Íslendingar of ríkir fyrir styrki 28. ágúst 2006 06:30 Árdís Sigurðardóttir Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða. Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða.
Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira