Gagnrýndu framkvæmd kosningar 3. október 2005 00:01 Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í dag við fréttastofu Stöðvar 2 að aldrei áður hefði komið fram gagnrýni á fyrirkomulag kosningar forseta Alþingis. Þessi kosning á þó að vera skriflega atkvæðagreiðsla samkvæmt þingsköpum. Sá háttur hafi hins vegar ekki verið hafður á síðastliðin tíu ár enda hefur ekki komið fram mótframboð síðan árið 1991. Aðspurð um gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins vegna þess hvernig staðið var að kosningunni segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún sé á misskilningi byggð. Sú kosning sem fram hafi farið á forseta Alþingis sé í raun ígildi skriflegrar kosningar. Ef farið hefði verið eftir forminu og skriflegar kosningar hefðu farið fram þá hefði þurft að skrifa nafn þeirra sem tilnefndir hafi verið, en í þessu tilfelli hafi það aðeins verið Sólveig Pétursdóttir. Rafræna aðferðin hafi verið ígildi skriflegrar kosningar. Gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins var ekki eingöngu bundin við framkvæmd kosningarinnar. Á heimasíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar segir þingmaðurinn orðrétt: „Enginn okkar þriggja í þingflokki Frjálslynda flokksins greiddi Sólveigu Pétursdóttur atkvæði okkar. Þetta gerðum við í mótmælaskyni við þann valdhroka meirihlutans sem felst í því að lýsa því fyrirfram yfir hver eigi að verða þingforseti. Okkur þykir líka algerlega ófært að Sólveig Pétursdóttir gegni þessu embætti á meðan olíusamráðsmálið þar sem eiginmaður hennar var í lykilhlutverki, hefur ekki verið til lykta leitt.“ Aðspurð um þessa gagnrýni segir Arnbjörg þingmenn séu kjörnir á þing og standi fyrir sínu hver og einn. Önnur mál, fjölskyldu þeirra eða hvað annað sem upp kunni að koma, sé ekki mál þings eða þingflokks með neinum hætti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í dag við fréttastofu Stöðvar 2 að aldrei áður hefði komið fram gagnrýni á fyrirkomulag kosningar forseta Alþingis. Þessi kosning á þó að vera skriflega atkvæðagreiðsla samkvæmt þingsköpum. Sá háttur hafi hins vegar ekki verið hafður á síðastliðin tíu ár enda hefur ekki komið fram mótframboð síðan árið 1991. Aðspurð um gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins vegna þess hvernig staðið var að kosningunni segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún sé á misskilningi byggð. Sú kosning sem fram hafi farið á forseta Alþingis sé í raun ígildi skriflegrar kosningar. Ef farið hefði verið eftir forminu og skriflegar kosningar hefðu farið fram þá hefði þurft að skrifa nafn þeirra sem tilnefndir hafi verið, en í þessu tilfelli hafi það aðeins verið Sólveig Pétursdóttir. Rafræna aðferðin hafi verið ígildi skriflegrar kosningar. Gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins var ekki eingöngu bundin við framkvæmd kosningarinnar. Á heimasíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar segir þingmaðurinn orðrétt: „Enginn okkar þriggja í þingflokki Frjálslynda flokksins greiddi Sólveigu Pétursdóttur atkvæði okkar. Þetta gerðum við í mótmælaskyni við þann valdhroka meirihlutans sem felst í því að lýsa því fyrirfram yfir hver eigi að verða þingforseti. Okkur þykir líka algerlega ófært að Sólveig Pétursdóttir gegni þessu embætti á meðan olíusamráðsmálið þar sem eiginmaður hennar var í lykilhlutverki, hefur ekki verið til lykta leitt.“ Aðspurð um þessa gagnrýni segir Arnbjörg þingmenn séu kjörnir á þing og standi fyrir sínu hver og einn. Önnur mál, fjölskyldu þeirra eða hvað annað sem upp kunni að koma, sé ekki mál þings eða þingflokks með neinum hætti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent