Kennsla í listdansi einkavædd 1. desember 2005 07:30 Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu í gær með starfsmönnum Listdansskóla Íslands, en eins og greint hefur verið frá stendur til að leggja hann niður í vor. Fram kom á fundinum að ráðuneytið hygðist semja við tvo kennara við skólann, þær Ástrós Gunnarsdóttur og Lauren Hauser, sem hafa stofnað fyrirtæki, Dansmennt, sem á að reka skóla sem leysir Listdansskólann af hólmi. Skólinn á að vinna samkvæmt nýrri námsskrá um listdanskennslu sem verið er að leggja lokahönd á og að þremur árum liðnum verður samningurinn endurskoðaður. Örn Guðmundsson, skólameistari Listdansskóla Íslands, segir að yfirlýsingin sem undirrituð verði í dag sé á milli Dansmenntar og Menntaskólans í Hamrahlíð þannig að MH kaupi þjónustuna af skólanum. Hugsanlegt er að fleiri framhaldsskólar geri samning við hinn nýja skóla en það er ekki ljóst á þessari stundu. Kennsla í grunnskóladeild verður einnig í hinum nýja skóla en eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur enginn samningur verið gerður á milli sveitarfélaga og hins nýja skóla um kennslu í listdansi. Ástrós Gunnarsdóttir vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði til viljayfirlýsingarinnar sem undirrituð verður í dag. Hún sagði þó að verið væri að vinna að skipulagi skólans með fram nýju námsskránni. Ástrós sagði ekki ljóst hvort og þá hve há skólagjöld yrðu innheimt fyrir námið. Þeir starfsmenn Listdansskóla Íslands sem fréttastofa ræddi við eru mjög uggandi vegna ástandsins enda verða þeir atvinnulausir frá og með vorinu og ekki er ljóst hversu margir verða ráðnir til hins nýja skóla. Þá hafa þeir efasemdir um að námið beri sig verði það einkavætt. Það hefur Örn, skólameistari Listdansskólans, líka. Hann segir einkavæðingu ekki góða lausn fyrir listkennslu, hvorki á Íslandi né annars staðar því námið sé sérhæft og markvisst til þess að það beri árangur. Leitað var eftir viðbrögðum menntamálaráðuneytisins en þau fengust ekki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Kennsla í listdansi verður einkavædd í haust ef áætlanir menntamálaráðuneytisins ganga eftir. Viljayfirlýsing á milli Menntaskólans í Hamrahlíð og forsvarsmanna nýs listdansskóla um greiðslu fyrir danskennslu verður undirrituð í dag. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu í gær með starfsmönnum Listdansskóla Íslands, en eins og greint hefur verið frá stendur til að leggja hann niður í vor. Fram kom á fundinum að ráðuneytið hygðist semja við tvo kennara við skólann, þær Ástrós Gunnarsdóttur og Lauren Hauser, sem hafa stofnað fyrirtæki, Dansmennt, sem á að reka skóla sem leysir Listdansskólann af hólmi. Skólinn á að vinna samkvæmt nýrri námsskrá um listdanskennslu sem verið er að leggja lokahönd á og að þremur árum liðnum verður samningurinn endurskoðaður. Örn Guðmundsson, skólameistari Listdansskóla Íslands, segir að yfirlýsingin sem undirrituð verði í dag sé á milli Dansmenntar og Menntaskólans í Hamrahlíð þannig að MH kaupi þjónustuna af skólanum. Hugsanlegt er að fleiri framhaldsskólar geri samning við hinn nýja skóla en það er ekki ljóst á þessari stundu. Kennsla í grunnskóladeild verður einnig í hinum nýja skóla en eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur enginn samningur verið gerður á milli sveitarfélaga og hins nýja skóla um kennslu í listdansi. Ástrós Gunnarsdóttir vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði til viljayfirlýsingarinnar sem undirrituð verður í dag. Hún sagði þó að verið væri að vinna að skipulagi skólans með fram nýju námsskránni. Ástrós sagði ekki ljóst hvort og þá hve há skólagjöld yrðu innheimt fyrir námið. Þeir starfsmenn Listdansskóla Íslands sem fréttastofa ræddi við eru mjög uggandi vegna ástandsins enda verða þeir atvinnulausir frá og með vorinu og ekki er ljóst hversu margir verða ráðnir til hins nýja skóla. Þá hafa þeir efasemdir um að námið beri sig verði það einkavætt. Það hefur Örn, skólameistari Listdansskólans, líka. Hann segir einkavæðingu ekki góða lausn fyrir listkennslu, hvorki á Íslandi né annars staðar því námið sé sérhæft og markvisst til þess að það beri árangur. Leitað var eftir viðbrögðum menntamálaráðuneytisins en þau fengust ekki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent