Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð 8. ágúst 2006 07:45 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“ Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“
Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira