Í berhögg við íslensku stjórnarskrána 3. nóvember 2005 14:05 MYND/Teitur Það er brot á alþjóðlegum samningum og gengur í berhögg við íslensku stjórnarskrána að heimila flug um íslenska lofthelgi með fanga, til yfirheyrslu í löndum þar sem þeir geta átt von á pyntingum. Þetta segir meðal annars í greinargerð með þingsályktun sem Össur Skarphéðinsson og níu aðrir Samfylkingarmenn ætla að leggja fyrir Alþingi. Tilefnið er að í ljós er komið að þónokkrar flugvélar, sem grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan CIA noti til þess konar fangaflutninga, hafi farið um íslenska lofthelgi og nokkrar þeirra haft viðkomu hér á landi undanfarin misseri. Sú síðasta hafði viðkomu í Reykjavík fyrir tæpum mánuði. Í greinargerðinni segir að að sterkar líkur séu á því að CIA hafi notað Ísland sem viðkomustað við flutning fanga til landa þar sem vitað sé að pyntingum sé beitt við yfirheyrslur. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að í a.m.k. einhverjum tilvikum, sem meintar fangavélar hafa haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli, hafi þær verið vaktaðar af óeinkennisklæddum mönnum á ómerktum bílum sem hvorki virðast tilheyra lögreglunni né hernum. Eftir að þessir fangaflutningar komust í hámæli í Danmörku í byrjun vikunnar er komið í ljós að CIA vistar marga fanga í fangelsum í Austur-Evrópuríkjum þar sem mannúðleg meðferð á föngum er ekki í heiðri höfð, sem að sögn Wasington Post eru kallaðir svartir staðir. Þangað eru fluttir fangar úr öllum heimshornum, séu þeir grunaðir um tengsl við hryðjuverkahópa, að sögn blaðsins. Nokkrar hinna grunuðu véla sem hafa farið um Keflavík hafa einmitt verið á leið til Austur-Evrópuu eða verið að koma þaðan. Bandaríska leyniþjónustan og talsmaður Bandaríkjastjórnar neituðu í gær að tjá sig um frétt blaðsins. Þá hefur danskur þingmaður gert þá kröfu til danskra stjórnvalda að þau kanni hvort svörtu staðirnir séu ef til vill í einhverju þeirra Austur-Evrópulanda sem nýverið gengu í Evrópusambandið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Það er brot á alþjóðlegum samningum og gengur í berhögg við íslensku stjórnarskrána að heimila flug um íslenska lofthelgi með fanga, til yfirheyrslu í löndum þar sem þeir geta átt von á pyntingum. Þetta segir meðal annars í greinargerð með þingsályktun sem Össur Skarphéðinsson og níu aðrir Samfylkingarmenn ætla að leggja fyrir Alþingi. Tilefnið er að í ljós er komið að þónokkrar flugvélar, sem grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan CIA noti til þess konar fangaflutninga, hafi farið um íslenska lofthelgi og nokkrar þeirra haft viðkomu hér á landi undanfarin misseri. Sú síðasta hafði viðkomu í Reykjavík fyrir tæpum mánuði. Í greinargerðinni segir að að sterkar líkur séu á því að CIA hafi notað Ísland sem viðkomustað við flutning fanga til landa þar sem vitað sé að pyntingum sé beitt við yfirheyrslur. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að í a.m.k. einhverjum tilvikum, sem meintar fangavélar hafa haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli, hafi þær verið vaktaðar af óeinkennisklæddum mönnum á ómerktum bílum sem hvorki virðast tilheyra lögreglunni né hernum. Eftir að þessir fangaflutningar komust í hámæli í Danmörku í byrjun vikunnar er komið í ljós að CIA vistar marga fanga í fangelsum í Austur-Evrópuríkjum þar sem mannúðleg meðferð á föngum er ekki í heiðri höfð, sem að sögn Wasington Post eru kallaðir svartir staðir. Þangað eru fluttir fangar úr öllum heimshornum, séu þeir grunaðir um tengsl við hryðjuverkahópa, að sögn blaðsins. Nokkrar hinna grunuðu véla sem hafa farið um Keflavík hafa einmitt verið á leið til Austur-Evrópuu eða verið að koma þaðan. Bandaríska leyniþjónustan og talsmaður Bandaríkjastjórnar neituðu í gær að tjá sig um frétt blaðsins. Þá hefur danskur þingmaður gert þá kröfu til danskra stjórnvalda að þau kanni hvort svörtu staðirnir séu ef til vill í einhverju þeirra Austur-Evrópulanda sem nýverið gengu í Evrópusambandið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent