Fjölskyldan stolt af Magna 8. júlí 2006 00:01 Magni Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi. Rock Star Supernova Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi.
Rock Star Supernova Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira