Saka hvorar aðra um svik 22. september 2005 00:01 Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi. Ástæða deilnanna er þó ögn einfaldari samkvæmt heimildum fréttastofunnar og á sér upphaf og endi í framboði Bolla og hans hóps fyrir tveimur árum þegar þáverandi stjórn félagsins neitaði að nýskrá hóp fólks sem fylgdi Bolla að málum. Í kjölfarið úrskurðaði fulltrúaráð félagsins að fólkið skyldi fá inni í félaginu og Bolli og hans hópur vann kosningu til formanns og stjórnar ári síðar. Nú er þó sami hópur og laut í lægra haldi fyrir Bolla fyrir ári að saka hann um að beita sömu ólýðræðislegu vinnubrögðunum við val á fulltrúum á landsfund. Davíð Þorláksson, talsmaður þess hóps, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stjórn Heimdalls undir forystu Bolla hefði á dögunum samþykkt hverjir kæmu til með að sitja fundinn fyrir hönd Heimdalls og þar hafi fjöldi fólks verið, sem nýskráð hefði verið í félagið. Fyrir vikið hefði verið gengið fram hjá fyrrverandi stjórnarmönnum í Heimdalli og eldri félagsmönnum, er nafn Orra Haukssonar, fyrrum aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar, nefnt sem dæmi um félaga sem ekki hlutu náð fyrir augum Bolla. Davíð Þorláksson sagði aðspurður um hvort deilurnar nú snerust um smölun vegna framboðs Borgars Þórs Einarssonar til formanns SUS, sem Bolli styður, að ekki væri enn ljóst hvort Borgar fengi mótframboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja menn líklegt að Pétur Árni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SUS, muni bjóða sig fram og þá sem fulltrúi andstæðinga Bolla og Borgars innan SUS. Andstæðingar Bolla fóru í gær fram á nýjan fund í Heimdalli um val á fulltrúum á landsfundinn og er hann boðaður í dag klukkan hálffimm. Davíð segir þó tilgangslaust að mæta á mannsöfnuð Bolla í dag, fundurinn sé ólöglegur og annar verði boðaður af hálfu andstæðinga Bolla og þess freistað að að fjölga fulltrúum þess hóps á landsfundinum. Bolli Thoroddsen vísar því á bug í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að fundurinn, sem boðaður var í dag, sé ólöglegur enda liggi á að skila inn fulltrúalistum fyrir landsfundinn. Hann vísar því sömuleiðis á bug að hann sé að smala sínu fólki og Borgars á landsfundinn enda hafi 280 manns sóst eftir að fylla 150 sæti Heimdalls á landsfundinum, sem sé met, og því hafi einfaldlega þurft að velja og hafna fólki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi. Ástæða deilnanna er þó ögn einfaldari samkvæmt heimildum fréttastofunnar og á sér upphaf og endi í framboði Bolla og hans hóps fyrir tveimur árum þegar þáverandi stjórn félagsins neitaði að nýskrá hóp fólks sem fylgdi Bolla að málum. Í kjölfarið úrskurðaði fulltrúaráð félagsins að fólkið skyldi fá inni í félaginu og Bolli og hans hópur vann kosningu til formanns og stjórnar ári síðar. Nú er þó sami hópur og laut í lægra haldi fyrir Bolla fyrir ári að saka hann um að beita sömu ólýðræðislegu vinnubrögðunum við val á fulltrúum á landsfund. Davíð Þorláksson, talsmaður þess hóps, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stjórn Heimdalls undir forystu Bolla hefði á dögunum samþykkt hverjir kæmu til með að sitja fundinn fyrir hönd Heimdalls og þar hafi fjöldi fólks verið, sem nýskráð hefði verið í félagið. Fyrir vikið hefði verið gengið fram hjá fyrrverandi stjórnarmönnum í Heimdalli og eldri félagsmönnum, er nafn Orra Haukssonar, fyrrum aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar, nefnt sem dæmi um félaga sem ekki hlutu náð fyrir augum Bolla. Davíð Þorláksson sagði aðspurður um hvort deilurnar nú snerust um smölun vegna framboðs Borgars Þórs Einarssonar til formanns SUS, sem Bolli styður, að ekki væri enn ljóst hvort Borgar fengi mótframboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja menn líklegt að Pétur Árni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SUS, muni bjóða sig fram og þá sem fulltrúi andstæðinga Bolla og Borgars innan SUS. Andstæðingar Bolla fóru í gær fram á nýjan fund í Heimdalli um val á fulltrúum á landsfundinn og er hann boðaður í dag klukkan hálffimm. Davíð segir þó tilgangslaust að mæta á mannsöfnuð Bolla í dag, fundurinn sé ólöglegur og annar verði boðaður af hálfu andstæðinga Bolla og þess freistað að að fjölga fulltrúum þess hóps á landsfundinum. Bolli Thoroddsen vísar því á bug í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að fundurinn, sem boðaður var í dag, sé ólöglegur enda liggi á að skila inn fulltrúalistum fyrir landsfundinn. Hann vísar því sömuleiðis á bug að hann sé að smala sínu fólki og Borgars á landsfundinn enda hafi 280 manns sóst eftir að fylla 150 sæti Heimdalls á landsfundinum, sem sé met, og því hafi einfaldlega þurft að velja og hafna fólki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent