Búist við 14,2 milljarða afgangi 3. október 2005 00:01 Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Árni Mathiesen, nýr fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvaprið fyrir árið 2006 í Salnum í Kópavogi í dag. Gert er ráð fyrir 14,2 milljarða tekjuafgangi á ríkissjóði, áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum og sterkri stöðu ríkissjóðs. Dregið er úr ríkisútgjöldum um fjóra milljarða samkvæmt frumvarpinu, þar af er framkvæmdum í vegamálum frestað fyrir tvo milljarða, hafnarframkvæmdum er frestað fyrir 200 millljónir. Ráðuneytum og stofnunum er gert að lækka útgjöld um einn milljarð, lyfjaútgjöld verða lækkuð um 300 milljónir, vaxtabætur um 250 milljónir auk þess sem aðrar kostnaðarlækkanir nema 250 milljónum. Þá koma ýmis loforð stjórnarinnar í skattamálum til framkvæmda á næsta ári. Til að mynda fellur eignaskattur niður svo og sérstakur hátekjuskattur. Þá lækkar tekjuskattur einstaklinga um eitt prósentustig. Ríkisstjórnin áformar á hinn bóginn að auka framlög til menntamála og rannsókna um tólf prósent frá síðustu fjárlögum yfirstandandi árs og nema framlög til þessara mála samtals 33 milljörðum í frumvarpinu. Þá hækka framlög til barnabóta um 1,2 milljarða. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að útgjöld verði aukin til menntamála, heilbrigðismála og öryggismála og verið sé að leggja grunninn að hagvexti framtíðarinnar með því að auka fjármuni framhaldsskóla, háskóla og rannsóknargeirans. Þetta sé nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið þar sem atvinnulífið sé að breytast mikið og fleiri hátæknistörf og störf ofar í virðiskeðjunni bætist við. Þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er bjartsýnni en Seðlabankans. Spáð 3,8 prósenta verðbólgu, 2,7 prósenta kaupmáttaraukningu, 12,2 prósenta viðskiptahalla og gengisvísitölunni 114. Árni segir að munurinn felist í því að í forsendunum fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir áhrifum hækkaðra stýrivaxta. Helsti munurinn felist í því að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans en spá bankans taki ekki tillit til áhrifa af hans eigin aðgerðum eðli málsins samkvæmt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Árni Mathiesen, nýr fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvaprið fyrir árið 2006 í Salnum í Kópavogi í dag. Gert er ráð fyrir 14,2 milljarða tekjuafgangi á ríkissjóði, áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum og sterkri stöðu ríkissjóðs. Dregið er úr ríkisútgjöldum um fjóra milljarða samkvæmt frumvarpinu, þar af er framkvæmdum í vegamálum frestað fyrir tvo milljarða, hafnarframkvæmdum er frestað fyrir 200 millljónir. Ráðuneytum og stofnunum er gert að lækka útgjöld um einn milljarð, lyfjaútgjöld verða lækkuð um 300 milljónir, vaxtabætur um 250 milljónir auk þess sem aðrar kostnaðarlækkanir nema 250 milljónum. Þá koma ýmis loforð stjórnarinnar í skattamálum til framkvæmda á næsta ári. Til að mynda fellur eignaskattur niður svo og sérstakur hátekjuskattur. Þá lækkar tekjuskattur einstaklinga um eitt prósentustig. Ríkisstjórnin áformar á hinn bóginn að auka framlög til menntamála og rannsókna um tólf prósent frá síðustu fjárlögum yfirstandandi árs og nema framlög til þessara mála samtals 33 milljörðum í frumvarpinu. Þá hækka framlög til barnabóta um 1,2 milljarða. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að útgjöld verði aukin til menntamála, heilbrigðismála og öryggismála og verið sé að leggja grunninn að hagvexti framtíðarinnar með því að auka fjármuni framhaldsskóla, háskóla og rannsóknargeirans. Þetta sé nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið þar sem atvinnulífið sé að breytast mikið og fleiri hátæknistörf og störf ofar í virðiskeðjunni bætist við. Þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er bjartsýnni en Seðlabankans. Spáð 3,8 prósenta verðbólgu, 2,7 prósenta kaupmáttaraukningu, 12,2 prósenta viðskiptahalla og gengisvísitölunni 114. Árni segir að munurinn felist í því að í forsendunum fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir áhrifum hækkaðra stýrivaxta. Helsti munurinn felist í því að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans en spá bankans taki ekki tillit til áhrifa af hans eigin aðgerðum eðli málsins samkvæmt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent