Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Hjörvar Ólafsson skrifar 23. september 2024 21:08 Gylfi Þór Sigurðsson sýndi hvers hann er megnugur þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. Vísir/Pawel Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. Stjarnan hefði getað opnað baráttuna um að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar og þar af leiðandi þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næsta keppnistímabili upp á gátt með sigri í þessum leik. Gestirnir úr Garðabænum komust í 2-0 í fyrri hálfleik en Valsmenn komu til baka í þeim seinni og náðu í mikilvægt stig í vegferð liðsins í átt að sæti í Sambandsdeildinni. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir með smekklegu marki eftir rúmlega 20 mínútna leik. Óli Valur Ómarsson átti þá góðan sprett upp hægri vænginn og lagði boltann á Hilmar Árna sem setti boltann á hnitmiðaðan hátt í fjærhornið. Adolf Daði Birgisson tvöfaldaði svo forystu Stjörnuliðsins þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Hilmar Árni átti þá fína hornspyrnu, Emil Atlason náði ágætis skalla sem Ögmundur Kristinsson sló fyrir fætur Adolfs Daða sem setti boltann í netið. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Heimamenn komu hærra upp á völlinn og náðu upp góðri pressu. Albin Skoglund minnkaði muninn þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Patrick Pedersen átti þá góða stoðsendingu á Skoglund sem skoraði sitt fyrsta deildarmark í Valstreyjunni. Þá var komið að Gylfa Þór Sigurðssyni að sýna skottækni sína en hann jafnaði metin með þrumuskoti sem söng í samskeytunum um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þrátt fyrir að bæði lið fengu fín færi til þess að tryggja sér sigurinn varð niðurstaðan 2-2 jafntefli sem Valsmenn eru líklega bara nokkuð sáttir við. Valur situr í þriðja sæti með 39 stig og Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. Skagamenn sem lutu í lægra haldi fyrir Blikum í kvöld eru í fimmta sæti með 34 stig. Srdjan Tufegdzic var nokkuð séttur við stigið. Vísir/Ívar Srdjan Tufegdzic: Allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik „Við byrjuðum leikinn ágætlega en lentum svo undir úr fyrsta skoti þeirra á markið og fáum svo á okkur mark úr föstu leikatriði. Það má segja að þetta sé saga okkar í sumar. Að spila vel úti á vellinum en fá svo á okkur ódýr mörk sem við eigum að geta komið í veg fyrir,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals. „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að færa liðið ofar og setja þá undir meiri pressu. Það tókst og það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt en bæði lið hefðu getað stolið þessu undir lokin,“ sagði Túfa enn fremur. Jökull I Elísabetarson: Hefðum átt að díla betur við pressuna „Við stýrðum leiknum í fyrri hálfeik, spiluðum frábæran fótbolta og vorum verðskuldað 2-0 yfir í hálfleik. Við vissum það svo að þeir myndu fara hærra með liðið í seinni hálfleik og við hefðum átt að geta dílað betur betur við pressuna sem þeir settu á okkur,“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Úr því sem komið var er ég svona þokkalega sáttur við stigið en við fengum klárlega möguleika á að næla í stigin þrjú. Við ræddum ekkert um það að þetta væri úrlsitaleikur um að ná í sæti í Evrópukeppni í kringum þennan leik. Við erum fjórum stigum frá þriðja sætinu og það er vel raunhæft að ná því,“ sagði Jökull þar að auki. Jökull I Elísabetarson fékk að sjá kaflaskipta frammistöðu hjá lærisveinum sínum. Vísir/Diego Atvik leiksins Gylfi Þór minnti knattspyrnuunnendur á það í kvöld að við njótum þeirra forréttinda að vera með leikmann í hæsta gæðaflokki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Gylfi Þór var orðinn þreyttur á því að vera undir í leiknum og tók til sinna ráða þegar hann sá til þess að Valur náði í dýrmætt stig. Stjörnur og skúrkar Óli Valur átti marga góða spretti upp hægri vænginn og lagði upp fyrra mark Stjörnunnar sem Hilmar Árni skoraði. Kjartan Már Kjartansson var öflugur í hlutverki sínu sem djúpur miðjumaður. Örvar Logi Örvarsson var svo góður í vinstri bakverðinum. Hjá Val var Albin Skoglund sífellt ógnandi og uppskar svo með marki sínu. Gylfi Þór sýndi snilli sína í jöfnunarmarkinu og Ögmundur Kristinsson varði vel á ögurstundu þegar Örvar Eggertsson hefði getað sett rýting í bakið á Valsmönnum undir lok leiksins. Dómarar leiksins Helgi Mikael Jónasson og aðstoðarmenn hans létu leikinn flæða vel að Hlíðarenda í kvöld og negldu allar stórar ákvarðanir leiksins. Forráðamenn liðanna fengu að blása á bekkjunum allt þar til hinn dagfarsprúði fagurkeri Kjartan Sturluson sagði eitthvað sem varð til þess að hann var sendur í snemmbúna sturtu. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt á N1-völlinn í kvöld og stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra. Sólarlagið var fagurt og rammaði inn fínasta fótboltaleik tveggja vel spilandi liða sem sýndu sparihliðar sína á köflum. Besta deild karla Valur Stjarnan
Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. Stjarnan hefði getað opnað baráttuna um að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar og þar af leiðandi þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næsta keppnistímabili upp á gátt með sigri í þessum leik. Gestirnir úr Garðabænum komust í 2-0 í fyrri hálfleik en Valsmenn komu til baka í þeim seinni og náðu í mikilvægt stig í vegferð liðsins í átt að sæti í Sambandsdeildinni. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir með smekklegu marki eftir rúmlega 20 mínútna leik. Óli Valur Ómarsson átti þá góðan sprett upp hægri vænginn og lagði boltann á Hilmar Árna sem setti boltann á hnitmiðaðan hátt í fjærhornið. Adolf Daði Birgisson tvöfaldaði svo forystu Stjörnuliðsins þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Hilmar Árni átti þá fína hornspyrnu, Emil Atlason náði ágætis skalla sem Ögmundur Kristinsson sló fyrir fætur Adolfs Daða sem setti boltann í netið. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Heimamenn komu hærra upp á völlinn og náðu upp góðri pressu. Albin Skoglund minnkaði muninn þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Patrick Pedersen átti þá góða stoðsendingu á Skoglund sem skoraði sitt fyrsta deildarmark í Valstreyjunni. Þá var komið að Gylfa Þór Sigurðssyni að sýna skottækni sína en hann jafnaði metin með þrumuskoti sem söng í samskeytunum um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þrátt fyrir að bæði lið fengu fín færi til þess að tryggja sér sigurinn varð niðurstaðan 2-2 jafntefli sem Valsmenn eru líklega bara nokkuð sáttir við. Valur situr í þriðja sæti með 39 stig og Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. Skagamenn sem lutu í lægra haldi fyrir Blikum í kvöld eru í fimmta sæti með 34 stig. Srdjan Tufegdzic var nokkuð séttur við stigið. Vísir/Ívar Srdjan Tufegdzic: Allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik „Við byrjuðum leikinn ágætlega en lentum svo undir úr fyrsta skoti þeirra á markið og fáum svo á okkur mark úr föstu leikatriði. Það má segja að þetta sé saga okkar í sumar. Að spila vel úti á vellinum en fá svo á okkur ódýr mörk sem við eigum að geta komið í veg fyrir,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals. „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að færa liðið ofar og setja þá undir meiri pressu. Það tókst og það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt en bæði lið hefðu getað stolið þessu undir lokin,“ sagði Túfa enn fremur. Jökull I Elísabetarson: Hefðum átt að díla betur við pressuna „Við stýrðum leiknum í fyrri hálfeik, spiluðum frábæran fótbolta og vorum verðskuldað 2-0 yfir í hálfleik. Við vissum það svo að þeir myndu fara hærra með liðið í seinni hálfleik og við hefðum átt að geta dílað betur betur við pressuna sem þeir settu á okkur,“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Úr því sem komið var er ég svona þokkalega sáttur við stigið en við fengum klárlega möguleika á að næla í stigin þrjú. Við ræddum ekkert um það að þetta væri úrlsitaleikur um að ná í sæti í Evrópukeppni í kringum þennan leik. Við erum fjórum stigum frá þriðja sætinu og það er vel raunhæft að ná því,“ sagði Jökull þar að auki. Jökull I Elísabetarson fékk að sjá kaflaskipta frammistöðu hjá lærisveinum sínum. Vísir/Diego Atvik leiksins Gylfi Þór minnti knattspyrnuunnendur á það í kvöld að við njótum þeirra forréttinda að vera með leikmann í hæsta gæðaflokki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Gylfi Þór var orðinn þreyttur á því að vera undir í leiknum og tók til sinna ráða þegar hann sá til þess að Valur náði í dýrmætt stig. Stjörnur og skúrkar Óli Valur átti marga góða spretti upp hægri vænginn og lagði upp fyrra mark Stjörnunnar sem Hilmar Árni skoraði. Kjartan Már Kjartansson var öflugur í hlutverki sínu sem djúpur miðjumaður. Örvar Logi Örvarsson var svo góður í vinstri bakverðinum. Hjá Val var Albin Skoglund sífellt ógnandi og uppskar svo með marki sínu. Gylfi Þór sýndi snilli sína í jöfnunarmarkinu og Ögmundur Kristinsson varði vel á ögurstundu þegar Örvar Eggertsson hefði getað sett rýting í bakið á Valsmönnum undir lok leiksins. Dómarar leiksins Helgi Mikael Jónasson og aðstoðarmenn hans létu leikinn flæða vel að Hlíðarenda í kvöld og negldu allar stórar ákvarðanir leiksins. Forráðamenn liðanna fengu að blása á bekkjunum allt þar til hinn dagfarsprúði fagurkeri Kjartan Sturluson sagði eitthvað sem varð til þess að hann var sendur í snemmbúna sturtu. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt á N1-völlinn í kvöld og stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra. Sólarlagið var fagurt og rammaði inn fínasta fótboltaleik tveggja vel spilandi liða sem sýndu sparihliðar sína á köflum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti