Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Guar­diola segir Meistara­deildarsæti vera nóg

„Ég myndi segja að sigurinn hafi verið stór, sérstaklega ef miðað er við hversu góðan sigur þeir unnu síðast (á Nottingham Forest) og að hvorki Arsenal né Liverpool unnu hér,“ sagði Pep Guardiola eftir sigur sinna manna í Manchester City gegn Everton á útivelli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tveir fimm­tán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val

Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið

Fanney Inga Birkisdóttir fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og fagnaði sigri með Häcken. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter á Ítalíu og hélt enn á ný hreinu í góðum sigri á Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Mögnuð endur­koma mikil­væg í toppbaráttunni

Barcelona virtist vera að missa af tveimur stigum í toppbaráttu La Liga, efstu deildar karla í knattspyrnu á Spáni, þegar liðið fékk vítaspyrnu gegn Celta Vigo þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Katalóníu 4-3 og Börsungar auka forskot sitt á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak bombaði inn úr þröngu færi

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mikilvægt mark fyrir Düsseldorf í Þýskalandi í dag, í 1-1 jafntefli við Elversberg í baráttu liða sem ætla sér upp í efstu deild. Gríðarleg spenna er í þeirri baráttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni út­sendingu

Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórt skref en KSÍ í kapp­hlaupi við tímann

Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní.

Fótbolti