Jón Baldvin í Silfrinu 9. desember 2005 09:32 Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór
Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun