Magnús kaupir P. Samúelsson í dag 20. desember 2005 12:45 Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. Eftir 35 ára árangursríkt starf hefur Páll Samúelsson og fjölskylda selt Smáey ehf., sem er félag í einkaeigu Magnúsar Kristinssonar, allt hlutafé í P. Samúelssyni hf. og fasteignir þær sem tilheyra rekstri fyrirtækisins. Magnús tekur við rekstri félagsins frá og með deginum í dag, 20. desember 2005, og verður hann stjórnarformaður félagsins. Páll Samúelsson segir að ástæðan fyrir sölu félagsins nú sé sú að þeim árangri sem fjölskyldan setti sér með rekstri félagsins hafi verið náð. „Fyrirtækið hefur náð yfirburðastöðu í fjölda bíla í umferð á Íslandi, verið söluhæst til margra ára, verið talið veita bestu þjónustu allra bílaumboða af viðskiptavinum til margra ára og verið rekið með góðum fjárhagslegum árangri. Það er því rétti tíminn til að selja nú og snúa sér að öðrum verkefnum,“ segir Páll. Magnús Kristinsson, nýr eigandi og umboðsaðili Toyota og Lexus á Íslandi, segir að kaup hans á fyrirtækinu byggist á því að þetta sé vel rekið fyrirtæki með gott starfsfólk sem hann beri fyllsta traust til og voni að haldi áfram störfum. „Toyota-umboðið hefur ávallt lagt sig fram um að veita afburðaþjónustu og áherslan verður á að viðhalda og styrkja þann þátt starfseminnar auk þess að efla umboðið til lengri tíma. Toyota-bílar hafa verið þeir söluhæstu á Íslandi í mörg ár og það felast mörg sóknarfæri í Lexus-bílum sem hafa komið mjög sterkir inn á markaðinn undanfarin ár. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan í samvinnu við starfsmenn,“ segir Magnús. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Páls og Magnúsar er kaupverð félagsins trúnaðarmál og ekki gefið upp. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. Eftir 35 ára árangursríkt starf hefur Páll Samúelsson og fjölskylda selt Smáey ehf., sem er félag í einkaeigu Magnúsar Kristinssonar, allt hlutafé í P. Samúelssyni hf. og fasteignir þær sem tilheyra rekstri fyrirtækisins. Magnús tekur við rekstri félagsins frá og með deginum í dag, 20. desember 2005, og verður hann stjórnarformaður félagsins. Páll Samúelsson segir að ástæðan fyrir sölu félagsins nú sé sú að þeim árangri sem fjölskyldan setti sér með rekstri félagsins hafi verið náð. „Fyrirtækið hefur náð yfirburðastöðu í fjölda bíla í umferð á Íslandi, verið söluhæst til margra ára, verið talið veita bestu þjónustu allra bílaumboða af viðskiptavinum til margra ára og verið rekið með góðum fjárhagslegum árangri. Það er því rétti tíminn til að selja nú og snúa sér að öðrum verkefnum,“ segir Páll. Magnús Kristinsson, nýr eigandi og umboðsaðili Toyota og Lexus á Íslandi, segir að kaup hans á fyrirtækinu byggist á því að þetta sé vel rekið fyrirtæki með gott starfsfólk sem hann beri fyllsta traust til og voni að haldi áfram störfum. „Toyota-umboðið hefur ávallt lagt sig fram um að veita afburðaþjónustu og áherslan verður á að viðhalda og styrkja þann þátt starfseminnar auk þess að efla umboðið til lengri tíma. Toyota-bílar hafa verið þeir söluhæstu á Íslandi í mörg ár og það felast mörg sóknarfæri í Lexus-bílum sem hafa komið mjög sterkir inn á markaðinn undanfarin ár. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan í samvinnu við starfsmenn,“ segir Magnús. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Páls og Magnúsar er kaupverð félagsins trúnaðarmál og ekki gefið upp.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira