Dýrasti stjórnmálamaður sögunnar? 17. október 2005 23:43 Aldeilis verður hún að teljast furðuleg sú yfirlýsing sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gaf á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þegar hann tilkynnti formlega um framboð Íslands til öryggisráðsins. Sjálfur er ég algjörlega á móti þessu framboði eins og ég þreytist ekki á að útmála við hvert tækifæri, en það er nú reyndar ekki aðalástæðan fyrir því að mér fannst yfirlýsing Halldórs furðuleg – að ég sé persónulega á móti þessu brambolti. En förum samt aðeins í gegnum það, hvers vegna þetta framboð er glapræði að mínum dómi – og reyndar fjölmargra annarra líka. Röksemdirnar hafa allar heyrst áður, en förum í gegnum þær stuttlega. Í fyrsta lagi er kostnaðurinn bara við framboðið gífurlegur – og það sem verra er, hann liggur í rauninni alls ekki fyrir. Það er talað um 500 milljónir – en það eru líka nefndar miklu hærri tölur – hæstu ágiskanir eru töluvert yfir milljarð. FJÖLMÖRG BRÝN VERKEFNI HÉR HEIMA Og þótt við séum við rík þjóð, þá eru fjölmörg brýn verkefni hér heima sem ekki hefur fengist peningur í – verkefni sem verða að teljast miklu brýnni og nærtækari en að íslenskir diplómatar og stjórnmálamenn fái tækifæri til þess að viðra sig upp við höfðingja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Á hverjum einasta degi heyrum við hér á Talstöðinni um allskonar merkismál sem sitja á hakanum hér heima af því peningar fást ekki til þeirra. ÞÁ FYRST FER NÚ AÐ VERSNA Í ÞVÍ – EF UMSÓKNIN SKILAR ÁRANGRI Af hverju þá að henda þvílíkum fjármunum í bara eintóma kosningabaráttu til öryggisráðsins? Sem er svo ekki einu sinni víst að skili árangri. Og ef hún skilar nú árangri – þá fyrst fer nú eiginlega að versna í því – ef við horfum bara á peningana – því þá þurfum við að stórauka utanríkisþjónustu okkar – ráða meiri mannskap og svo framvegis – og allt verður þetta rándýrt. Það er reyndar mín persónulega skoðun að þetta sé nú einmitt ástæðan fyrir því hvað sumir innan stjórnkerfisins og þá einkum í utanríkisþjónustunni sjálfri séu veikir fyrir þessari hugmynd – semsé að þeir sjái fram á aukin umsvif fyrir þá sjálfa. STUÐNINGSMENN UMSÓKNAR SNÚA UPP Á SIG Þegar þessari grunsemd er hreyft, þá snúa stuðningsmenn umsóknarinnar alltaf upp á sig – og láta eins og það sé fyrir neðan þeirra virðingu að ansa svona vitleysu – en hvað er svona dónalegt við að varpa þessu fram? Þeir eru jú mannlegir, diplómatarnir okkar og pólitíkusarnir, og hvað er svona óeðlilegt við grun um að þeir vilji etja Íslandi út í þessa kosningabaráttu og síðan í öryggisráðið fyrst og fremst til þess að þeir sjálfir hafi eitthvað að gera – og fái fyrir það meira kaup en ella? Ég er til dæmis viss um að sumir af þeim stjórnmálafræðingum og öðrum sem mæla mest fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu gera það ekki síst af því þá munu þeir sjálfir fá fleiri atvinnutækifæri. AÐ SJÁ DIPLÓMÖTUM OG STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUM FYRIR ATVINNU Það væri í raun bara lofsvert að starfsmenn utanríkisþjónustunnar skuli vera að skapa sér verkefni með því að pota okkur í öryggisráðið – ef það væru ekki við sem þyrftum að borga brúsann – og ef það væri svo margt og annað og betra við peningana að gera, heldur en vesinast þetta í öryggisráðinu og sjá diplómötum og stjórnmálafræðingum og stjórnmálamönnum fyrir atvinnu. Sumir hafa nefnt sem röksemd gegn þessu framboði að Ísland sé svo lítið land að við séum einfaldlega ekki í stakk búin til að sinna svo risavöxnu verkefni sem seta í öryggisráðinu ku vera. Það veit ég ekkert um og þessi röksemd er mér ekkert töm á tungu. VIÐ HÖFUM EKKI UPP Á NEITT AÐ BJÓÐA Þannig séð er ég svosem ekkert í vafa um að við gætum alveg leyst þetta verkefni af hendi, ef við vildum. Og ef við eigum yfirleitt að gera þetta, sem mér finnst altso við eigum ekki að gera. En hinu er ég sammála samt að við eigum ekkert erindi inní þetta kompaní einfaldlega af því ég hef ekki séð að við höfum upp á neitt það að bjóða í utanríkispólitík sem kallar á að við köstum öllum þessum peningum í setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. VÆRI EKKI NÆR AÐ STANDA SIG BETUR Í ÞRÓUNARAÐSTOÐ? Meðan frammistaða okkar er ekki betri á alþjóðavettvangi – og meðan við sendum ekki einu sinni meira fé en raun ber vitni í þróunaraðstoð – þá höfum við ekkert að gera í kokkteilboðin í öryggisráðinu. Kristján Guy Burgess, fyrrum fréttastjóri á DV og sérlegur áhugamaður eða ætti ég kannski að segja atvinnumaður í framboði Íslands til öryggisráðsins, hann kemur alltaf með sama dæmið þegar hann er spurður hvaða erindi smáríki eiga í öryggisráðið. Nefnilega að Trínidad og Tóbagó-menn hafi átt upphaflegu hugmyndina um sakamáladómstól Sameinuðu þjóðanna. Sem sýni að smáríki geti látið gott af sér leiða. KRISTJÁN GUY OG ÍBÚAR TRÍNÍDAD OG TOBAGÓ Og það er út af fyrir sig gott og gilt – en íbúar Trínídad og Tóbagó eru nú reyndar rúmlega ein milljón – það er að þrisvar sinnum fleiri en við – þótt þeir séu ekki alveg eins ríkir og við. Og sama er upp á teningnum varðandi flest þau “smáríki” sem nefnd eru til sögunnar í þessu sambandi. Það var til dæmis mjög fyndið að heyra Kristján Guy í viðtali hér áðan á Talstöðinni þegar hann reyndi að telja upp fleiri “smáríki” sem hefðu setið í öryggisráðinu og látið þar gott af sér leiða. Hann nefndi þar nefnilega ekki síst til sögu Pakistan, en Pakistanir hefðu látið að sér kveða við að kyrra deilur í Bosníu á sínum tíma. ER PAKISTAN SMÁRÍKI – MEÐ SÍNAR 162 MILLJÓNIR?! En Pakistanir voru þegar ég frétti síðast 162 milljónir og vel rúmlega það! Það er óneitanlega soldið skondið að fulltrúi smáríkis upp á 300 þúsund manns skuli leggja 162 milljóna manna ferlíki í sama flokk smáríkja og þar sem við hírumst sjálf. En þetta er reyndar ekki aðalatriði málsins. Aðalatriði málsins er að við Íslendingar höfum ekki stundað sjálfstæða utanríkispólitík síðustu áratugi – það verður ekkert framhjá því horft – og því verður ekkert neitað – sama hvað menn reyna. Við höfum lagt okkar af mörkum á afmörkuðum sviðum, ekki síst hafréttarmálum hér í eina tíð, en að öðru leyti og einkum nú á seinni árum þá höfum við setið og staðið eins og Bandaríkjamenn vilja. Framhjá því verður heldur ekkert horft. FYRIR HVAÐA HÚSBÓNDA DILLUM VIÐ RÓFUNNI? Og þótt við höfum líka gjarnan fylgt Norðurlöndunum að málum, þá er það svosem ekkert mikið skárra heldur. Enda eigum við ekki að karpa um fyrir hvaða húsbónda við erum í hlutverksins hundsins sem dillar rófunni, þegar til kastanna kemur á alþjóðavettvangi. Við eigum frekar að einbeita kröftum okkar á alþjóðavettvangi og beita til þess utanríkisþjónustu okkar að skapa okkur einhverja sérstöðu – finna okkur baráttumál, alvöru baráttumál, má ég segja góð baráttumál. Þau þurfa ekki endilega að vera þau stærstu, en við getum vel látið gott af okkur leiða – ég trúi því bara ekki að það munum við gera í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna – þar sem flokkadrættir og blokkaskipting ráða ríkjum, og ég sé ekki fyrir mér að það muni á nokkurn hátt breytast á næstunni. VERÐUR HÍAÐ Á OKKAR MENN? Og þess vegna finnst mér fráleitt að kasta öllum þessum peningum í marklaust framboð til öryggisráðsins – bara svo fáeinir íslenskir diplómtar og pólitíkusar hækki soldið í eigin áliti með því að fá að sitja fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og fíla sig eins og þeir séu mikilvægir menn í sögu heimsins, með því að rétta upp hönd á sama hátt og Bandaríkjamenn. Og við eigum allra síst að falla fyrir röksemdum eins og þeim að með því að hætta við þetta framboð séum við að sýna “smásálarskap”, þorum ekki að “gera okkur gildandi” í alþjóðasamfélaginu eða okkur muni “setja ofan” á vettvangi þjóðanna ef við hættum við framboðið í miðju kafi. Sannleikurinn er sá að þótt einhverjir fáeinir diplómatar í öðrum löndum muni hugsanlega ef til vill kannski lyfta brúnum og hía kannski eitthvað á okkar menn í laumi, þá er mér svo hjartanlega sama. ÍSLENSK UTANRÍKISPÓLITÍK ER EKKI TIL AÐ GANGA Í AUGUN Á DIPLÓMÖTUM Íslensk utanríkisstefna er ekki til að ganga í augun á slíku fólki. Hún er til fyrir okkur Íslendinga sjálfa – og fyrir það alþýðufólk í öðrum löndum sem við getum hugsanlega gagnast eitthvað – til dæmis með mannsæmandi þróunarhjálp. En við munum engum hjálpa og engum gera gagn með því að sitja prúð og pen í öryggisráðinu og rétta upp hönd á réttum stöðum. Undarlegast af öllu við þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar í gærkvöldi, þar sem hann tilkynnti um framboð Íslands til öryggisráðsins, var svo náttúrlega hversu óvænt þetta var – á þessum tímapunkti – núna þegar ekki varð betur séð en samstarfsmenn Halldórs í ríkisstjórninni, það er að segja sjálfstæðismenn, væru óðum að verða fráhverfir þessu umsóknarflani. DAVÍÐ ORÐINN AFHUGA FRAMBOÐINU Það hefur nokkuð lengi legið býsna ljóst fyrir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur verið mjög efins um þetta framboð og núna allra síðustu daga hafa komið fram mun eindregnari vísbendingar um það. Og það hafa verið höfð eftir ummæli sem benda beinlínis til þess að Davíð hafi beinlínis skipt um skoðun og sé núna á móti þessari umsókn og öllum þessum fjáraustri fyrir þann vægast sagt vafasama ávinning sem hún hefur í för með sér. Og eins og við höfum heyrt hér á Talstöðinni í dag, þá kom þessi yfirlýsing Halldórs flestum í opna skjöldu og þar á meðal Einari Oddi Kristjánssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem hefur margoft lýst andstöðu sinni við þetta uppátæki. YFIRLÝSINGUNNI BÆTT INN Í RÆÐUNA Á SÍÐUSTU STUNDU Allir fjölmiðlamenn vita að Einar Oddur er náinn samverkamaður Davíðs Oddssonar og fer ekki fram með neinar staðhæfingar um efni sem snerta beinlínis starfssvið Davíðs nema með vitund og vilja fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Og við höfum líka heyrt að yfirlýsingin um framboð Íslands var alls ekki í þeim texta sem Halldór hafði sent sínum samstarfsaðilum í ríkisstjórninni, og átti að vera ræða hans á allsherjarþinginu. Yfirlýsingin um framboðið var semsé laumuspil Halldórs, viðbót hans á síðustu stundu – og meira að segja helstu menn Stjálfstæðisflokksins máttu ekki vita af þessu. Eða svo lítur þetta að minnsta kosti út. Ég veit ekki hvað á að kalla svona vinnubrögð – ef ég væri Davíð Oddsson mundi mér þykja ég hafa verið niðurlægður ansi illilega af Halldóri Ásgrímssyni. HVAÐ HEFUR DAVÍÐ ODDSSON UNNIÐ TIL? Því hann var bersýnilega að freista þess að binda hendur sjálfstæðismanna með þessari yfirlýsingu – þeir gætu ekki veirð þekktir fyrir að setja sig upp á móti því sem sjálfur forsætisráðherra Íslands hefði látið sér um munn fara á sjálfu allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nú – ég veit ekki hvað Davíð Oddsson hefur unnið til þess að vera niðurlægður á þennan hátt af Halldóri Ásgrímssyni á lokaspretti samstarfs þeirra tveggja. Og ég veit heldur ekki hvað væntanlegur utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, hefur unnið til þess að fáeinum vikum áður en hann tekur við embætti þá skuli Halldór að honum forspurðum binda hendur hans með þessum hætti – eða freista þess að binda hendur hans – því auðvitað er enn hægur vandi að snúa til baka þótt Halldór hafi veirð að fleipra þetta á allsherjarþinginu. BARA SVO HANN SJÁLFUR GETI ORÐIÐ SENDIHERRA Í ÖRYGGISRÁÐINU? En mergurinn málsins er semsagt sá að Halldór fór á bak við sjálfstæðismenn – og hann virðist staðráðinn í að etja Íslendingum út í þessa vitleysu sem framboðið til öoryggisráðsins er. Mín kenning hefur reyndar alltaf verið sú að meginástæðan fyrir þessu framboði sé sú að Halldór ætli sjálfum sér embætti sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum árið sem við setjumst í öryggisráðið. Svo hann geti lokið karríer sínum með því að sitja þarna og rétta upp hönd með sendiherrum Bandaríkjanna, Rússlands og þeirra allra – eins og important maður. FYRST KÁRAHNJÚKAVIRKJUN, NÚ ÞETTA En ansi verður þá stjórnmálamaðurinn Halldór Ásgrímsson orðinn okkur Íslendingum dýr! Fyrst þurfti að knýja í gegn Kárahnjúkavirkjun bara af því Halldór Ásgrímsson var svo oft búinn að lofa kjósendum sínum fyrir austan einhverjum álverum og öðrum framkvæmdum, að hann hlaut að lokum að standa við það. Og núna á að kasta öllum þessum peningum í framboð til öryggisráðsins bara til þess eins að hann geti bundið endi á feril sinn með því sem honum finnst vera sæmandi háttur. Eigum að láta þetta viðgangast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Aldeilis verður hún að teljast furðuleg sú yfirlýsing sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gaf á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þegar hann tilkynnti formlega um framboð Íslands til öryggisráðsins. Sjálfur er ég algjörlega á móti þessu framboði eins og ég þreytist ekki á að útmála við hvert tækifæri, en það er nú reyndar ekki aðalástæðan fyrir því að mér fannst yfirlýsing Halldórs furðuleg – að ég sé persónulega á móti þessu brambolti. En förum samt aðeins í gegnum það, hvers vegna þetta framboð er glapræði að mínum dómi – og reyndar fjölmargra annarra líka. Röksemdirnar hafa allar heyrst áður, en förum í gegnum þær stuttlega. Í fyrsta lagi er kostnaðurinn bara við framboðið gífurlegur – og það sem verra er, hann liggur í rauninni alls ekki fyrir. Það er talað um 500 milljónir – en það eru líka nefndar miklu hærri tölur – hæstu ágiskanir eru töluvert yfir milljarð. FJÖLMÖRG BRÝN VERKEFNI HÉR HEIMA Og þótt við séum við rík þjóð, þá eru fjölmörg brýn verkefni hér heima sem ekki hefur fengist peningur í – verkefni sem verða að teljast miklu brýnni og nærtækari en að íslenskir diplómatar og stjórnmálamenn fái tækifæri til þess að viðra sig upp við höfðingja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Á hverjum einasta degi heyrum við hér á Talstöðinni um allskonar merkismál sem sitja á hakanum hér heima af því peningar fást ekki til þeirra. ÞÁ FYRST FER NÚ AÐ VERSNA Í ÞVÍ – EF UMSÓKNIN SKILAR ÁRANGRI Af hverju þá að henda þvílíkum fjármunum í bara eintóma kosningabaráttu til öryggisráðsins? Sem er svo ekki einu sinni víst að skili árangri. Og ef hún skilar nú árangri – þá fyrst fer nú eiginlega að versna í því – ef við horfum bara á peningana – því þá þurfum við að stórauka utanríkisþjónustu okkar – ráða meiri mannskap og svo framvegis – og allt verður þetta rándýrt. Það er reyndar mín persónulega skoðun að þetta sé nú einmitt ástæðan fyrir því hvað sumir innan stjórnkerfisins og þá einkum í utanríkisþjónustunni sjálfri séu veikir fyrir þessari hugmynd – semsé að þeir sjái fram á aukin umsvif fyrir þá sjálfa. STUÐNINGSMENN UMSÓKNAR SNÚA UPP Á SIG Þegar þessari grunsemd er hreyft, þá snúa stuðningsmenn umsóknarinnar alltaf upp á sig – og láta eins og það sé fyrir neðan þeirra virðingu að ansa svona vitleysu – en hvað er svona dónalegt við að varpa þessu fram? Þeir eru jú mannlegir, diplómatarnir okkar og pólitíkusarnir, og hvað er svona óeðlilegt við grun um að þeir vilji etja Íslandi út í þessa kosningabaráttu og síðan í öryggisráðið fyrst og fremst til þess að þeir sjálfir hafi eitthvað að gera – og fái fyrir það meira kaup en ella? Ég er til dæmis viss um að sumir af þeim stjórnmálafræðingum og öðrum sem mæla mest fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu gera það ekki síst af því þá munu þeir sjálfir fá fleiri atvinnutækifæri. AÐ SJÁ DIPLÓMÖTUM OG STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUM FYRIR ATVINNU Það væri í raun bara lofsvert að starfsmenn utanríkisþjónustunnar skuli vera að skapa sér verkefni með því að pota okkur í öryggisráðið – ef það væru ekki við sem þyrftum að borga brúsann – og ef það væri svo margt og annað og betra við peningana að gera, heldur en vesinast þetta í öryggisráðinu og sjá diplómötum og stjórnmálafræðingum og stjórnmálamönnum fyrir atvinnu. Sumir hafa nefnt sem röksemd gegn þessu framboði að Ísland sé svo lítið land að við séum einfaldlega ekki í stakk búin til að sinna svo risavöxnu verkefni sem seta í öryggisráðinu ku vera. Það veit ég ekkert um og þessi röksemd er mér ekkert töm á tungu. VIÐ HÖFUM EKKI UPP Á NEITT AÐ BJÓÐA Þannig séð er ég svosem ekkert í vafa um að við gætum alveg leyst þetta verkefni af hendi, ef við vildum. Og ef við eigum yfirleitt að gera þetta, sem mér finnst altso við eigum ekki að gera. En hinu er ég sammála samt að við eigum ekkert erindi inní þetta kompaní einfaldlega af því ég hef ekki séð að við höfum upp á neitt það að bjóða í utanríkispólitík sem kallar á að við köstum öllum þessum peningum í setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. VÆRI EKKI NÆR AÐ STANDA SIG BETUR Í ÞRÓUNARAÐSTOÐ? Meðan frammistaða okkar er ekki betri á alþjóðavettvangi – og meðan við sendum ekki einu sinni meira fé en raun ber vitni í þróunaraðstoð – þá höfum við ekkert að gera í kokkteilboðin í öryggisráðinu. Kristján Guy Burgess, fyrrum fréttastjóri á DV og sérlegur áhugamaður eða ætti ég kannski að segja atvinnumaður í framboði Íslands til öryggisráðsins, hann kemur alltaf með sama dæmið þegar hann er spurður hvaða erindi smáríki eiga í öryggisráðið. Nefnilega að Trínidad og Tóbagó-menn hafi átt upphaflegu hugmyndina um sakamáladómstól Sameinuðu þjóðanna. Sem sýni að smáríki geti látið gott af sér leiða. KRISTJÁN GUY OG ÍBÚAR TRÍNÍDAD OG TOBAGÓ Og það er út af fyrir sig gott og gilt – en íbúar Trínídad og Tóbagó eru nú reyndar rúmlega ein milljón – það er að þrisvar sinnum fleiri en við – þótt þeir séu ekki alveg eins ríkir og við. Og sama er upp á teningnum varðandi flest þau “smáríki” sem nefnd eru til sögunnar í þessu sambandi. Það var til dæmis mjög fyndið að heyra Kristján Guy í viðtali hér áðan á Talstöðinni þegar hann reyndi að telja upp fleiri “smáríki” sem hefðu setið í öryggisráðinu og látið þar gott af sér leiða. Hann nefndi þar nefnilega ekki síst til sögu Pakistan, en Pakistanir hefðu látið að sér kveða við að kyrra deilur í Bosníu á sínum tíma. ER PAKISTAN SMÁRÍKI – MEÐ SÍNAR 162 MILLJÓNIR?! En Pakistanir voru þegar ég frétti síðast 162 milljónir og vel rúmlega það! Það er óneitanlega soldið skondið að fulltrúi smáríkis upp á 300 þúsund manns skuli leggja 162 milljóna manna ferlíki í sama flokk smáríkja og þar sem við hírumst sjálf. En þetta er reyndar ekki aðalatriði málsins. Aðalatriði málsins er að við Íslendingar höfum ekki stundað sjálfstæða utanríkispólitík síðustu áratugi – það verður ekkert framhjá því horft – og því verður ekkert neitað – sama hvað menn reyna. Við höfum lagt okkar af mörkum á afmörkuðum sviðum, ekki síst hafréttarmálum hér í eina tíð, en að öðru leyti og einkum nú á seinni árum þá höfum við setið og staðið eins og Bandaríkjamenn vilja. Framhjá því verður heldur ekkert horft. FYRIR HVAÐA HÚSBÓNDA DILLUM VIÐ RÓFUNNI? Og þótt við höfum líka gjarnan fylgt Norðurlöndunum að málum, þá er það svosem ekkert mikið skárra heldur. Enda eigum við ekki að karpa um fyrir hvaða húsbónda við erum í hlutverksins hundsins sem dillar rófunni, þegar til kastanna kemur á alþjóðavettvangi. Við eigum frekar að einbeita kröftum okkar á alþjóðavettvangi og beita til þess utanríkisþjónustu okkar að skapa okkur einhverja sérstöðu – finna okkur baráttumál, alvöru baráttumál, má ég segja góð baráttumál. Þau þurfa ekki endilega að vera þau stærstu, en við getum vel látið gott af okkur leiða – ég trúi því bara ekki að það munum við gera í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna – þar sem flokkadrættir og blokkaskipting ráða ríkjum, og ég sé ekki fyrir mér að það muni á nokkurn hátt breytast á næstunni. VERÐUR HÍAÐ Á OKKAR MENN? Og þess vegna finnst mér fráleitt að kasta öllum þessum peningum í marklaust framboð til öryggisráðsins – bara svo fáeinir íslenskir diplómtar og pólitíkusar hækki soldið í eigin áliti með því að fá að sitja fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og fíla sig eins og þeir séu mikilvægir menn í sögu heimsins, með því að rétta upp hönd á sama hátt og Bandaríkjamenn. Og við eigum allra síst að falla fyrir röksemdum eins og þeim að með því að hætta við þetta framboð séum við að sýna “smásálarskap”, þorum ekki að “gera okkur gildandi” í alþjóðasamfélaginu eða okkur muni “setja ofan” á vettvangi þjóðanna ef við hættum við framboðið í miðju kafi. Sannleikurinn er sá að þótt einhverjir fáeinir diplómatar í öðrum löndum muni hugsanlega ef til vill kannski lyfta brúnum og hía kannski eitthvað á okkar menn í laumi, þá er mér svo hjartanlega sama. ÍSLENSK UTANRÍKISPÓLITÍK ER EKKI TIL AÐ GANGA Í AUGUN Á DIPLÓMÖTUM Íslensk utanríkisstefna er ekki til að ganga í augun á slíku fólki. Hún er til fyrir okkur Íslendinga sjálfa – og fyrir það alþýðufólk í öðrum löndum sem við getum hugsanlega gagnast eitthvað – til dæmis með mannsæmandi þróunarhjálp. En við munum engum hjálpa og engum gera gagn með því að sitja prúð og pen í öryggisráðinu og rétta upp hönd á réttum stöðum. Undarlegast af öllu við þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar í gærkvöldi, þar sem hann tilkynnti um framboð Íslands til öryggisráðsins, var svo náttúrlega hversu óvænt þetta var – á þessum tímapunkti – núna þegar ekki varð betur séð en samstarfsmenn Halldórs í ríkisstjórninni, það er að segja sjálfstæðismenn, væru óðum að verða fráhverfir þessu umsóknarflani. DAVÍÐ ORÐINN AFHUGA FRAMBOÐINU Það hefur nokkuð lengi legið býsna ljóst fyrir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur verið mjög efins um þetta framboð og núna allra síðustu daga hafa komið fram mun eindregnari vísbendingar um það. Og það hafa verið höfð eftir ummæli sem benda beinlínis til þess að Davíð hafi beinlínis skipt um skoðun og sé núna á móti þessari umsókn og öllum þessum fjáraustri fyrir þann vægast sagt vafasama ávinning sem hún hefur í för með sér. Og eins og við höfum heyrt hér á Talstöðinni í dag, þá kom þessi yfirlýsing Halldórs flestum í opna skjöldu og þar á meðal Einari Oddi Kristjánssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem hefur margoft lýst andstöðu sinni við þetta uppátæki. YFIRLÝSINGUNNI BÆTT INN Í RÆÐUNA Á SÍÐUSTU STUNDU Allir fjölmiðlamenn vita að Einar Oddur er náinn samverkamaður Davíðs Oddssonar og fer ekki fram með neinar staðhæfingar um efni sem snerta beinlínis starfssvið Davíðs nema með vitund og vilja fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Og við höfum líka heyrt að yfirlýsingin um framboð Íslands var alls ekki í þeim texta sem Halldór hafði sent sínum samstarfsaðilum í ríkisstjórninni, og átti að vera ræða hans á allsherjarþinginu. Yfirlýsingin um framboðið var semsé laumuspil Halldórs, viðbót hans á síðustu stundu – og meira að segja helstu menn Stjálfstæðisflokksins máttu ekki vita af þessu. Eða svo lítur þetta að minnsta kosti út. Ég veit ekki hvað á að kalla svona vinnubrögð – ef ég væri Davíð Oddsson mundi mér þykja ég hafa verið niðurlægður ansi illilega af Halldóri Ásgrímssyni. HVAÐ HEFUR DAVÍÐ ODDSSON UNNIÐ TIL? Því hann var bersýnilega að freista þess að binda hendur sjálfstæðismanna með þessari yfirlýsingu – þeir gætu ekki veirð þekktir fyrir að setja sig upp á móti því sem sjálfur forsætisráðherra Íslands hefði látið sér um munn fara á sjálfu allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nú – ég veit ekki hvað Davíð Oddsson hefur unnið til þess að vera niðurlægður á þennan hátt af Halldóri Ásgrímssyni á lokaspretti samstarfs þeirra tveggja. Og ég veit heldur ekki hvað væntanlegur utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, hefur unnið til þess að fáeinum vikum áður en hann tekur við embætti þá skuli Halldór að honum forspurðum binda hendur hans með þessum hætti – eða freista þess að binda hendur hans – því auðvitað er enn hægur vandi að snúa til baka þótt Halldór hafi veirð að fleipra þetta á allsherjarþinginu. BARA SVO HANN SJÁLFUR GETI ORÐIÐ SENDIHERRA Í ÖRYGGISRÁÐINU? En mergurinn málsins er semsagt sá að Halldór fór á bak við sjálfstæðismenn – og hann virðist staðráðinn í að etja Íslendingum út í þessa vitleysu sem framboðið til öoryggisráðsins er. Mín kenning hefur reyndar alltaf verið sú að meginástæðan fyrir þessu framboði sé sú að Halldór ætli sjálfum sér embætti sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum árið sem við setjumst í öryggisráðið. Svo hann geti lokið karríer sínum með því að sitja þarna og rétta upp hönd með sendiherrum Bandaríkjanna, Rússlands og þeirra allra – eins og important maður. FYRST KÁRAHNJÚKAVIRKJUN, NÚ ÞETTA En ansi verður þá stjórnmálamaðurinn Halldór Ásgrímsson orðinn okkur Íslendingum dýr! Fyrst þurfti að knýja í gegn Kárahnjúkavirkjun bara af því Halldór Ásgrímsson var svo oft búinn að lofa kjósendum sínum fyrir austan einhverjum álverum og öðrum framkvæmdum, að hann hlaut að lokum að standa við það. Og núna á að kasta öllum þessum peningum í framboð til öryggisráðsins bara til þess eins að hann geti bundið endi á feril sinn með því sem honum finnst vera sæmandi háttur. Eigum að láta þetta viðgangast?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun