Karlar að vakna til vitundar 14. september 2005 00:01 MYND/Gunnar V. Andrésson "Já, alveg endilega," "Loksins!" og "Kýlum á það!" voru viðbrögðin sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra fékk frá kynbræðrum sínum í hinum ýmsu stéttum þegar hann leitaði til þeirra um aðstoð við undirbúning að karlaráðstefnu um jafnréttismál sem hann hyggst standa fyrir á næstunni. En hvers vegna karlaráðstefna um jafnréttismál? "Hugmyndina á Vigdís Finnbogadóttir. Hún hélt ræðu á jafnréttisráðstefnu í Borgarleikhúsinu í fyrrahaust fyrir fullu húsi en telja mátti karlmennina en telja mátti karlmennina á fingrum annarrar handar. Hún spurði: "Hvar eru karlarnir?" segir Árni. "Í kjölfarið velti ég þessu fyrir mér og komst að því að það væri örugglega full ástæða fyrir kalra að tala saman um jafnréttismál. Ég hef rætt þetta við aðila í atvinnulífinu, háskólaumhverfinu og víðar, og viðbrögðin eru mjög góð," segir hann. Árni ætlar að láta hugmyndina verða að veruleika og stofna til íslenskrar ráðstefnu strax í haust og vonast til að geta haldið alþjóðlega jafnréttisráðstefnu karla hér á landi næsta vor. "Þá myndi ég vilja sjá þekkta menn ræða þessi mál, " segir hann. Breikkar jafnréttisumræðuna "Þó svo að mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum held ég að það breikki jafnréttisumræðuna að karlmenn taki jafnréttismálin dálítið föstum tökum líka. Til þess að ná upp í næstu þrep stigans þurfum við karlar að vera virkir í umræðunni," segir Árni. Hann segist hafa velt því fyrir sér í fyrstu hvort þátttakendur í ráðstefnunni ættu að vera af báðum kynjum en komist að þeiri niðurstöðu að umræðugrundvöllurinn yrði annar ef einungis karlmenn tækju þátt. "Ég held að umræðan yrði óþvingaðri ef karlar fengju að tala við karla um jafnréttismál," segir hann. Spurður hvers vegna hann telji að karlmenn hafi ekki tekið meiri þátt í jafnréttisumræðunni en raun ber vitni, segist hann hreinlega ekki vita það. "Einhverra hluta vegna hefur jafnréttisumræðan þróast út í það að vera einkamál kvenna, sem hún á ekkert að vera," segir Árni. "Auðvitað er það persónubundið, en mér finnst best að nálgast þetta út frá sjálfum mér. Ég á móður, ég er kvæntur, ég á systur, ég á dætur, og syni, og ef ég set jafnréttismál í samhengi við það standa þau mér mjög nærri. Þótt pólitík eigi ekki að snúast um manns eigin tilfinningar hlýtur hún alltaf að gera það að einhverju leiti. Ég held að hugsjónirnar brenni á manni sjálfum. Þegar ég fór að velta því fyrir mér hvort ég ætlaði að sætta mig við það að stelpurnar mínar búi við önnur kjör, var svarið einfaldlega nei," segir Árni. Karlarnir sökudólgar Þegar Árni er spurður hvaða áhrif hann telji að aukin þátttaka karla í jafnréttisumræðunni hafi á umræðuna sjálfa segir hann að karlar verði við það viljugari til að ræða jafnréttismál og sýna þá um leið að þeir séu tilbúnir að taka á jafnréttismálunum. "Ég er kannski kominn út á hálan ís, en þeir fáu karlar sem mæta á fundi og ráðstefnur þar sem konur eru að ræða jafnréttismál upplifi sig svolítið sem sökudólga. Það er eins og þeir beri ábyrgð á ástandinu og það eru fáir sem halda það út til lengdar," bendir hann á. Hann segist ekki viss um hvort áherslur karla á jafnréttismál séu önnur en kvenna. "Það er einmitt það sem er svo spennandi við að halda svona ráðstefnu, að heyra hvað brennur á körlum í jafnréttisumræðunni. Hvar finnst þeim að skórinn kreppi? Hvernig finnst þeim að þessi umræða hafi þróast og hvað má betur fara? Ég held að það geti orðið mjög spennandi að fara yfir hvað hefur áunnist, hvar við séum stödd og hvað við getum gert betur," segir hann. Staða karlmannsins gleymst "Sumir segja að það hafi gleymst að ræða stöðu karlmannsins í þessu breytta umhverfi. Það er sjálfsagt eitthvað til í því. Þeir eru til sem segja að karlmenn á vissum aldri eiga ekki séns miðað við jafnréttislög og jafnréttisumræðuna. Ég segi á móti: ef við ætlum að ná fram jafnrétti þá getur vel verið að það séu þrengingarnar sem við þurfum að gagna í gegn um. Ef okkar kynslóð ætlar að jafna hlutföllin mun það bitna á körlum. Þetta er eitt af því sem við þurfum að ræða annars geta orðið árekstrar," segir Árni. Aðspurður segist hann telja að karlmenn séu að vakna til vitundar um jafnréttismál og bendir á viðbrögðin við hugmyndinni um karlaráðstefnuna máli sér til stuðnings. "Ég renndi mjög blint í sjóinn þegar ég fór af stað að viðra þessa hugmynd en ég hef fengið svakalega góð viðbrögð, eiginlega miklu betri en ég átti von á, þannig að ég vona að þetta geti skipt einhverju máli," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
"Já, alveg endilega," "Loksins!" og "Kýlum á það!" voru viðbrögðin sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra fékk frá kynbræðrum sínum í hinum ýmsu stéttum þegar hann leitaði til þeirra um aðstoð við undirbúning að karlaráðstefnu um jafnréttismál sem hann hyggst standa fyrir á næstunni. En hvers vegna karlaráðstefna um jafnréttismál? "Hugmyndina á Vigdís Finnbogadóttir. Hún hélt ræðu á jafnréttisráðstefnu í Borgarleikhúsinu í fyrrahaust fyrir fullu húsi en telja mátti karlmennina en telja mátti karlmennina á fingrum annarrar handar. Hún spurði: "Hvar eru karlarnir?" segir Árni. "Í kjölfarið velti ég þessu fyrir mér og komst að því að það væri örugglega full ástæða fyrir kalra að tala saman um jafnréttismál. Ég hef rætt þetta við aðila í atvinnulífinu, háskólaumhverfinu og víðar, og viðbrögðin eru mjög góð," segir hann. Árni ætlar að láta hugmyndina verða að veruleika og stofna til íslenskrar ráðstefnu strax í haust og vonast til að geta haldið alþjóðlega jafnréttisráðstefnu karla hér á landi næsta vor. "Þá myndi ég vilja sjá þekkta menn ræða þessi mál, " segir hann. Breikkar jafnréttisumræðuna "Þó svo að mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum held ég að það breikki jafnréttisumræðuna að karlmenn taki jafnréttismálin dálítið föstum tökum líka. Til þess að ná upp í næstu þrep stigans þurfum við karlar að vera virkir í umræðunni," segir Árni. Hann segist hafa velt því fyrir sér í fyrstu hvort þátttakendur í ráðstefnunni ættu að vera af báðum kynjum en komist að þeiri niðurstöðu að umræðugrundvöllurinn yrði annar ef einungis karlmenn tækju þátt. "Ég held að umræðan yrði óþvingaðri ef karlar fengju að tala við karla um jafnréttismál," segir hann. Spurður hvers vegna hann telji að karlmenn hafi ekki tekið meiri þátt í jafnréttisumræðunni en raun ber vitni, segist hann hreinlega ekki vita það. "Einhverra hluta vegna hefur jafnréttisumræðan þróast út í það að vera einkamál kvenna, sem hún á ekkert að vera," segir Árni. "Auðvitað er það persónubundið, en mér finnst best að nálgast þetta út frá sjálfum mér. Ég á móður, ég er kvæntur, ég á systur, ég á dætur, og syni, og ef ég set jafnréttismál í samhengi við það standa þau mér mjög nærri. Þótt pólitík eigi ekki að snúast um manns eigin tilfinningar hlýtur hún alltaf að gera það að einhverju leiti. Ég held að hugsjónirnar brenni á manni sjálfum. Þegar ég fór að velta því fyrir mér hvort ég ætlaði að sætta mig við það að stelpurnar mínar búi við önnur kjör, var svarið einfaldlega nei," segir Árni. Karlarnir sökudólgar Þegar Árni er spurður hvaða áhrif hann telji að aukin þátttaka karla í jafnréttisumræðunni hafi á umræðuna sjálfa segir hann að karlar verði við það viljugari til að ræða jafnréttismál og sýna þá um leið að þeir séu tilbúnir að taka á jafnréttismálunum. "Ég er kannski kominn út á hálan ís, en þeir fáu karlar sem mæta á fundi og ráðstefnur þar sem konur eru að ræða jafnréttismál upplifi sig svolítið sem sökudólga. Það er eins og þeir beri ábyrgð á ástandinu og það eru fáir sem halda það út til lengdar," bendir hann á. Hann segist ekki viss um hvort áherslur karla á jafnréttismál séu önnur en kvenna. "Það er einmitt það sem er svo spennandi við að halda svona ráðstefnu, að heyra hvað brennur á körlum í jafnréttisumræðunni. Hvar finnst þeim að skórinn kreppi? Hvernig finnst þeim að þessi umræða hafi þróast og hvað má betur fara? Ég held að það geti orðið mjög spennandi að fara yfir hvað hefur áunnist, hvar við séum stödd og hvað við getum gert betur," segir hann. Staða karlmannsins gleymst "Sumir segja að það hafi gleymst að ræða stöðu karlmannsins í þessu breytta umhverfi. Það er sjálfsagt eitthvað til í því. Þeir eru til sem segja að karlmenn á vissum aldri eiga ekki séns miðað við jafnréttislög og jafnréttisumræðuna. Ég segi á móti: ef við ætlum að ná fram jafnrétti þá getur vel verið að það séu þrengingarnar sem við þurfum að gagna í gegn um. Ef okkar kynslóð ætlar að jafna hlutföllin mun það bitna á körlum. Þetta er eitt af því sem við þurfum að ræða annars geta orðið árekstrar," segir Árni. Aðspurður segist hann telja að karlmenn séu að vakna til vitundar um jafnréttismál og bendir á viðbrögðin við hugmyndinni um karlaráðstefnuna máli sér til stuðnings. "Ég renndi mjög blint í sjóinn þegar ég fór af stað að viðra þessa hugmynd en ég hef fengið svakalega góð viðbrögð, eiginlega miklu betri en ég átti von á, þannig að ég vona að þetta geti skipt einhverju máli," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent