Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Eigum skilið að finna til“

Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Asensio hetjan í endur­komu Villa

Lánsmennirnir Marcus Rashford og Marco Asensio voru í lykilhlutverkum þegar Aston Villa vann góðan 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa er nú aðeins stigi á eftir Chelsea í deildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hætti við að dæma víti og United slapp með jafn­tefli

Everton og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton virtist vera með sigurinn í höndunum þegar United lifnaði allt í einu við á síðustu tuttugu mínútunum. Síðustu tuttugu mínútur leiks og uppbótatíminn varð síðan að mikilli rússíbanaferð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili með ítalska stórliðinu Internazionale. Hún hélt hreinu með íslenska landsliðinu í gær eitthvað sem við höfum séð mikið af í leikjum hennar i Seríu A.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur­líkur Liverpool minnkuðu

Liverpool dróst í gær á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain og sá dráttur hafði áhrif á sigurlíkur enska úrvalsdeildarliðsins í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gaf unnustu sinni vænt oln­boga­skot í leik

Kærustuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson mættust í gærkvöldi á fótboltavellinum og báru þær báðar fyrirliðaband þjóða sinna. Harder er fyrirliði danska landsliðsins en Eriksson er fyrirliði þess sænska.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍR heldur á­fram að hrella liðin úr Bestu deildinni

Eftir að hafa steinlegið gegn Aftureldingu fyrir viku síðan, í leik sem endaði 6-3, unnu FH-ingar öruggan 3-0 sigur gegn HK í Kórnum í kvöld, í Lengjubikar karla í fótbolta. Afturelding tapaði hins vegar 3-1 fyrir ÍR-ingum sem halda áfram að gera góða hluti í keppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Dagur í frysti­klefa í Ber­lín

Jón Dagur Þorsteinsson hefur ekkert fengið að spila á þessu ári fyrir Hertha Berlín í Þýskalandi, nú þegar bráðum fer að styttast í næstu landsleiki. Ekkert breyttist í fyrsta leik nýs þjálfara.

Fótbolti