Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma 24. ágúst 2006 08:00 Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins. Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins.
Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira