Sport

Bruce heldur starfinu

Steve Bruce er undir gríðarlegri pressu um þessar mundir, en starf hans er þó ekki í hættu ef marka má orð David Gold
Steve Bruce er undir gríðarlegri pressu um þessar mundir, en starf hans er þó ekki í hættu ef marka má orð David Gold NordicPhotos/GettyImages

Stjórnarformaður Birmingham hefur gefið það út að Steve Bruce muni halda starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins áfram, þrátt fyrir skelfilegt gengi það sem af er leiktíðinni. Bruce kallaði frammistöðu leikmanna sinna hörmulega í eftir 4-1 tap fyrir Manchester City um helgina.

David Gold hefur hinsvegar lýst yfir áframhaldandi stuðningi við Bruce, en liðið á mjög erfiða leiki fyrir höndum yfir hátíðarnar, þar sem það leikur m.a. við Manchester United, Tottenham og meistara Chelsea.

"Liðið er í erfiðri stöðu um þessar mundir og það eru erfiðir leikir framundan. Við eigum í harðri baráttu við nokkur lið á botninum og verðum að tryggja það að við verðum fyrir ofan þau í vor. Þetta er ekki flókið, við bara verðum að koma okkur úr þessari erfiðustu klemmu sem við höfum verið í síðan við komum upp í úrvalsdeildina og Steve Bruce mun koma okkur út úr þessum ógöngum. Það er það sem hann gerir best og það er hans vinna," sagði Gold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×