Tveir mánuðir í kosningar 27. mars 2006 09:39 Nú þegar réttir tveir mánuðir eru þar til sveitarstjórnarkosningar fara fram hér á landi eru flokkar og fulltrúar kosningabandalaga um land allt í óða önn að undirbúa sig fyrir kosningaslaginn sem er framundan. Víðast hvar er orðið ljóst hverjir verða í framboði og listar hafa verið birtir og þá hefst venjulega málefnavinnan. Eins og jafnan áður beinist athygli landsmanna einkum að stöðunni í Reykjavík, en þar bendir ekkert til annars en að sjálfstæðismenn eigi sigurinn vísan, eins og raunar er búið að vera ljóst nú um nokkurra mánaða skeið. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær undirstrikar enn og aftur yfirburði sjálfstæðismanna í þessum efnum með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í broddi fylkingar. Þeir fengju hvorki meira né minna en níu af fimmtán borgarfulltrúum í Reykjavík, Samfylkingin fimm og Vinstri grænir einn fulltrúa. Frjálslyndir og Framsóknarflokkurinn fengju engan fulltrúa kjörinn. Framsóknarflokurinn má muna fífil sinn fegri í borgarmálum, og menn þar á bæ hljóta að vera þungt hugsi yfir útkomu flokksins í skoðanakönnunum.Það þýðir ekki sí og æ að minna á að flokkurinn fái minna í könnunum en í kosningum.Sífelld ólga og óánægja innan flokksins í Reykjavík hefur áreiðanlega sitt að segja varðandi útkomu í könnunum og í vor. En þótt augu flestra beinist að úrslitunum í Reykjavík, er ljóst að framundan eru spennandi sveitarstjórnarkosningar víða um land. Frá því í síðustu kosningum hafa orðið þónokkrar breytingar á framboðum og nægir þar að minna á nýtt kosningaafl í Reykjanesbæ, þar sem Samfylking og Framsóknarflokkur hafa slegið sér saman um einn sameiginlegan lista. Hann var ákveðinn áður en Bandaríkjamenn vörpuðu Varnarliðssprengjunni á íslenskt samfélag fyrir skömmu. Úrslitin í viðræðunum við Bandaríkjamenn munu eflaust hafa einhver áhrif á gang sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum í maí, og forystumenn aðallistanna þar eru þegar farnir að yfirbjóða hvor annan, vegna nálægðar kosninganna. Í sveitarstjórnarkosningum á ýmsum stöðum á landsbyggðinni verður það oft svo í kosningabaráttunni og reyndar stundum á kjörtímabilinu öllu, að málefnaumræða víkur fyrir persónulegum kryt og heift, þannig að byggðarlögin líða fyrir. Návígið er mun meira í sveitarstjórnarkosningum og sveitarstjórnum en á Alþingi og í alþingiskosningum og þar kemur margt til. Þetta hefur orðið til þess að frambærilegir menn og konur gefa ekki kost á sér til starfa í sveitarstjórnum, eða gefast upp eftir stutta setu þar. Með stærri sveitarfélögum og öflugri ætti þetta vandamál að minnka, þótt seint verði komi í veg fyrir nágrannakryt og öfund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Nú þegar réttir tveir mánuðir eru þar til sveitarstjórnarkosningar fara fram hér á landi eru flokkar og fulltrúar kosningabandalaga um land allt í óða önn að undirbúa sig fyrir kosningaslaginn sem er framundan. Víðast hvar er orðið ljóst hverjir verða í framboði og listar hafa verið birtir og þá hefst venjulega málefnavinnan. Eins og jafnan áður beinist athygli landsmanna einkum að stöðunni í Reykjavík, en þar bendir ekkert til annars en að sjálfstæðismenn eigi sigurinn vísan, eins og raunar er búið að vera ljóst nú um nokkurra mánaða skeið. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær undirstrikar enn og aftur yfirburði sjálfstæðismanna í þessum efnum með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í broddi fylkingar. Þeir fengju hvorki meira né minna en níu af fimmtán borgarfulltrúum í Reykjavík, Samfylkingin fimm og Vinstri grænir einn fulltrúa. Frjálslyndir og Framsóknarflokkurinn fengju engan fulltrúa kjörinn. Framsóknarflokurinn má muna fífil sinn fegri í borgarmálum, og menn þar á bæ hljóta að vera þungt hugsi yfir útkomu flokksins í skoðanakönnunum.Það þýðir ekki sí og æ að minna á að flokkurinn fái minna í könnunum en í kosningum.Sífelld ólga og óánægja innan flokksins í Reykjavík hefur áreiðanlega sitt að segja varðandi útkomu í könnunum og í vor. En þótt augu flestra beinist að úrslitunum í Reykjavík, er ljóst að framundan eru spennandi sveitarstjórnarkosningar víða um land. Frá því í síðustu kosningum hafa orðið þónokkrar breytingar á framboðum og nægir þar að minna á nýtt kosningaafl í Reykjanesbæ, þar sem Samfylking og Framsóknarflokkur hafa slegið sér saman um einn sameiginlegan lista. Hann var ákveðinn áður en Bandaríkjamenn vörpuðu Varnarliðssprengjunni á íslenskt samfélag fyrir skömmu. Úrslitin í viðræðunum við Bandaríkjamenn munu eflaust hafa einhver áhrif á gang sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum í maí, og forystumenn aðallistanna þar eru þegar farnir að yfirbjóða hvor annan, vegna nálægðar kosninganna. Í sveitarstjórnarkosningum á ýmsum stöðum á landsbyggðinni verður það oft svo í kosningabaráttunni og reyndar stundum á kjörtímabilinu öllu, að málefnaumræða víkur fyrir persónulegum kryt og heift, þannig að byggðarlögin líða fyrir. Návígið er mun meira í sveitarstjórnarkosningum og sveitarstjórnum en á Alþingi og í alþingiskosningum og þar kemur margt til. Þetta hefur orðið til þess að frambærilegir menn og konur gefa ekki kost á sér til starfa í sveitarstjórnum, eða gefast upp eftir stutta setu þar. Með stærri sveitarfélögum og öflugri ætti þetta vandamál að minnka, þótt seint verði komi í veg fyrir nágrannakryt og öfund.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun