Vilja öðruvísi skattalækkanir 9. október 2005 00:01 Hætta á við áform um skattalækkanir og huga að því hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. á opnum fundi í Reykjavík í gær. Ingibjörg sagði blikur á lofti í efnahagsmálum og ekki sá mikli stöðugleiki sem ríkisstjórnin hafi viljað vera láta. „Okkar tillögugerð við fjárlögin miðar að því að halda þurfi aftur af þenslu og vinna gegn verðbólgu. Síðan þurfum við að reyna að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir,“ segir hún. Markmiðunum vill hún ná með því að hætta við skattalækkanir og lækka í staðinn matarskatt úr 14 prósentum í 7 prósent. „Það kemur þeim best sem minnstar hafa tekjurnar og slær um leið á verðbólgu.“ Þá segist hún horfa til þess að persónuafsláttur verði hækkaður, sem skipti fólk með lágar og meðaltekjur mestu. Tekjumissir ríkisins við að lækka matarskattinn segir Ingibjörg nema um 4 milljörðum króna og vill hækka persónuafslátt landsmanna um tvo milljarða. „Ef hætt er við skattalækkanir ríkisstjórnarinnar þá fást þar um sex milljarðar til að greiða fyrir þetta.“ Þá lýsti Ingibjörg þeirri skoðun að skoðað yrði alvarlega hvort taka ætti upp evruna sem gjaldmiðil í stað krónunnar. „Ég vil snúa sönnunarbyrðinni við. Ég lít svo á að sjálfstæður gjaldmiðlill hér sé viðskiptahindrun og að væri henni rutt úr vegi mætti auka verulega útflutningstekjur. Þeir sem vilja halda uppi viðskiptahindrun finnst mér eiga að færa rök fyrir því af hverju það sé gott fyrir þjóðarbúið.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hætta á við áform um skattalækkanir og huga að því hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. á opnum fundi í Reykjavík í gær. Ingibjörg sagði blikur á lofti í efnahagsmálum og ekki sá mikli stöðugleiki sem ríkisstjórnin hafi viljað vera láta. „Okkar tillögugerð við fjárlögin miðar að því að halda þurfi aftur af þenslu og vinna gegn verðbólgu. Síðan þurfum við að reyna að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir,“ segir hún. Markmiðunum vill hún ná með því að hætta við skattalækkanir og lækka í staðinn matarskatt úr 14 prósentum í 7 prósent. „Það kemur þeim best sem minnstar hafa tekjurnar og slær um leið á verðbólgu.“ Þá segist hún horfa til þess að persónuafsláttur verði hækkaður, sem skipti fólk með lágar og meðaltekjur mestu. Tekjumissir ríkisins við að lækka matarskattinn segir Ingibjörg nema um 4 milljörðum króna og vill hækka persónuafslátt landsmanna um tvo milljarða. „Ef hætt er við skattalækkanir ríkisstjórnarinnar þá fást þar um sex milljarðar til að greiða fyrir þetta.“ Þá lýsti Ingibjörg þeirri skoðun að skoðað yrði alvarlega hvort taka ætti upp evruna sem gjaldmiðil í stað krónunnar. „Ég vil snúa sönnunarbyrðinni við. Ég lít svo á að sjálfstæður gjaldmiðlill hér sé viðskiptahindrun og að væri henni rutt úr vegi mætti auka verulega útflutningstekjur. Þeir sem vilja halda uppi viðskiptahindrun finnst mér eiga að færa rök fyrir því af hverju það sé gott fyrir þjóðarbúið.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira