Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar 24. ágúst 2006 07:45 Í skólanum eru allar skólastofur opnar og kennslustundir mislangar. „Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans. Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
„Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans.
Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira