Innlent

Eiga kost á störfum erlendis

Þeim 40 starfsmönnum sem sagt hefur verið upp störfum hjá Flögu Medcare munu fá aðstoð við að leita sér að nýrri vinnu. Starfsmannastjóri fyrirtækisins útilokar ekki að sumir muni eiga þess kost að vinna hjá höfðuðstöðvum fyrirtækisins erlendis.

Sigríður Hanna Jóhannesdóttir starfsmannastjóri hjá Flögu Medcare , segir að fyrirtækið vilji gjarnan aðstoða starfsmenn sína eftir fremstu getu við að fá ný störf. Hún segir málin vera að skýrast þessa dagana , en eins og er liggi ekki alveg fyrir hvort einhverjir muni nýta sér þann möguleika. Sigríður segir í ákveðnum tilfellum myndi fólkinu bjóðast störf í höfuðstöðvum fyritækisins í Ottawa í Kanda og Denver í Bandaríkjunum , en eins og er sé allt óljóst með hvort einhverjir hefðu áhuga á því.

Alls hefur 40 starfsmönnum verið sagt upp hjá fyrirtækinu og að sögn Sigríðar eru margir þeirra með langan starfsaldur og allt upp í níu ár. Sigríður segir að sumir starfsmannanna ætli sér að vinna upp þiggja mánaða uppsagnarfrest sinn. Sigríður segir að viðbrögð fólksins hafi verið misjöfn. Margir geti velhugsað sér að vera lengurhjá fyritækinu enaðrir sýni breyttri stefnu fyrirtækisins skilning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×