Íslamsvæðing og blóðlitaðar ár 15. nóvember 2005 00:01 Merkilegt hvað túlkanirnar á óeirðunum í Frakklandi og víðar í Evrópu eru margvíslegar. Sumir vilja meina að þarna séu á ferðinni ungir menn fullir af örvæntingu - þá þyrsti eftir félagslegu réttlæti. Þetta sé aðferð þeirra til að fá valdastéttina til að hlusta. Atvinnulausir, áreittir af lögreglunni, útskúfaðir úr samfélaginu, dæmdir til að búa í lélegu húsnæði - þeir eigi ekki annarra úrkosta völ til að vekja athygli á hlutskipti sínu. Gary Younge skrifar í The Guardian og segir að engin bænaskjöl eða friðsamleg mótmæli hefðu getað áorkað þessu. Því segist hann styðja mótmælin - með þeim fyrirvara þó að það sé varla réttlætanlegt að kveikja í bílum. Þetta sé barátta fyrir réttlæti og hún sé að skila árangri. Nú hafi ríkið þurft að friðmælast við mótmælendurna og gripið verði til aðgerða til að koma til móts við þá - auka atvinnutækifæri og bæta aðgengi að menntun. Valdið hafi vaknað upp við vondan draum - og orðið að gefa eftir. Þetta sé ekki ósvipað því sem gerðist í kynþáttaóeirðunum í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. --- --- --- Í tímaritinu The Spectator kveður við annan tón. Undir aðalfyrirsögninni Eurabian Nightmare sér blaðið fram á íslamsvæðingu Evrópu. Það dregur upp mynd af miklum fjölda af múslimum sem séu ekkert sérlega áhugasamir um að aðlagast. Þetta sé spurning um vitlausa stefnu, uppgang trúarsetninga og demógrafíu. Greinarhöfundar Spectator segja að Evrópa sé í djúpum vanda vegna innflytjenda, einkum múslima sem aðlagist illa. Þeir séu nú tíu prósent af íbúatölu Frakklands. Tala þeirra í sumum borgum sé þó miklu hærri - blaðið dregur upp mynd af sigðarlaga (sic!) svæði í kringum Norðursjó þar sem múslimar eru mjög fjölmennir, til dæmis í borgum eins og Rennes, Lille, Brussel, Antwerpen, Rotterdam, Bremen og Árósum. Þarna eru allt að tuttugu prósent íbúanna múslimar segir Spectator. --- --- --- Blaðið segir að í tengslum við óeirðirnar hafi varla mátt nefna orðið sem byrjar á "m" - múslimi. En þar séu menn að berja höfðinu við steininn. Stór hluti íbúa hverfanna þar sem óeirðirnar geisuðu séu ungir og herskáir karlmenn, fullir af beiskju og mjög móttækilegir fyrir öfgafullum skoðunum. Það sé ekki víst að aðlögun - integration - höfði eitthvað sérstaklega til þeirra. Þvert á móti séu teikn á lofti um að múslimar í Norður-Evrópu séu að verða ríki í ríkinu. Þeir helgi sér sín svæði, einangri sig; þess sé jafnvel ekki langt að bíða að reynt verði að koma á íslömskum sharialögum í hverfum þeirra. Í heildina tekið vilji múslimar í Frakklandi í raun minni aðlögun, ekki meiri aðlögun. Innan múslimasamfélagsins séu meira að segja raddir um að til verði sérstakt kalífadæmi í Evrópu - það sem kallað hefur verið Eurabia af þeim sem óttast það mest. --- --- --- Kannski er þetta hreint ofsóknaræði, en það er allavega mikill samhljómur milli höfundanna fjögurra sem skrifa um þessi mál í Spectator - þetta fræga íhaldsblað. Það hlakkar bara mismikið í þeim; flestir eru þeir nefnilega stækir andstæðingar Evrópusambandsins - þeim er dillað þegar Evrópa á í vandræðum. Hins verður því vart á móti mælt að fjölmenningarhyggjan í Evrópu er á síðasta snúningi. Mikil reiði greip um sig í Hollandi eftir morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo Van Gogh; þar voru moskur brenndar og nú eru þar uppi áætlanir um að banna burka, hinn ömurlega kvenbúning sem hylur múslimakonur. Andstaðan er líka að vaxa í Danmörku þar sem síðast varð mikið uppistand vegna múslimaklerka sem vildu fara að ritskoða efni í dagblöðum. Einn pistlahöfundurinn, Taki, rifjar upp nafn breska þingmannsins Enochs Powell. 1968 flutti hann fræga ræðu sem kennd er við rivers of blood. Þar setti hann sig upp á móti straumi innflytjenda til Bretlands, sagði að þetta myndi enda með borgarastríði. Powell var útmálaður sem rasisti, Edward Heath rak hann strax daginn eftir úr skuggaráðuneyti sínu. Taki telur að nú muni hann bifast af kuldahlátri í gröf sinni. --- --- --- Til fróðleiks: Í ræðu sinni sem haldin var 20. apríl 1968 í Birmingham sagði Powell: "It is like watching a nation busily engaged in heaping up its own funeral pyre.... As I look ahead, I am filled with foreboding. Like the Roman, I seem to see "the River Tiber foaming with much blood"." Þetta er komið úr Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil, hljómar þannig í þýðingu Hauks Hannessonar - spásögn völvunnar Sybillu:"Ég sé stríð, skelfileg stríð og Tíberfljót freyða í miklu blóði." