Það vantar fleiri gosbrunna 4. nóvember 2005 21:12 Gamall skólabróðir minn Þorgrímur Þráinsson bað mig um að setja saman tíu hugmyndir um Ísland framtíðarinnar, þetta birtist svo í Toyota-blaðinu sem var borið út í morgun. Ég lét fylgja með svohjóðandi formála: Þessar hugmyndir fjalla allar um Reykjavík og mótast af því að ég er upprunninn í vesturhluta borgarinnar. Sumt af þessu er draumórakennt, annað raunhæft, en ég held að furðu margt verði einhvern tíma að veruleika. --- --- --- Brú yfir á Álftanes. Þá verður hægt að keyra í hring kringum höfuðborgarsvæðið. Eins og alvöru borgir. --- --- --- Byggð í Vatnsmýri. Það á að vera borgarhverfi sem tekur mið af Þingholtunum, Skólavörðuholti og Miðbænum, ekki alltof háreist en fyrst og fremst fjölbreytt. --- --- --- Flugvöllur á Lönguskerjum eða Bessastaðanesi. Ég er veikur fyrir hugmyndum um að það verði alþjóðaflugvöllur þegar flugvélar verða lágværari og þurfa minna pláss til að lenda. --- --- --- Jarðlest austur úr bænum, í hverfin og bæina í kring. Eða á teinum yfir borginni. Kannski útópískt, en hver veit hvað gerist á næstu hundrað árum. --- --- --- Betri umgengni. Það er alltof mikill sóðaskapur í Reykjavík. Hvað varð um herferðina Hrein torg – fögur borg? --- --- --- Tryggvagötuna í stokk. Og alvöru borgarhverfi meðfram hafnarsvæðinu sem nú er hræðilega döpur eyðimörk. Hafnarstarfsemi í bland við mannlíf. --- --- --- Útimarkað, eða markað sem er hálfur úti og hálfur inni, með alvöru íslenskum afurðum, ekki skrani, heldur fiski, kjöti, grænmeti, jurtum og öðru sem framleitt er hér og landið gefur af sér. --- --- --- Endurnýjaður miðbær þar sem verstu hjallarnir eru rifnir og reist fallegt verslunarhúsnæði í staðinn. Ég hef mælt með stíl sem ég kalla "Reykjavíkurklassík" og má sjá í nokkrum stórbyggingum sem voru reistar á fyrstu áratugum aldarinnar. --- --- --- Gosbrunna. Ótrúlegt að þá vanti í borg þar sem er svo mikið af vatni. --- --- --- Meira um rennandi vatn. Opna lækinn í Lækjargötu. Planta trjágöngum þar í kring. Þá verður gaman að ganga milli Tjarnarinnar og Hafnarinnar á sumarkvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Gamall skólabróðir minn Þorgrímur Þráinsson bað mig um að setja saman tíu hugmyndir um Ísland framtíðarinnar, þetta birtist svo í Toyota-blaðinu sem var borið út í morgun. Ég lét fylgja með svohjóðandi formála: Þessar hugmyndir fjalla allar um Reykjavík og mótast af því að ég er upprunninn í vesturhluta borgarinnar. Sumt af þessu er draumórakennt, annað raunhæft, en ég held að furðu margt verði einhvern tíma að veruleika. --- --- --- Brú yfir á Álftanes. Þá verður hægt að keyra í hring kringum höfuðborgarsvæðið. Eins og alvöru borgir. --- --- --- Byggð í Vatnsmýri. Það á að vera borgarhverfi sem tekur mið af Þingholtunum, Skólavörðuholti og Miðbænum, ekki alltof háreist en fyrst og fremst fjölbreytt. --- --- --- Flugvöllur á Lönguskerjum eða Bessastaðanesi. Ég er veikur fyrir hugmyndum um að það verði alþjóðaflugvöllur þegar flugvélar verða lágværari og þurfa minna pláss til að lenda. --- --- --- Jarðlest austur úr bænum, í hverfin og bæina í kring. Eða á teinum yfir borginni. Kannski útópískt, en hver veit hvað gerist á næstu hundrað árum. --- --- --- Betri umgengni. Það er alltof mikill sóðaskapur í Reykjavík. Hvað varð um herferðina Hrein torg – fögur borg? --- --- --- Tryggvagötuna í stokk. Og alvöru borgarhverfi meðfram hafnarsvæðinu sem nú er hræðilega döpur eyðimörk. Hafnarstarfsemi í bland við mannlíf. --- --- --- Útimarkað, eða markað sem er hálfur úti og hálfur inni, með alvöru íslenskum afurðum, ekki skrani, heldur fiski, kjöti, grænmeti, jurtum og öðru sem framleitt er hér og landið gefur af sér. --- --- --- Endurnýjaður miðbær þar sem verstu hjallarnir eru rifnir og reist fallegt verslunarhúsnæði í staðinn. Ég hef mælt með stíl sem ég kalla "Reykjavíkurklassík" og má sjá í nokkrum stórbyggingum sem voru reistar á fyrstu áratugum aldarinnar. --- --- --- Gosbrunna. Ótrúlegt að þá vanti í borg þar sem er svo mikið af vatni. --- --- --- Meira um rennandi vatn. Opna lækinn í Lækjargötu. Planta trjágöngum þar í kring. Þá verður gaman að ganga milli Tjarnarinnar og Hafnarinnar á sumarkvöldum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun