Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt 14. ágúst 2006 06:45 Magnús Norðdahl Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent