Eimskip gæti fengið milljarð króna í sekt 11. ágúst 2006 07:30 Uppskipun í Sundahöfn Nú hyllir undir lok rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintum brotum Eimskipafélagsins á samkeppnislögum, en rannsóknin hófst haustið 2002. Síðan þá hefur félagið skipt um eigendur og stjórn. MYND/GVA Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is. Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is.
Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira