Stólaskipti og nýir ráðherrar 28. september 2005 00:01 Davíð Oddsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yfirgaf ráðherrastólinn í gær við nokkuð sérstakar aðstæður, og eftir nokkrar vikur lætur hann af störfum sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Eitt aðalatriðið í viðtali hans við blaða- og fréttamenn að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum voru þau mál sem sett hafa svip á umræðuna frá því um helgi, og hafa skapað sérstakt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Davíð og Baugsmál vekja undrun manna, en kannski aldrei sem nú. Með brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr ríkisstjórn verða þáttaskil í íslenskum stjórnmálum og búast má við að stjórnmálaumræðan breytist, en hvernig, verður framtíðin að skera úr um. Davíð hefur oft látið að sér kveða svo eftir verður munað, en dagurinn í gær var langt frá því að vera toppurinn á annars glæsilegum ferli hans. Geir H. Haarde hefur nú tekið við embætti utanríkisráðherra og í raun hefur hann tekið við leiðtogahlutverki Sjálfstæðisflokksins nú þegar, því það er enginn sem ógnar honum við formannskjörið á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Geir H. Haarde er vel að embætti utanríkisráðherra kominn. Telja má víst að Þorgerður Katrín Gunnardóttir verði kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, með allri virðingu fyrir keppinaut hennar, Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri. Með því að gefa kost á sér til embættis varaformanns, er Kristján Þór að minna á sig sem þingmannsefni fyrir Norðausturkjördæmi. Ráðherrana sem nú skipta um stóla grunaði líklega ekki við þinglok í vor að næst þegar þeir kæmu til Alþingis, sætu þeir ekki í sömu stólum og þeir yfirgáfu í maí. En svona eru stjórnmálin. Fyrst Davíð ákvað að hafa vistaskipti var það rökrétt framhald að Geir H. Haarde tæki við embætti utanríkisráðherra, en mörgum hefur áreiðanlega komið á óvart að Árni M. Mathiesen tæki við embætti fjármálaráðherra. Árni tekur við embættinu núna þegar fjárlagafrumvarpið er að fara í prentun. Nýs fjármálaráðherra bíður hins vegar mikið og vandasamt verkefni við að halda ríkisfjármálunum í réttum skorðum á miklum þenslutímum. Hann þarf að vera maður til að segja nei við mörgum nauðsynlegum verkefnum, sem óskað verður eftir fjárveitingum fyrir. Bolvíkingurinn Einar Kristinn Guðfinnsson tekur nú við embætti sjávarútvegsráðherra. Það er vonum seinna að hann skuli setjast í ráðherrastól, en skipting virðingarembætta innan stjórnmálaflokka hefur oft farið eftir kjördæmum, og Einar Kristinn galt þess við síðustu stjórnarmyndun, að fyrir var í kjördæminu ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Einar Kristinn hefur ekki alltaf verið nákvæmlega á flokkslínunni hvað varðar sjávarútvegsmálin því hann hefur þurft að tala röddu óánægðra Vestfirðinga í þeim málum. Nú þegar þeir hafa eignast sjávarútvegsráðherrann eiga þeir betur með að koma skoðunum sínum á framfæri, en sjávarútvegsstefnan er í föstum skorðum, þess er ekki að vænta að núverandi valdhafar geri þar á stórar breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Davíð Oddsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yfirgaf ráðherrastólinn í gær við nokkuð sérstakar aðstæður, og eftir nokkrar vikur lætur hann af störfum sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Eitt aðalatriðið í viðtali hans við blaða- og fréttamenn að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum voru þau mál sem sett hafa svip á umræðuna frá því um helgi, og hafa skapað sérstakt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Davíð og Baugsmál vekja undrun manna, en kannski aldrei sem nú. Með brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr ríkisstjórn verða þáttaskil í íslenskum stjórnmálum og búast má við að stjórnmálaumræðan breytist, en hvernig, verður framtíðin að skera úr um. Davíð hefur oft látið að sér kveða svo eftir verður munað, en dagurinn í gær var langt frá því að vera toppurinn á annars glæsilegum ferli hans. Geir H. Haarde hefur nú tekið við embætti utanríkisráðherra og í raun hefur hann tekið við leiðtogahlutverki Sjálfstæðisflokksins nú þegar, því það er enginn sem ógnar honum við formannskjörið á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Geir H. Haarde er vel að embætti utanríkisráðherra kominn. Telja má víst að Þorgerður Katrín Gunnardóttir verði kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, með allri virðingu fyrir keppinaut hennar, Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri. Með því að gefa kost á sér til embættis varaformanns, er Kristján Þór að minna á sig sem þingmannsefni fyrir Norðausturkjördæmi. Ráðherrana sem nú skipta um stóla grunaði líklega ekki við þinglok í vor að næst þegar þeir kæmu til Alþingis, sætu þeir ekki í sömu stólum og þeir yfirgáfu í maí. En svona eru stjórnmálin. Fyrst Davíð ákvað að hafa vistaskipti var það rökrétt framhald að Geir H. Haarde tæki við embætti utanríkisráðherra, en mörgum hefur áreiðanlega komið á óvart að Árni M. Mathiesen tæki við embætti fjármálaráðherra. Árni tekur við embættinu núna þegar fjárlagafrumvarpið er að fara í prentun. Nýs fjármálaráðherra bíður hins vegar mikið og vandasamt verkefni við að halda ríkisfjármálunum í réttum skorðum á miklum þenslutímum. Hann þarf að vera maður til að segja nei við mörgum nauðsynlegum verkefnum, sem óskað verður eftir fjárveitingum fyrir. Bolvíkingurinn Einar Kristinn Guðfinnsson tekur nú við embætti sjávarútvegsráðherra. Það er vonum seinna að hann skuli setjast í ráðherrastól, en skipting virðingarembætta innan stjórnmálaflokka hefur oft farið eftir kjördæmum, og Einar Kristinn galt þess við síðustu stjórnarmyndun, að fyrir var í kjördæminu ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Einar Kristinn hefur ekki alltaf verið nákvæmlega á flokkslínunni hvað varðar sjávarútvegsmálin því hann hefur þurft að tala röddu óánægðra Vestfirðinga í þeim málum. Nú þegar þeir hafa eignast sjávarútvegsráðherrann eiga þeir betur með að koma skoðunum sínum á framfæri, en sjávarútvegsstefnan er í föstum skorðum, þess er ekki að vænta að núverandi valdhafar geri þar á stórar breytingar.