Innlent

Útfæði erlends gjaldeyris frá landinu

MYND/RLS

Talsvert útflæði erlends gjaldeyris var frá landinu í september síðastliðnum. Stafar það aðallega aferlendumverðbréfakaupum innlendra aðila. Einnig má gera ráð fyrir aukinni sölu íslenskra skuldabréfa til erlendra aðila á næstu misserum.

 

Hrein erlend verðbréfakaup innlendra aðila námu samtals 9,5 milljörðum króna í september og er það6 milljörðum meiraen á sama tíma í fyrra.

Erlend verðbréfakaup skapa útflæði af erlendum gjaldeyri sem getur veikt krónuna til skemmri tíma litið,einkum ef breytingar eru snöggar.Umtalsvert útflæði átti sér stað í september þar sem halli á vöruskiptum nam 12,5 milljörðum. Krónan styrktist samt sem áður um 4,3% í septemberog það máað einhverju leita rekja til skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum. En frá þessu er skýrt í hálf fimm fréttum KB banka

Hrein kaup á erlendum hlutabréfum námu alls 8,9 milljörðum króna í september og hafa þau aðeins einu sinni verið hærri eða í júlí sl. þegar kaupin námu 9,8 milljörðum króna. Hugsanlegt er að mikil kaup á erlendum hlutabréfum grundvallist á því að stærri fjárfestar hafi verið að kaupa undir 10% hlut í stórum fyrirtækjum með frekari kaup í huga.

Gera má ráð fyrir því að sala skuldabréfa komi til með að aukast á næstu misserum en áhugi á íslenskum vöxtum endurspeglast í útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum og auknum áhuga erlendra aðila á íslenska hagkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×