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Merkilegt hvað túlkanirnar á óeirðunum í Frakklandi og víðar í Evrópu eru margvíslegar. Sumir vilja meina að þarna séu á ferðinni ungir menn fullir af örvæntingu - þá þyrsti eftir félagslegu réttlæti. Þetta sé aðferð þeirra til að fá valdastéttina til að hlusta. Atvinnulausir, áreittir af lögreglunni, útskúfaðir úr samfélaginu, dæmdir til að búa í lélegu húsnæði - þeir eigi ekki annarra úrkosta völ til að vekja athygli á hlutskipti sínu. Gary Younge skrifar í The Guardian og segir að engin bænaskjöl eða friðsamleg mótmæli hefðu getað áorkað þessu. Því segist hann styðja mótmælin - með þeim fyrirvara þó að það sé varla réttlætanlegt að kveikja í bílum. Þetta sé barátta fyrir réttlæti og hún sé að skila árangri. Nú hafi ríkið þurft að friðmælast við mótmælendurna og gripið verði til aðgerða til að koma til móts við þá - auka atvinnutækifæri og bæta aðgengi að menntun. Valdið hafi vaknað upp við vondan draum - og orðið að gefa eftir. Þetta sé ekki ósvipað því sem gerðist í kynþáttaóeirðunum í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. --- --- --- Í tímaritinu The Spectator kveður við annan tón. Undir aðalfyrirsögninni Eurabian Nightmare sér blaðið fram á íslamsvæðingu Evrópu. Það dregur upp mynd af miklum fjölda af múslimum sem séu ekkert sérlega áhugasamir um að aðlagast. Þetta sé spurning um vitlausa stefnu, uppgang trúarsetninga og demógrafíu. Greinarhöfundar Spectator segja að Evrópa sé í djúpum vanda vegna innflytjenda, einkum múslima sem aðlagist illa. Þeir séu nú tíu prósent af íbúatölu Frakklands. Tala þeirra í sumum borgum sé þó miklu hærri - blaðið dregur upp mynd af sigðarlaga (sic!) svæði í kringum Norðursjó þar sem múslimar eru mjög fjölmennir, til dæmis í borgum eins og Rennes, Lille, Brussel, Antwerpen, Rotterdam, Bremen og Árósum. Þarna eru allt að tuttugu prósent íbúanna múslimar segir Spectator. --- --- --- Blaðið segir að í tengslum við óeirðirnar hafi varla mátt nefna orðið sem byrjar á "m" - múslimi. En þar séu menn að berja höfðinu við steininn. Stór hluti íbúa hverfanna þar sem óeirðirnar geisuðu séu ungir og herskáir karlmenn, fullir af beiskju og mjög móttækilegir fyrir öfgafullum skoðunum. Það sé ekki víst að aðlögun - integration - höfði eitthvað sérstaklega til þeirra. Þvert á móti séu teikn á lofti um að múslimar í Norður-Evrópu séu að verða ríki í ríkinu. Þeir helgi sér sín svæði, einangri sig; þess sé jafnvel ekki langt að bíða að reynt verði að koma á íslömskum sharialögum í hverfum þeirra. Í heildina tekið vilji múslimar í Frakklandi í raun minni aðlögun, ekki meiri aðlögun. Innan múslimasamfélagsins séu meira að segja raddir um að til verði sérstakt kalífadæmi í Evrópu - það sem kallað hefur verið Eurabia af þeim sem óttast það mest. --- --- --- Kannski er þetta hreint ofsóknaræði, en það er allavega mikill samhljómur milli höfundanna fjögurra sem skrifa um þessi mál í Spectator - þetta fræga íhaldsblað. Það hlakkar bara mismikið í þeim; flestir eru þeir nefnilega stækir andstæðingar Evrópusambandsins - þeim er dillað þegar Evrópa á í vandræðum. Hins verður því vart á móti mælt að fjölmenningarhyggjan í Evrópu er á síðasta snúningi. Mikil reiði greip um sig í Hollandi eftir morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo Van Gogh; þar voru moskur brenndar og nú eru þar uppi áætlanir um að banna burka, hinn ömurlega kvenbúning sem hylur múslimakonur. Andstaðan er líka að vaxa í Danmörku þar sem síðast varð mikið uppistand vegna múslimaklerka sem vildu fara að ritskoða efni í dagblöðum. Einn pistlahöfundurinn, Taki, rifjar upp nafn breska þingmannsins Enochs Powell. 1968 flutti hann fræga ræðu sem kennd er við rivers of blood. Þar setti hann sig upp á móti straumi innflytjenda til Bretlands, sagði að þetta myndi enda með borgarastríði. Powell var útmálaður sem rasisti, Edward Heath rak hann strax daginn eftir úr skuggaráðuneyti sínu. Taki telur að nú muni hann bifast af kuldahlátri í gröf sinni. --- --- --- Til fróðleiks: Í ræðu sinni sem haldin var 20. apríl 1968 í Birmingham sagði Powell: "It is like watching a nation busily engaged in heaping up its own funeral pyre.... As I look ahead, I am filled with foreboding. Like the Roman, I seem to see "the River Tiber foaming with much blood"." Þetta er komið úr Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil, hljómar þannig í þýðingu Hauks Hannessonar - spásögn völvunnar Sybillu:"Ég sé stríð, skelfileg stríð og Tíberfljót freyða í miklu blóði."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun