Hvar er frjálshyggjan? 19. desember 2005 13:25 Stundum er rétt að skoða frasana sem fólk notar. Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifar einhver S. Pálsson og segir að hér séu engin miðjustjórnmál heldur vaði allt í óheftum kapítalisma, miðjan sé bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp. Svo horfir maður aðeins í kringum sig – hvernig birtist nýfrjálshyggjan hér á Íslandi? Jú, það er vissulega búið að einkavæða bankana, en bankar komust í einkaeigu hér árum og áratugum á eftir Evrópu, að meðtalinni hinni sósíaldemókratísku Skandinavíu. Margir hafa auðgast vegna þessarar einkavæðingar, en lánakjör almennings hafa llíka stórbatnað. Gömlu ríkisbankarnir voru raunar einhver stærsta svikamylla sem hefur verið til á Íslandi, gengu aðallega út á að rýja fólk inn að skyrtunni með vaxtaokri meðan peningum var útdeilt til gæluverkefna og fyrirtækja sem voru í náðinni hjá stjórnmálamönnum. Hið sama má segja um símann – það þekkist hvergi núorðið að ríkið eigi símafyrirtæki, enda alveg ástæðulaust vegna mikillar samkeppni í símaþjónustu. Síminn var heldur engin góðgerðarstofnun meðan ríkið átti hann, heldur sannkölluð okurbúlla. --- --- --- Á sama tíma tíðkast hér mikil miðstýring í heilbrigðiskerfinu sem færist frekar í aukana – bygging hátæknispítala vísar veginn í þá átt. Umfang velferðarkerfisins hefur farið vaxandi, líkt og fjölgun öryrkja ber vott um. Menntakerfið fram að háskólastigi er nánast eingöngu í höndum hins opinbera. Við rekum öflugt ríkisútvarp sem líklega mun frekar styrkjast með nýjum lögum, sinfóníuhljómsveit, þjóðleikhús, óperu. Ríki og borg ætla að fara að byggja risastórt tónlistarhús. Svo er landbúnaðarkerfið í fast í viðjum ríkisafskipta, ofurtolla og hafta – hlutfallslega ver íslenska ríkið miklu meiru til landbúnaðar en hið alræmda Evrópusamband. Langstærsta framkvæmd síðari tíma á Íslandi, Kárahnjúkavirkjun, er svo í höndum ríkisfyrirtækis og á ábyrgð ríkisins. Hugmyndafræðilega er hún einhvers staðar á mörkum ríkiskapítalisma og áætlanabúskapar. Hvar er þá öll nýfrjálshyggjan? --- --- --- Rétt er það hjá Össuri að David Cameron fær gott start í pólítíkinni. Hann hefur hins vegar ekki sannað sig enn svo nokkru nemi. Hélt fræga ræðu í Blackpool, þótt enginn muni reyndar hvað hann sagði þar. Var við það að brjóta þingsköp í fyrsta fyrirspurnatíma sínum í þinginu. Annars hefur Cameron það sér helst til framdráttar að hann þykir eins og snýttur út úr nefinu á Tony Blair. Virðist vel upp allinn og nokkuð öfgalaus. Cameron leggur áherslu á að hann sé grænn í skoðunum, hann er jákvæðri í garð hælisleitenda en Michael Howard, er ekkert endilega á því að að lækka skatta. Hann leitar inn á miðjuna. Um leið skilur hann gamla kjósendur Íhaldsflokksins eftir á einskismannslandi; millistéttarfólkið og smáborgarana sem er kjarnafylgi flokksins. Gamli og afkáralegi majórinn, Ian Duncan-Smith, var miklu rökréttari fulltrúi þess fólks. Líklega verður Cameron best lýst sem blairista; hann er skilgetið afkvæmi New Labour. Undir stjórn hans gæti Íhaldsflokkurinn orðið enn óskiljanlegri en hingað til. --- --- --- Ég las ensku blaði um daginn að bæklingar sem eru bornir í hús nái til um það bil 0,10 prósenta viðtakenda. Þar kom fram að þetta hlutfall hefði samkvæmt könnunum lækkað úr 0,15 prósentum og þar með væri grundvellinum kippt undan slíkri bæklingaprentun – hún borgaði sig bara alls ekki. Umhugsunarefni fyrir þá sem eru að hella þessu rusli inn um lúguna hjá manni á hverjum degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Stundum er rétt að skoða frasana sem fólk notar. Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifar einhver S. Pálsson og segir að hér séu engin miðjustjórnmál heldur vaði allt í óheftum kapítalisma, miðjan sé bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp. Svo horfir maður aðeins í kringum sig – hvernig birtist nýfrjálshyggjan hér á Íslandi? Jú, það er vissulega búið að einkavæða bankana, en bankar komust í einkaeigu hér árum og áratugum á eftir Evrópu, að meðtalinni hinni sósíaldemókratísku Skandinavíu. Margir hafa auðgast vegna þessarar einkavæðingar, en lánakjör almennings hafa llíka stórbatnað. Gömlu ríkisbankarnir voru raunar einhver stærsta svikamylla sem hefur verið til á Íslandi, gengu aðallega út á að rýja fólk inn að skyrtunni með vaxtaokri meðan peningum var útdeilt til gæluverkefna og fyrirtækja sem voru í náðinni hjá stjórnmálamönnum. Hið sama má segja um símann – það þekkist hvergi núorðið að ríkið eigi símafyrirtæki, enda alveg ástæðulaust vegna mikillar samkeppni í símaþjónustu. Síminn var heldur engin góðgerðarstofnun meðan ríkið átti hann, heldur sannkölluð okurbúlla. --- --- --- Á sama tíma tíðkast hér mikil miðstýring í heilbrigðiskerfinu sem færist frekar í aukana – bygging hátæknispítala vísar veginn í þá átt. Umfang velferðarkerfisins hefur farið vaxandi, líkt og fjölgun öryrkja ber vott um. Menntakerfið fram að háskólastigi er nánast eingöngu í höndum hins opinbera. Við rekum öflugt ríkisútvarp sem líklega mun frekar styrkjast með nýjum lögum, sinfóníuhljómsveit, þjóðleikhús, óperu. Ríki og borg ætla að fara að byggja risastórt tónlistarhús. Svo er landbúnaðarkerfið í fast í viðjum ríkisafskipta, ofurtolla og hafta – hlutfallslega ver íslenska ríkið miklu meiru til landbúnaðar en hið alræmda Evrópusamband. Langstærsta framkvæmd síðari tíma á Íslandi, Kárahnjúkavirkjun, er svo í höndum ríkisfyrirtækis og á ábyrgð ríkisins. Hugmyndafræðilega er hún einhvers staðar á mörkum ríkiskapítalisma og áætlanabúskapar. Hvar er þá öll nýfrjálshyggjan? --- --- --- Rétt er það hjá Össuri að David Cameron fær gott start í pólítíkinni. Hann hefur hins vegar ekki sannað sig enn svo nokkru nemi. Hélt fræga ræðu í Blackpool, þótt enginn muni reyndar hvað hann sagði þar. Var við það að brjóta þingsköp í fyrsta fyrirspurnatíma sínum í þinginu. Annars hefur Cameron það sér helst til framdráttar að hann þykir eins og snýttur út úr nefinu á Tony Blair. Virðist vel upp allinn og nokkuð öfgalaus. Cameron leggur áherslu á að hann sé grænn í skoðunum, hann er jákvæðri í garð hælisleitenda en Michael Howard, er ekkert endilega á því að að lækka skatta. Hann leitar inn á miðjuna. Um leið skilur hann gamla kjósendur Íhaldsflokksins eftir á einskismannslandi; millistéttarfólkið og smáborgarana sem er kjarnafylgi flokksins. Gamli og afkáralegi majórinn, Ian Duncan-Smith, var miklu rökréttari fulltrúi þess fólks. Líklega verður Cameron best lýst sem blairista; hann er skilgetið afkvæmi New Labour. Undir stjórn hans gæti Íhaldsflokkurinn orðið enn óskiljanlegri en hingað til. --- --- --- Ég las ensku blaði um daginn að bæklingar sem eru bornir í hús nái til um það bil 0,10 prósenta viðtakenda. Þar kom fram að þetta hlutfall hefði samkvæmt könnunum lækkað úr 0,15 prósentum og þar með væri grundvellinum kippt undan slíkri bæklingaprentun – hún borgaði sig bara alls ekki. Umhugsunarefni fyrir þá sem eru að hella þessu rusli inn um lúguna hjá manni á hverjum degi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun