Lögmaður 1963—l972. Borgarstjóri í Reykjavík frá desember 1972-1978. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1979-1991. Menntamálaráðherra 1987-1988. Eiríkur Guðnason 1994- Menntun: Hagfræðipróf frá Háskóla Íslands Fyrri störf: Hefur starfað í bankanum frá árinu 1969, fyrst sem fulltrúi, þá deildarstjóri og svo hagfræðingur bankans frá 1984-1986. Aðstoðarbankastjóri 1987-1994. Jón Sigurðsson 2003- Menntun: Doktorspróf í menntunarfræði og fræðslustjórnun frá Bandaríkjunum. MBA í rekstrarhagfræði. Fyrri störf: Ritstjóri Tímans 1978-1981. Skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst 1981-1988. Rektor Samvinnuháskólans á Bifröst 1988-1991. Framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins (sameinað í Samtök atvinnulífsins) 1997-1999. Ýmis trúnaðarstörf á vegum Framsóknarflokksins, sat í miðstjórn flokksins 1978-1981. Tekur við af Birgi Ísleifi í október næstkomandi: Davíð Oddsson 2005- Menntun: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Fyrri störf: Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. Forsætisráðhera 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira