Ekki endurákært vegna fyrsta liðsins 23. ágúst 2006 07:15 Sigurður Tómas Magnússon Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar. Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar.
Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira