Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Marc Brys segir það ekki rétt að hann sé hættur sem þjálfari kamerúnska landsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að knattspyrnusambandið, FECAFOOT, hafi sjálft staðfest slíkar fréttir. Fótbolti 24.7.2025 06:31
Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld. Fótbolti 23.7.2025 23:17
Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Eiginkona Diogo Jota hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum eftir að hún missti eiginmann sinn á hræðilegan hátt. Enski boltinn 23.7.2025 22:31
Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Marcus Rashford var í kvöld kynntur sem nýr leikmaður Barcelona en hann kemur til spænska stórliðsins á láni frá Manchester United. Fótbolti 23. júlí 2025 19:30
Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit KA náði í dag í jafntefli í fyrri leik sínum gegn Silkeborg, frá Danmörku, í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 á JYSK Park úti í Silkeborg, en síðari leikurinn mun fara fram á Akureyri eftir rúma viku. Töfrar Hallgríms Mars í uppbótatíma tryggðu að Akureyringar fara með jafna stöðu inn í síðari leikinn. Fótbolti 23. júlí 2025 19:00
Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Íslendingaliðið Brann er í slæmum málum í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld. Fótbolti 23. júlí 2025 18:56
Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Liverpool staðfestir á miðlum sínum í kvöld að félagið sé búið að ganga frá kaupum á framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 23. júlí 2025 18:45
Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Arsenal er þegar byrjað að vinna bikara þótt að undirbúningstímabil sé rétt að byrja. Enski boltinn 23. júlí 2025 18:01
Cosic kominn í KR-búninginn Amin Cosic hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2028 en hann kemur frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur. Íslenski boltinn 23. júlí 2025 17:49
Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Fótbolti 23. júlí 2025 15:15
Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Fótbolti 23. júlí 2025 12:46
Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Lech Poznan vann afgerandi 7-1 sigur á Breiðabliki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í gær. Fjögur víti voru dæmd í leiknum. Fótbolti 23. júlí 2025 11:30
Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er búinn að finna sér nýtt félag fyrir komandi vetur. Fótbolti 23. júlí 2025 11:00
Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Erik Ten Hag, þjálfari Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni, segir svissneska miðjumanninn Granit Xhaka of mikilvægan liðinu til að selja til Sunderland, þrátt fyrir að hann vilji sjálfur fara þangað. Fótbolti 23. júlí 2025 10:17
Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug. Fótbolti 23. júlí 2025 08:47
„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Fótbolti 23. júlí 2025 08:01
Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 23. júlí 2025 07:28
Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Enski boltinn 23. júlí 2025 07:02
„Við viljum meira“ England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss. Fótbolti 22. júlí 2025 23:15
Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Hinn skemmtilegi liður Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar. Þar var meðal annars farið yfir hverjir væru mikilvægastir sínu liði hjá toppliðum Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 22. júlí 2025 22:31
Enskar í úrslit eftir dramatík Ríkjandi Evrópumeistarar Englands geta varið titil sinn eftir hádramatískan sigur á Ítalíu í undanúrslitum EM kvenna í knattspyrnu í Genf. Lokatölur 2-1 eftir framlengdan leik. Fótbolti 22. júlí 2025 21:50
Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar. Fótbolti 22. júlí 2025 20:30
Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun þess efnis að liðið megi ekki spila í Evrópudeildinni þar sem Lyon er nú þegar þar. Félögin eru að hluta til undir sama eignarhaldi. Enski boltinn 22. júlí 2025 19:33
KR í markmannsleit eftir meiðsli Lið KR í Bestu deild karla í knattspyrnu er í markmannsleit þar sem Sigurpáll Sören Ingólfsson ökklabrotnaði á æfingu nýverið. Íslenski boltinn 22. júlí 2025 18:45