Nýr tími kallar á nánari samskipti 24. febrúar 2006 00:01 Í sögulegu samhengi var fundur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í vikunni merkur fyrir þá sök, að slíkur fundur hefur ekki verið haldinn í þrjá áratugi. Hitt skiptir þó í raun og veru meira máli við þennan fund, að hann fer fram án þess að fyrir hafi legið brýn mál til úrlausnar í samskiptum landanna. Það er ekki sjálfgefið, að breski forsætisráðherrann verji tíma sínum til funda um almenn samskipti og viðhorf í alþjóðamálum. Fundurinn er því í sjálfu sér viðurkenning og traust fyrir Halldór Ásgrímsson. Fundur forsætisráðherranna í Lundúnum kemur í kjölfar fundar Geirs Haarde, utanríkisráðherra, með breska starfsbróður sínum á dögunum. Þó að öll stjórnmálasamskipti við Breta hafi verið í góðu lagi frá því átökunum um landhelgisútfærsluna lauk hafa þau hvorki verið náin né djúp. Ýmis rök hníga hins vegar til þess, að í framtíðinni geti skipt máli að treysta og efla þessi samskipti. Lundúnafundir forsætisráðherra nú og utanríkisráðherra fyrir skömmu hafa fyrir þá sök þjónað mikilvægum tilgangi. Í ljósi breytinga á stöðu Atlantshafsbandalagsins og minna vægis norrænnar samvinnu í stjórnmálalegu tilliti kunnum við að þurfa að huga að nýjum fótfestum í alþjóðlegu samstarfi í náinni framtíð. Nánari stjórnmálaleg samvinna við Breta getur verið þýðingarmikil í því samhengi; ekki síst sakir þess, að viðhorf okkar og hagsmunir fara í mörgum tilvikum saman við bresk sjónarmið. Varnar- og öryggismálin, sem voru til umfjöllunar á fundum beggja ráðherranna, eru eitt skýrasta dæmið þar um. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hafa verið kjölfestan í varnar- og öryggismálum Íslands í meira en hálfa öld. Innan Evrópu hafa Bretar verið sterkasti tengiliðurinn við Bandaríkin og öðrum þjóðum fremur unnið að því að viðhalda varnartengslunum yfir Atlantshafið. Þó að erfitt geti verið að bera saman hagsmuni stórra ríkja og smárra orkar ekki tvímælis að á sviði varnar- og öryggismála liggja almenn sjónarmið okkar og Breta í sama farvegi og hagsmunirnir eru um flest nátengdir. Það hafa verið blikur á lofti í þessum efnum um nokkurra ára skeið. Ærin ástæða er því til að rækta þann garð í Evrópu, sem næst okkur stendur að þessu leyti til. Aðild Breta að Evrópusambandinu skilur að vísu á milli landanna á því sviði. En framhjá því verður eigi að síður ekki litið, að almenn viðhorf í Bretlandi og á Íslandi til þróunar Evrópusamvinnunnar eru um margt lík. Bretar standa enn utan við evrópska myntbandalagið og eru yfirleitt með fyrirvara gagnvart frekari yfirþjóðlegri þróun Evrópusambandsins. Hvort sem menn eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu eða ekki má ætla að almennt séu svipuð viðhorf ríkjandi hér á landi varðandi þessi efni. Hvernig svo sem formlegum tengslum okkar við Evrópu verður hagað í framtíðinni er eitt ljóst: Evrópusamskiptin geta aðeins vaxið. Það er því afar brýnt að rækta meir en gert hefur verið til þessa samskipti við þau ríki í Evrópu þar sem við vitum, að hagsmunir og sjónarmið fara saman við okkar eða liggja þeim nærri. Það væri of djúpt í árinni tekið að segja að það hafi verið veikur hlekkur í samskiptunum við Bretland. En nýjar og breyttar aðstæður kalla nú á, að þau bönd verði styrkt. Þar eru augljósir framtíðarhagsmunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í sögulegu samhengi var fundur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í vikunni merkur fyrir þá sök, að slíkur fundur hefur ekki verið haldinn í þrjá áratugi. Hitt skiptir þó í raun og veru meira máli við þennan fund, að hann fer fram án þess að fyrir hafi legið brýn mál til úrlausnar í samskiptum landanna. Það er ekki sjálfgefið, að breski forsætisráðherrann verji tíma sínum til funda um almenn samskipti og viðhorf í alþjóðamálum. Fundurinn er því í sjálfu sér viðurkenning og traust fyrir Halldór Ásgrímsson. Fundur forsætisráðherranna í Lundúnum kemur í kjölfar fundar Geirs Haarde, utanríkisráðherra, með breska starfsbróður sínum á dögunum. Þó að öll stjórnmálasamskipti við Breta hafi verið í góðu lagi frá því átökunum um landhelgisútfærsluna lauk hafa þau hvorki verið náin né djúp. Ýmis rök hníga hins vegar til þess, að í framtíðinni geti skipt máli að treysta og efla þessi samskipti. Lundúnafundir forsætisráðherra nú og utanríkisráðherra fyrir skömmu hafa fyrir þá sök þjónað mikilvægum tilgangi. Í ljósi breytinga á stöðu Atlantshafsbandalagsins og minna vægis norrænnar samvinnu í stjórnmálalegu tilliti kunnum við að þurfa að huga að nýjum fótfestum í alþjóðlegu samstarfi í náinni framtíð. Nánari stjórnmálaleg samvinna við Breta getur verið þýðingarmikil í því samhengi; ekki síst sakir þess, að viðhorf okkar og hagsmunir fara í mörgum tilvikum saman við bresk sjónarmið. Varnar- og öryggismálin, sem voru til umfjöllunar á fundum beggja ráðherranna, eru eitt skýrasta dæmið þar um. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hafa verið kjölfestan í varnar- og öryggismálum Íslands í meira en hálfa öld. Innan Evrópu hafa Bretar verið sterkasti tengiliðurinn við Bandaríkin og öðrum þjóðum fremur unnið að því að viðhalda varnartengslunum yfir Atlantshafið. Þó að erfitt geti verið að bera saman hagsmuni stórra ríkja og smárra orkar ekki tvímælis að á sviði varnar- og öryggismála liggja almenn sjónarmið okkar og Breta í sama farvegi og hagsmunirnir eru um flest nátengdir. Það hafa verið blikur á lofti í þessum efnum um nokkurra ára skeið. Ærin ástæða er því til að rækta þann garð í Evrópu, sem næst okkur stendur að þessu leyti til. Aðild Breta að Evrópusambandinu skilur að vísu á milli landanna á því sviði. En framhjá því verður eigi að síður ekki litið, að almenn viðhorf í Bretlandi og á Íslandi til þróunar Evrópusamvinnunnar eru um margt lík. Bretar standa enn utan við evrópska myntbandalagið og eru yfirleitt með fyrirvara gagnvart frekari yfirþjóðlegri þróun Evrópusambandsins. Hvort sem menn eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu eða ekki má ætla að almennt séu svipuð viðhorf ríkjandi hér á landi varðandi þessi efni. Hvernig svo sem formlegum tengslum okkar við Evrópu verður hagað í framtíðinni er eitt ljóst: Evrópusamskiptin geta aðeins vaxið. Það er því afar brýnt að rækta meir en gert hefur verið til þessa samskipti við þau ríki í Evrópu þar sem við vitum, að hagsmunir og sjónarmið fara saman við okkar eða liggja þeim nærri. Það væri of djúpt í árinni tekið að segja að það hafi verið veikur hlekkur í samskiptunum við Bretland. En nýjar og breyttar aðstæður kalla nú á, að þau bönd verði styrkt. Þar eru augljósir framtíðarhagsmunir í húfi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun