Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 09:31 Emanuela Rusta fékk sig fullsadda af óviðeigandi skilaboðum á Instagram. Getty/Gualter Fatia Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn