113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs 25. ágúst 2006 07:00 Árni Mathiesen Hann segir ekki dæmi um jafn góða niðurstöðu úr ríkissjóði og á síðasta ári. Tekjur umfram gjöld námu 113 milljörðum króna. Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira