Dýrkeyptur aumingjaskapur 4. október 2005 00:01 Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga. Jóhann segir það vanráðið af stjórnvöldum að efna til sveitarstjórnarkosninga án þess að breyta lögum þannig að sveitarfélög þurfi að vera fjölmennari en þau mega nú vera. Því sé fyrirfram vitað að árangur af sameiningarkosningum verði mun minni en ella. Í pistli sínum vísar Jóhann til orða Árna Magnússonar félagsmálaráðherra á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær. Þar sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélögin með kosningum væri viðbúið að umræðan snerist næst að því að hækka mörk fyrir lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga og knýja þannig á um að minnstu sveitarfélögin sameinuðust. Við þetta er að bæta að Árni Magnússon sagði í fréttum Talstöðvarinnar og Bylgjunnar klukkan fjögur að sjálfur ætlaði hann sér ekki að standa að slíkri breytingu. Jóhann fagnar því hins vegar að ráðamenn séu farnir að ræða þennan möguleika og segir: "Stjórnvöld með ráðherra sjálfan í broddi fylkingar ákváðu þó að fara í þetta átak sem nú er að ljúka með kosningum n.k. laugardag án þess að hrófla við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi skuli vera 50 manns. Það var þó öllum ljóst að möguleikar til að flytja verkefni frá hinu opinbera til sveitarfélaganna byggjast á þeirri forsendu að öll sveitarfélög geti veitt svipaða þjónustu og tekið að sér sambærileg verkefni." Jóhann óttast að fámenn sveitarfélög geti dregið úr möguleikum á færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. "Það er þetta fáránlega 50 íbúa lágmark þar sem kjósendur gætu hæglega verið 30 sem kemur í veg fyrir að nauðsynlegur árangur náist. Á því ber Alþingi ábyrgð. Þetta var stjórnvöldum ljóst en þau skorti kjark til að taka á málinu. Sá aumingjaskapur er dýr vegna þess að hann tefur þá nauðsynlegu þróun sem þarf að verða með flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga," segir Jóhann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga. Jóhann segir það vanráðið af stjórnvöldum að efna til sveitarstjórnarkosninga án þess að breyta lögum þannig að sveitarfélög þurfi að vera fjölmennari en þau mega nú vera. Því sé fyrirfram vitað að árangur af sameiningarkosningum verði mun minni en ella. Í pistli sínum vísar Jóhann til orða Árna Magnússonar félagsmálaráðherra á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær. Þar sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélögin með kosningum væri viðbúið að umræðan snerist næst að því að hækka mörk fyrir lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga og knýja þannig á um að minnstu sveitarfélögin sameinuðust. Við þetta er að bæta að Árni Magnússon sagði í fréttum Talstöðvarinnar og Bylgjunnar klukkan fjögur að sjálfur ætlaði hann sér ekki að standa að slíkri breytingu. Jóhann fagnar því hins vegar að ráðamenn séu farnir að ræða þennan möguleika og segir: "Stjórnvöld með ráðherra sjálfan í broddi fylkingar ákváðu þó að fara í þetta átak sem nú er að ljúka með kosningum n.k. laugardag án þess að hrófla við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi skuli vera 50 manns. Það var þó öllum ljóst að möguleikar til að flytja verkefni frá hinu opinbera til sveitarfélaganna byggjast á þeirri forsendu að öll sveitarfélög geti veitt svipaða þjónustu og tekið að sér sambærileg verkefni." Jóhann óttast að fámenn sveitarfélög geti dregið úr möguleikum á færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. "Það er þetta fáránlega 50 íbúa lágmark þar sem kjósendur gætu hæglega verið 30 sem kemur í veg fyrir að nauðsynlegur árangur náist. Á því ber Alþingi ábyrgð. Þetta var stjórnvöldum ljóst en þau skorti kjark til að taka á málinu. Sá aumingjaskapur er dýr vegna þess að hann tefur þá nauðsynlegu þróun sem þarf að verða með flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga," segir Jóhann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent