Ekki tilefni til taugaáfalls 10. mars 2006 00:51 Nokkurs skjálfta gætir nú á markaði og í efnahagsumræðunni. Þar hefur mest athyglin farið í skýrslu greiningardeildar fjármálafyrirtækisins Merrill Lynch. Krónan féll í verði og sama gerðist með hlutabréf. Viðbrögðin á markaði skýrast ekki nema að hluta til af þessari skýrslu, þó hún hafi fengið mesta athygli. Metviðskiptahalli sem var umfram væntingar er nærtækari ástæða þess að krónan féll í verði. Nú er ljóst að kjör bankanna á markaði, ef þau breytast ekki á næstu misserum, munu draga úr vaxtarmöguleikum þeirra. Á því leikur enginn vafi. Bankarnir gætu þurft að búa við slíkt um tíma, einkum vegna þess að á erlendum fjármálamörkuðum vilja menn sjá hverju fram vindur í aðlögun íslenska hagkerfisins þegar dregur úr þenslunni sem nú ríkir. Bankarnir hafa verk að vinna að skýra fyrir markaðsaðilum starfsemi sína og hversu og hvernig þeir eru háðir innlendri hagsveiflu. Sú staða er ekki eins milli ólíkra banka. Eitt af því sem vefst fyrir erlendum aðilum sem fjalla um íslenskt viðskiptalíf er hversu mikið krosseignarhald er milli banka og fyrirtækja. Þarna virðist sami misskilningur endurtaka sig æ ofan í æ. Framvirkir samningar bankanna við viðskiptavini um eignarhluti í fyrirtækjum eru meðhöndlaðir eins og bankarnir beri alla áhættuna af eigninni. Þessi skortur á gagnsæi er nokkuð sem menn þurfa að horfa til. Það er öllum til gagns að upplýsingar liggi fyrir og séu aðgengilegar um samsetningu efnahags og áhættu bankanna. Stóra vandamálið sem horfast þarf í augu við er að staða efnahagsmála býður hættunni heim. Viðskiptahallinn er meiri en þekkist á byggðu bóli og ljóst að eitthvað mun undan láta ef heldur fram sem horfir. Tímasetning skattalækkana og þvergirðingsháttur stjórnvalda í málefnum Íbúðalánasjóðs hafa ýkt þá uppsveiflu sem fyrirsjáanleg var. Á þetta var margoft bent, en ekki við því brugðist. Ástæða er til að rifja það upp að Seðlabankinn varaði viðskiptabankana við að fjármögnun þeirra væri til of skamms tíma. Aðgangur að lánamörkuðum gæti versnað og slík staða væri því varasöm. Við þessu brugðust bankarnir og það kemur þeim til góða nú. Umræðan nú er bönkunum óþægileg, en þegar til lengri tíma er litið skiptir mestu sá dómur sem lánshæfismatsfyrirtækin fella um gæði rekstrarins og áhættu bankanna. Matsfyrirtækin hafa bestan aðgang allra að gögnum bankanna og eiga orðspor sitt að verja í því að skila vandaðri vinnu. Þetta vita bankarnir og hljóta að haga gerðum sínum samkvæmt því. Langtímahagsmunir þeirra eru að lánshæfismat þeirra sé gott. Full ástæða er til að taka alvarlega umræðu um skuldasöfnun og viðskiptahalla. Seðlabankanum hefur verið falið of stórt hlutverk í efnahagsstjórninni að undanförnu og afleiðingar þess eru að koma í ljós. Umræðu um bankana á erlendum vettvangi ber líka að taka alvarlega. Hins vegar eru stoðir fjármálakerfisins sterkar og ekkert gefur tilefni til þess að vekja ótta um að einhvers konar kreppa eða hrun sé fram undan. Engin ástæða er til að flytja umræðu um íslenskt efnahagslíf á plan upphrópana og hræðsluáróðurs. Hins vegar þarf að draga lærdóm og vinna úr þeirri stöðu sem hagkerfið er í, ef takast á að tryggja mjúka lendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Nokkurs skjálfta gætir nú á markaði og í efnahagsumræðunni. Þar hefur mest athyglin farið í skýrslu greiningardeildar fjármálafyrirtækisins Merrill Lynch. Krónan féll í verði og sama gerðist með hlutabréf. Viðbrögðin á markaði skýrast ekki nema að hluta til af þessari skýrslu, þó hún hafi fengið mesta athygli. Metviðskiptahalli sem var umfram væntingar er nærtækari ástæða þess að krónan féll í verði. Nú er ljóst að kjör bankanna á markaði, ef þau breytast ekki á næstu misserum, munu draga úr vaxtarmöguleikum þeirra. Á því leikur enginn vafi. Bankarnir gætu þurft að búa við slíkt um tíma, einkum vegna þess að á erlendum fjármálamörkuðum vilja menn sjá hverju fram vindur í aðlögun íslenska hagkerfisins þegar dregur úr þenslunni sem nú ríkir. Bankarnir hafa verk að vinna að skýra fyrir markaðsaðilum starfsemi sína og hversu og hvernig þeir eru háðir innlendri hagsveiflu. Sú staða er ekki eins milli ólíkra banka. Eitt af því sem vefst fyrir erlendum aðilum sem fjalla um íslenskt viðskiptalíf er hversu mikið krosseignarhald er milli banka og fyrirtækja. Þarna virðist sami misskilningur endurtaka sig æ ofan í æ. Framvirkir samningar bankanna við viðskiptavini um eignarhluti í fyrirtækjum eru meðhöndlaðir eins og bankarnir beri alla áhættuna af eigninni. Þessi skortur á gagnsæi er nokkuð sem menn þurfa að horfa til. Það er öllum til gagns að upplýsingar liggi fyrir og séu aðgengilegar um samsetningu efnahags og áhættu bankanna. Stóra vandamálið sem horfast þarf í augu við er að staða efnahagsmála býður hættunni heim. Viðskiptahallinn er meiri en þekkist á byggðu bóli og ljóst að eitthvað mun undan láta ef heldur fram sem horfir. Tímasetning skattalækkana og þvergirðingsháttur stjórnvalda í málefnum Íbúðalánasjóðs hafa ýkt þá uppsveiflu sem fyrirsjáanleg var. Á þetta var margoft bent, en ekki við því brugðist. Ástæða er til að rifja það upp að Seðlabankinn varaði viðskiptabankana við að fjármögnun þeirra væri til of skamms tíma. Aðgangur að lánamörkuðum gæti versnað og slík staða væri því varasöm. Við þessu brugðust bankarnir og það kemur þeim til góða nú. Umræðan nú er bönkunum óþægileg, en þegar til lengri tíma er litið skiptir mestu sá dómur sem lánshæfismatsfyrirtækin fella um gæði rekstrarins og áhættu bankanna. Matsfyrirtækin hafa bestan aðgang allra að gögnum bankanna og eiga orðspor sitt að verja í því að skila vandaðri vinnu. Þetta vita bankarnir og hljóta að haga gerðum sínum samkvæmt því. Langtímahagsmunir þeirra eru að lánshæfismat þeirra sé gott. Full ástæða er til að taka alvarlega umræðu um skuldasöfnun og viðskiptahalla. Seðlabankanum hefur verið falið of stórt hlutverk í efnahagsstjórninni að undanförnu og afleiðingar þess eru að koma í ljós. Umræðu um bankana á erlendum vettvangi ber líka að taka alvarlega. Hins vegar eru stoðir fjármálakerfisins sterkar og ekkert gefur tilefni til þess að vekja ótta um að einhvers konar kreppa eða hrun sé fram undan. Engin ástæða er til að flytja umræðu um íslenskt efnahagslíf á plan upphrópana og hræðsluáróðurs. Hins vegar þarf að draga lærdóm og vinna úr þeirri stöðu sem hagkerfið er í, ef takast á að tryggja mjúka lendingu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun