Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 7. október 2005 00:01 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu. Tillögurnar koma frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra en á þeirra vegum hefur starfað nefnd frá 1. mars sem unnið hefur að úttekt vegna málsins. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir undirbúninginn felast meðal annars í því að upplýsa þá sem að málinu myndu koma um hvað geti gerst og hvernig skuli bregðast við. Á þeim tíma sem nefndin hafi starfað hafi verið keypt mikið magn af lyfjum gegn inflúensunni og segja megi að til séu birgðir sem dugi fyrir þriðjung þjóðarinnar. Þetta hafi nágrannaþjóðirnar einnig gert. Um 500 létust í spánsku veikinni árið 1918 og var helmingur þeirra á aldrinum 20 til 30 ára. Þá var tekið til þess ráðs að loka Holtavörðuheiðinni og við Meðalfellssand og sluppu Norðurland, Austurland og hluti Suðurlands við inflúensuna sem gekk yfir á um átta vikum. Aðspurður hvort slík lokun geti verið möguleg nú játar Haraldur því og segir hluta af sóttvarnaráðstöfunum ýmist einangrun eða afkvíun. Þetta verði að skoða og meta eftir aðstæðum. Menn hafi velt fyrir sér lokun landsins en það sé erfitt í framkvæmd. Haraldur segir að reynslan í spánsku veikinni hafi sýnt að það hafi skilað árangra að loka vissum landshlutum og það verði að skoða. Þá séu aðrir möguleikar eins og samkomubann og lokun skóla sem myndu draga mjög úr útbreiðslu veirunnar. Rauði krossinn vinnur nú að undirbúningi í samstarfi við aðra sem að málinu koma. Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, segir að hlutverk Rauða krossins gæti verið að fara með mat og lyf til sýktra fjölskyldna og vera tengill hennar við umheiminn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu. Tillögurnar koma frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra en á þeirra vegum hefur starfað nefnd frá 1. mars sem unnið hefur að úttekt vegna málsins. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir undirbúninginn felast meðal annars í því að upplýsa þá sem að málinu myndu koma um hvað geti gerst og hvernig skuli bregðast við. Á þeim tíma sem nefndin hafi starfað hafi verið keypt mikið magn af lyfjum gegn inflúensunni og segja megi að til séu birgðir sem dugi fyrir þriðjung þjóðarinnar. Þetta hafi nágrannaþjóðirnar einnig gert. Um 500 létust í spánsku veikinni árið 1918 og var helmingur þeirra á aldrinum 20 til 30 ára. Þá var tekið til þess ráðs að loka Holtavörðuheiðinni og við Meðalfellssand og sluppu Norðurland, Austurland og hluti Suðurlands við inflúensuna sem gekk yfir á um átta vikum. Aðspurður hvort slík lokun geti verið möguleg nú játar Haraldur því og segir hluta af sóttvarnaráðstöfunum ýmist einangrun eða afkvíun. Þetta verði að skoða og meta eftir aðstæðum. Menn hafi velt fyrir sér lokun landsins en það sé erfitt í framkvæmd. Haraldur segir að reynslan í spánsku veikinni hafi sýnt að það hafi skilað árangra að loka vissum landshlutum og það verði að skoða. Þá séu aðrir möguleikar eins og samkomubann og lokun skóla sem myndu draga mjög úr útbreiðslu veirunnar. Rauði krossinn vinnur nú að undirbúningi í samstarfi við aðra sem að málinu koma. Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, segir að hlutverk Rauða krossins gæti verið að fara með mat og lyf til sýktra fjölskyldna og vera tengill hennar við umheiminn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent