Innlent

Skuldabréf gefin út fyrir þrjá milljarða í dag

MYND/Vísir

Þýskur banki gaf í dag út skuldabréf upp á þrjá milljaðra íslenskra króna. Bréfin eru gefin út til tæplega tveggja ára eða fram í september árið 2007.

Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin yfir hundrað og fjórtán milljarða króna. Hlé hafði verið á útgáfu erlendra aðila á skuldabréfunum frá því í upphafi mánaðarins. En þá gaf Kommunalbanken í Noregi út þriggja milljarða skuldabréf til fimm ára. Krónan styrktist í heildina í dag um hálft prósent.

Krónan byrjaði á því að veikjast í morgun og má að líkindum rekja það til birtinga vísitölu neysluverðs. Veikingin gekk hins vegar til baka og styrktist krónan eins og fyrr segir. Spurning er hvort rekja megi styrkinguna til spákaupmennsku vegna útgáfu skuldabréfanna. Bréfin verða þó ekki greidd fyrr en tuttugasta þessa mánaðar. Gengisvísitala krónunnar veiktist í gær um eitt prósent og fór í hundrað og tvo komma átta stig. Gengisvísitala krónunnar er nú um núll komma fjórum stigum lægri en hún var 1.nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×