Til hamingju Ísland, þið veljið mig 4. mars 2006 00:01 Ef ég á að vera alveg heiðarlegur og hreinskilinn (sem ég er stundum inn á milli), þá fyllist ég aðdáun og gleði þegar einhverjir menn eða konur leyfa sér að rísa upp á móti straumnum og valdinu og bjóða því birginn. Þannig finnst mér það flott hjá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt i Háskóla Íslands, þegar hann framkvæmir sjálfstæða rannsókn á sölu Búnaðarbankans og leggur fram gögn um brotalamir í ferli, sem bæði ríkisstjórn og Ríkisendurskoðun voru búin að leggja blessun sína yfir. Hann þorir. Með sama hætti hefur Stefán Ólafsson prófessor við sama skóla neitað að gefast upp gagnvart fullyrðingum stjórnvalda, ráðherra og ráðuneytis, í deilunni um það hvort skattar lífeyrisþega hafi lækkað eða hækkað. Stefán hefur raunar afhjúpað útreikninga stjórnvalda og jafnvel maður eins og ég, sem veit aldrei hvort tveir og tveir séu fjórir eða fimm, sé ekki betur en að Stefán hafi rétt fyrir sér. Skattarnir hafa hækkað. Þó er það ekki aðalatriðið, heldur hitt að maðurinn þorir að malda í móinn, þorir að standa á sínu, gegn straumnum, gegn valdinu. Ég dáist lika af Steingrími joð, þegar hann hneykslast á þeirri niðurlægingu ríkisstjórnarinnar að bugta sig og beygja fyrir ákvarðanatöku Alcoa, um að álver skuli reist við Húsavík. Þetta gerir Steingrímur þótt silfurfatið sé fært heim í kjördæmið hans og átthagana. Nú er ég reyndar ekki sammála Steingrími en ég tek samt ofan hattinn fyrir því hugrekki að standa á meiningu sinni. Þora að vera á móti. Kannske dáist ég að þessum hrópendum í eyðimörkinni, af því að það er einhver Steingrímur í mér sjálfum, sem hefur tilhneigingu til að rísa upp og ganga til liðs við andófið og hafa storminn í fangið. Mér leiðast jábræður og nytsamir sakleysingjar. Ég hef ímugust á undirgefnum og auðsveipum meðreiðarsveinum. Sem er sennilega ástæðan fyrir því að mér hefur tekist að skipta um flokk og skipta um skoðanir og taka kollsteypur í lífinu. Maður er alltaf að reka sig á fólk og hagsmuni, reka frá sér viðhlæjendur og svokallaða vini, með því einu að vera á móti, vera hornóttur og öðruvísi og það er engum um að kenna, nema manni sjálfum. Og þessari sérviskulegu afstöðu að jánka ekki alltaf síðasta ræðumanni. En hvernig væri umhorfs í þjóðfélaginu, ef allir væru eins? Ef allir lægju flatir fyrir hinum pólitíska rétttrúnaði, já ef þjóðfélagið væri sífellt sammála síðasta ræðumanni? Ef enginn nennti eða þyrði að láta sig varða almannahagsmuni? Það var enginn sem bað Vilhjálm um að hefja sjálfstæða rannsókn á Búnaðarbankamálinu og hafa sínar efasemdir. Það var ekkert sem rak Stefán Ólafsson til að stíga upp úr þægilegum prófessorstól sínum og rengja útreikninga hins háæruverðuga fjármálaráðuneytis. Af sama meiði er þessi persónugervingur Ágústu Evu sem heitir Sylvía Nótt. Víst er hún búin að skandalisera og ganga fram af bæði mér og öðrum, en ég hef samt lúmskt gaman af þessari stelpu, vegna þess að hún er öðrum þræði og aðallega að storka samfélaginu og draga upp þá hégómlegu mynd af samtímanum, sem snýst um útlit, frægð og gerviþarfir. Þetta gervi hennar er ýkt sýn af tísku og tildri, skrumskæling á samfélaginu og eftir höfðinu dansa limirnir, akkúrat eins og maður upplifir þennan þunga straum værukærðar og múgsefjunar allt um kring á öðrum vettvangi. Allir eins, allir í takt, allir í sama hjáróma kórnum. Til hamingju Ísland. Þið veljið mig. En mitt í þessari taktföstu skrúðgöngu er ég sem sagt að benda á og tala um sérvitringana, öfuguggana, sem stundum eru þverhausar, sem stundum eru utan við sína samtíð, en eru samt nauðsynlegir fyrir það eitt að vera á öndverðum meiði, fyrir að ganga ekki í takt og þora að vera á móti. Hugrekki segir einn, fífldirfska segir annar. En hvað sem það er kallað og hver svo sem tilgangurinn og málstaðurinn er, þá hefur þetta fólk alla mína samúð og virðingu, því án þvergirðinga og sjálfstæðrar hugsunar er engin framþróun, engin umræða og ekkert viðnám gegn valdi og yfirgangi og það kæmi að því að hin útvalda hirð, sendiboðar rétttrúnaðarins, hrópuðu til lýðsins og þegnanna, rétt eins og Sylvía: til hamingju Ísland, þið veljið mig. Og undirtektirnar eru sýnilegar í litlum tuttugu þúsund Sylvíum á öskudegi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Ef ég á að vera alveg heiðarlegur og hreinskilinn (sem ég er stundum inn á milli), þá fyllist ég aðdáun og gleði þegar einhverjir menn eða konur leyfa sér að rísa upp á móti straumnum og valdinu og bjóða því birginn. Þannig finnst mér það flott hjá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt i Háskóla Íslands, þegar hann framkvæmir sjálfstæða rannsókn á sölu Búnaðarbankans og leggur fram gögn um brotalamir í ferli, sem bæði ríkisstjórn og Ríkisendurskoðun voru búin að leggja blessun sína yfir. Hann þorir. Með sama hætti hefur Stefán Ólafsson prófessor við sama skóla neitað að gefast upp gagnvart fullyrðingum stjórnvalda, ráðherra og ráðuneytis, í deilunni um það hvort skattar lífeyrisþega hafi lækkað eða hækkað. Stefán hefur raunar afhjúpað útreikninga stjórnvalda og jafnvel maður eins og ég, sem veit aldrei hvort tveir og tveir séu fjórir eða fimm, sé ekki betur en að Stefán hafi rétt fyrir sér. Skattarnir hafa hækkað. Þó er það ekki aðalatriðið, heldur hitt að maðurinn þorir að malda í móinn, þorir að standa á sínu, gegn straumnum, gegn valdinu. Ég dáist lika af Steingrími joð, þegar hann hneykslast á þeirri niðurlægingu ríkisstjórnarinnar að bugta sig og beygja fyrir ákvarðanatöku Alcoa, um að álver skuli reist við Húsavík. Þetta gerir Steingrímur þótt silfurfatið sé fært heim í kjördæmið hans og átthagana. Nú er ég reyndar ekki sammála Steingrími en ég tek samt ofan hattinn fyrir því hugrekki að standa á meiningu sinni. Þora að vera á móti. Kannske dáist ég að þessum hrópendum í eyðimörkinni, af því að það er einhver Steingrímur í mér sjálfum, sem hefur tilhneigingu til að rísa upp og ganga til liðs við andófið og hafa storminn í fangið. Mér leiðast jábræður og nytsamir sakleysingjar. Ég hef ímugust á undirgefnum og auðsveipum meðreiðarsveinum. Sem er sennilega ástæðan fyrir því að mér hefur tekist að skipta um flokk og skipta um skoðanir og taka kollsteypur í lífinu. Maður er alltaf að reka sig á fólk og hagsmuni, reka frá sér viðhlæjendur og svokallaða vini, með því einu að vera á móti, vera hornóttur og öðruvísi og það er engum um að kenna, nema manni sjálfum. Og þessari sérviskulegu afstöðu að jánka ekki alltaf síðasta ræðumanni. En hvernig væri umhorfs í þjóðfélaginu, ef allir væru eins? Ef allir lægju flatir fyrir hinum pólitíska rétttrúnaði, já ef þjóðfélagið væri sífellt sammála síðasta ræðumanni? Ef enginn nennti eða þyrði að láta sig varða almannahagsmuni? Það var enginn sem bað Vilhjálm um að hefja sjálfstæða rannsókn á Búnaðarbankamálinu og hafa sínar efasemdir. Það var ekkert sem rak Stefán Ólafsson til að stíga upp úr þægilegum prófessorstól sínum og rengja útreikninga hins háæruverðuga fjármálaráðuneytis. Af sama meiði er þessi persónugervingur Ágústu Evu sem heitir Sylvía Nótt. Víst er hún búin að skandalisera og ganga fram af bæði mér og öðrum, en ég hef samt lúmskt gaman af þessari stelpu, vegna þess að hún er öðrum þræði og aðallega að storka samfélaginu og draga upp þá hégómlegu mynd af samtímanum, sem snýst um útlit, frægð og gerviþarfir. Þetta gervi hennar er ýkt sýn af tísku og tildri, skrumskæling á samfélaginu og eftir höfðinu dansa limirnir, akkúrat eins og maður upplifir þennan þunga straum værukærðar og múgsefjunar allt um kring á öðrum vettvangi. Allir eins, allir í takt, allir í sama hjáróma kórnum. Til hamingju Ísland. Þið veljið mig. En mitt í þessari taktföstu skrúðgöngu er ég sem sagt að benda á og tala um sérvitringana, öfuguggana, sem stundum eru þverhausar, sem stundum eru utan við sína samtíð, en eru samt nauðsynlegir fyrir það eitt að vera á öndverðum meiði, fyrir að ganga ekki í takt og þora að vera á móti. Hugrekki segir einn, fífldirfska segir annar. En hvað sem það er kallað og hver svo sem tilgangurinn og málstaðurinn er, þá hefur þetta fólk alla mína samúð og virðingu, því án þvergirðinga og sjálfstæðrar hugsunar er engin framþróun, engin umræða og ekkert viðnám gegn valdi og yfirgangi og það kæmi að því að hin útvalda hirð, sendiboðar rétttrúnaðarins, hrópuðu til lýðsins og þegnanna, rétt eins og Sylvía: til hamingju Ísland, þið veljið mig. Og undirtektirnar eru sýnilegar í litlum tuttugu þúsund Sylvíum á öskudegi!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun