Ringulreið í Þýskalandi 17. október 2005 23:43 Tveir gera tilkall til kanslaraembættisins í Þýskalandi en hvorugur virðist geta myndað starfhæfa stjórn. Ringulreið er í landinu kjölfar þingkosninganna í gær sem skiluðu í raun engri ákveðinni niðurstöðu. Það munar rétt um prósentustigi á fylgi stóru flokkanna, fylgi jafnaðarmannaflokks Gerhards Schröders, sem fékk ríflega þrjátíu og fjögur prósent atkvæða, og kristilegra demókrata Angelu Merkel, sem fengu ríflega þrjátíu og fimm prósent. Segja má að bæði hafi tapað í þessum kosningum: báðir flokkarnir töpuðu allnokkru fylgi og hvorugur getur myndað ríkisstjórnina sem stefnt var að fyrir kosningar. Schröder ber sig vel og segist geta setið áfram sem kanslari og Merkel er ekki síður kokhraust. Hún vill sjálf mynda stjórn og verða kanslari. Hún sagði í dag að hún hefði beðið lengi eftir þessu og ítrekaði að hennar flokkur væri stærsti flokkurinn og hefði því mest tilkall til að mynda stjórn. Í morgun var talið að Merkel gæti orðið skammlíf í formannsembættinu og að henni yrði kennt um að flokkurinn hefur aðeins einu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar fengið minna fylgi. Flokksfélagar hennar virðast ætla að gefa henni tíma og veittu henni eindreginn stuðning til stjórnarmyndunar síðdegis. Hvernig þetta á að ganga fyrir sig veit í raun enginn. Kristilegir demókratar fengu mest fylgi og ættu í raun þess vegna að hefja stjórnarmyndun. En sitjandi kanslari kveðst geta setið áfram og því ekki um annað að ræða en að hann reyni líka stjórnarmyndun. Þetta virðist því verða hálfgert kapphlaup um hver bíður best og hraðast. Græningjar virðast sem stendur vera í oddastöðu og geta myndað stjórn með báðum stjóru flokkunum í þriggja flokka stjórnum. Joschka Fischer virtist raunar þegar í gær reyna að gera lýðum ljós að græningjar væru ekki samvaxnir Schröder og jafnaðarmönnum. Schröder virðist hafa tekist varnarsigur í stöðunni. Holger Schmidt-Denker, fréttamaður hjá fréttastöðinni N-TV, segir að menn reikni með að þeim málum sem Merkel hefur kynnt í kosningabaráttunni muni hún líka hrinda í framkvæmd, þ.e. að skapa fleiri störf. „Það verður spennandi að fylgjast með því og hún verður metin eftir því. Henni verður ekki gefin sá tími sem Schröder hefur haft frá 1998; hún þarf að sýna fram á árangur mjög fljótt, annars mun hún standa frammi fyrir miklum erfiðleikum, bæði gagnvart fjölmiðlum og eigin flokki. Deilurnar um það hver verði kanslari gætu staðið í margar vikur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Tveir gera tilkall til kanslaraembættisins í Þýskalandi en hvorugur virðist geta myndað starfhæfa stjórn. Ringulreið er í landinu kjölfar þingkosninganna í gær sem skiluðu í raun engri ákveðinni niðurstöðu. Það munar rétt um prósentustigi á fylgi stóru flokkanna, fylgi jafnaðarmannaflokks Gerhards Schröders, sem fékk ríflega þrjátíu og fjögur prósent atkvæða, og kristilegra demókrata Angelu Merkel, sem fengu ríflega þrjátíu og fimm prósent. Segja má að bæði hafi tapað í þessum kosningum: báðir flokkarnir töpuðu allnokkru fylgi og hvorugur getur myndað ríkisstjórnina sem stefnt var að fyrir kosningar. Schröder ber sig vel og segist geta setið áfram sem kanslari og Merkel er ekki síður kokhraust. Hún vill sjálf mynda stjórn og verða kanslari. Hún sagði í dag að hún hefði beðið lengi eftir þessu og ítrekaði að hennar flokkur væri stærsti flokkurinn og hefði því mest tilkall til að mynda stjórn. Í morgun var talið að Merkel gæti orðið skammlíf í formannsembættinu og að henni yrði kennt um að flokkurinn hefur aðeins einu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar fengið minna fylgi. Flokksfélagar hennar virðast ætla að gefa henni tíma og veittu henni eindreginn stuðning til stjórnarmyndunar síðdegis. Hvernig þetta á að ganga fyrir sig veit í raun enginn. Kristilegir demókratar fengu mest fylgi og ættu í raun þess vegna að hefja stjórnarmyndun. En sitjandi kanslari kveðst geta setið áfram og því ekki um annað að ræða en að hann reyni líka stjórnarmyndun. Þetta virðist því verða hálfgert kapphlaup um hver bíður best og hraðast. Græningjar virðast sem stendur vera í oddastöðu og geta myndað stjórn með báðum stjóru flokkunum í þriggja flokka stjórnum. Joschka Fischer virtist raunar þegar í gær reyna að gera lýðum ljós að græningjar væru ekki samvaxnir Schröder og jafnaðarmönnum. Schröder virðist hafa tekist varnarsigur í stöðunni. Holger Schmidt-Denker, fréttamaður hjá fréttastöðinni N-TV, segir að menn reikni með að þeim málum sem Merkel hefur kynnt í kosningabaráttunni muni hún líka hrinda í framkvæmd, þ.e. að skapa fleiri störf. „Það verður spennandi að fylgjast með því og hún verður metin eftir því. Henni verður ekki gefin sá tími sem Schröder hefur haft frá 1998; hún þarf að sýna fram á árangur mjög fljótt, annars mun hún standa frammi fyrir miklum erfiðleikum, bæði gagnvart fjölmiðlum og eigin flokki. Deilurnar um það hver verði kanslari gætu staðið í margar vikur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent