Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir að Trump hafi stungið gull­medalíu inn á sig

Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballið ekki búið hjá Breiðabliki

Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við viljum meira“

England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Enskar í úr­slit eftir dramatík

Ríkjandi Evrópumeistarar Englands geta varið titil sinn eftir hádramatískan sigur á Ítalíu í undanúrslitum EM kvenna í knattspyrnu í Genf. Lokatölur 2-1 eftir framlengdan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Lech Poznan - Breiða­blik 7-1 | Af­hroð í Pól­landi

Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar.

Fótbolti