Á móti sameiningu á Suðurnesjum 15. september 2005 00:01 Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum. "Mér þykir leitt að meirihlutar í þessum sveitarstjórnum hafi ekki setið á sér þar til niðurstöður sameiningarnefndar lægju fyrir, en hún skilaði af sér í fyrradag," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. "Nefndin var reyndar skipuð meirihlutamönnum sem voru andvígir sameiningu. Samt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að sameina sveitarfélög á svæðinu. Þetta þykir mér mjög merkilegt miðað við að meirihluti nefndarmanna var fyrirfram á móti sameiningu," segir Árni Sigfússon. Árni kveðst andvígur því að ganga hart fram í yfirlýsingum þar til íbúar hafi kynnt sér málin, en kynningarfundir verða í öllum sveitarfélögunum þremur í lok mánaðarins. "Þannig viljum við standa að málum hér í Reykjanesbæ." Meirihluti bæjarstjórnar Garðs segir í samþykkt sinni að hún telji hagsmunum íbúanna best borgið með því að Garður verði áfram rekið sem sjálfstætt sveitarfélag enda sé staða þess sterk og framtíðarmöguleikar miklir. Í svipaðan streng er tekið í nýrri bókun bæjarfulltrúa Sandgerðis. Þar segir að eftir skoðun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum telji bæjarfulltrúarnir umrædda sameiningu ekki tímabæra. Í bókunum beggja sveitarstjórnanna er vakin athygli á mikilli eftirspurn eftir íbúðalóðum og umtalsverðri uppbyggingu á undanförnum árum. Með því að sameina sveitarfélögin þrjú skerðist möguleikar íbúanna til þess að hafa lýðræðisleg áhrif á sitt næsta umhverfi. Íbúarnir eru jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel öll rök málsins en þau eru meðal annars að finna á vefsíðum Garðs og Sandgerðis. Íbúar í Garði og Sandgerði eru um 13 til 14 hundruð í hvoru sveitarfélagi en tæplega 11 þúsund í Reykjanesbæ. Alls yrðu íbúarnir um 14 þúsund í sameinuðu sveitarfélagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum. "Mér þykir leitt að meirihlutar í þessum sveitarstjórnum hafi ekki setið á sér þar til niðurstöður sameiningarnefndar lægju fyrir, en hún skilaði af sér í fyrradag," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. "Nefndin var reyndar skipuð meirihlutamönnum sem voru andvígir sameiningu. Samt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að sameina sveitarfélög á svæðinu. Þetta þykir mér mjög merkilegt miðað við að meirihluti nefndarmanna var fyrirfram á móti sameiningu," segir Árni Sigfússon. Árni kveðst andvígur því að ganga hart fram í yfirlýsingum þar til íbúar hafi kynnt sér málin, en kynningarfundir verða í öllum sveitarfélögunum þremur í lok mánaðarins. "Þannig viljum við standa að málum hér í Reykjanesbæ." Meirihluti bæjarstjórnar Garðs segir í samþykkt sinni að hún telji hagsmunum íbúanna best borgið með því að Garður verði áfram rekið sem sjálfstætt sveitarfélag enda sé staða þess sterk og framtíðarmöguleikar miklir. Í svipaðan streng er tekið í nýrri bókun bæjarfulltrúa Sandgerðis. Þar segir að eftir skoðun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum telji bæjarfulltrúarnir umrædda sameiningu ekki tímabæra. Í bókunum beggja sveitarstjórnanna er vakin athygli á mikilli eftirspurn eftir íbúðalóðum og umtalsverðri uppbyggingu á undanförnum árum. Með því að sameina sveitarfélögin þrjú skerðist möguleikar íbúanna til þess að hafa lýðræðisleg áhrif á sitt næsta umhverfi. Íbúarnir eru jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel öll rök málsins en þau eru meðal annars að finna á vefsíðum Garðs og Sandgerðis. Íbúar í Garði og Sandgerði eru um 13 til 14 hundruð í hvoru sveitarfélagi en tæplega 11 þúsund í Reykjanesbæ. Alls yrðu íbúarnir um 14 þúsund í sameinuðu sveitarfélagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira